þriðjudagur, desember 23, 2003

Nú er úti veður vont, verður allt að drullu - allt á fullu!


Hæ, hó.
Svartasta skammdegið. Rigning og rok. Mín beið hrina að vinna úr (Reykjaneshrygg) þegar ég kom í vinnuna í gærmorgun. Víííí. Búið að vera rólegt á vaktinni hingað til.


Er nú búin að skila af mér öllum jólabögglum sem ég kom með frá Uppsölum. Er annars sjálf á síðust stundu með allt. Ekki búin að skrifa á eitt einasta jólakort, á eftir að redda einni og hálftri jólagjöf og taka til og pakka og ég veit ekki hvað. Vildi að ég hefði meiri tíma. Í bjartsýniskasti í gærkvöldi ákvað ég að fara að föndra jólakort. Veit svo sem ekki hvenær ég ætlaði mér að ljúka við þau, í nótt kannski? Áttaði mig og keypti tvo pakka af miklu flottari kortum.


Hmm. Gleymdi að segja ykkur frá skemmtilegri bíóferð í Uppsölum. Ég fékk Jóhírisi með mér á Love Actually. Við vorum báðar ansi svangar og ákváðum að fara á McDonalds hinum megin götunnar, eftir að hafa keypt bíómiðann. Þar var löng röð, og við sáum ekki fram á að geta troðið í okkur kjúklingaborgurunum á nógu skömmum tíma þannig að við pökkuðum öllu niður í bakpokann minn og laumuðumst með matinn inn í bíóið. Þeir ætluðu aldrei að slökkva ljósin, og loksins þegar það var gert og ég fór að laumast í pokan angaði allt af matarlykt, lúffurnar mínar lika. Held að sessunautur Jóhírisar hafi verið hálf-hissa á þessu uppátæki (Sviar geta verið svo "ferkantaðir" og leiðinlegir), líklegra þó að hann hafi öfundað okkur af matnum. En myndin var fín og við komum með bros út að eyrum. Ég á eftir að horfa oftar á þessa mynd.


Mér finnst á lyktinni á ganginum að það verði skata í hádeginu. Ætli ég geti fengið saltfisk eða nætursaltað í staðinn?


Og að síðustu: Gleðileg jól!

föstudagur, desember 19, 2003

Jólahlaðborð, jólagjafir, jóla- jóla...


Ég held bara að jólahlaðborðið hafi tekist með miklum ágætum. A.m.k. var ekki annað að heyra á fólki. Við Stína og Mattías fórum í fyrradag í innkaupaferð, keyptum fullt af búsi og gosi og e-ð skraut líka. Það var nóg af öllu, mat og drykk, ég held menn hafi haldið veislu í dag líka, a.m.k. vorum við búin að fylla ísskápinn af afgöngum þegar við fórum í gærkvöldi. Enduðum sex saman á bar niðri í bæ. Prófuðum kokteilinn "Rauðu mylluna", og "snjóbolta" og komumst lika að því að fræga jafnan sem Einstein setti fram á sínum tíma er í raun uppskrift að drykk (já!), E=mc-í-öðru, og urðum auðvitað að prófa hann líka. Var ekki vitund eftir mig í dag og arkaði upp og niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í leit að jólagjöfum. Varð e-ð ágengt. Alls ekki búin þó, held samt að allt pláss í ferðatöskunni sé löngu upp urið, svo ég klára þetta bara heima. Einn dagur eftir í afslöppun og svo er friðurinn úti.


Bis dann, boys!

mánudagur, desember 15, 2003

Uppsalir


Kæru lesendur!

Þá er ég komin aftur til Uppsala. Eftir langa og ferð (hleðslutöf, ísingartöf, Óslóarstopp) lenti ég loksins á Arlanda flugvelli um rúmum klukkutíma á eftir áætlun. Tók lestina til Stokkhólms og hitti þar Stínu, Pálma, Jón Loga og Álfrúnu, og Helga, sem býr í Stokkhólmi. Ég læsti töskurnar inni í skáp og við röltum um borgina fram á kvöld.

Í gær var Stína búin að skipuleggja piparkökubakstur. Gömlu skólafélagar mínir, Jóhíris, Björn og Cedric komu í baksturinn. E-r stakk upp á að gera hús og það varð úr. Mjög skrautlegt lítið hús með jólatrám, jólaketti, hundi englum og meira að segja brunni fyrir framan húsið. Um kvöldið fór ég svo með fjölskyldunni á Lúsíutónleika í dómkirkjunni, Álfrún söng með einum kórnum þar. Kirkjan var troðfull og við sátum til hliðar við kórinn og sáum því varla neitt. En söngurinn var fallegur.

Er nú í heimsókn í Geocentrum. Cedric er búinn að bjóða mér að koma á fyrirlestur sem hann ætlar að halda á fimmtudaginn og seinna um daginn er jólahlaðborð, sem Stína á að sjá um, og ég mun verða sérlegur aðstoðarmaður hennar.

Bis dann.

mánudagur, desember 08, 2003

Lifði af


Ég lifði fyrirlesturinn af. Enda var ekki fjölmennt, ekki einu sinni öll deildin. En hvað með það, hef nú oft verið stressaðri í meira að segja minni hóp. Var að klára að undirbúa mig fram á síðustu stundu en stressið hvarf á annarrri glæru. Var líka að vinna hér til að verða hálf-fimm í nótt. Tæknin var e-ð að stríða mér. Gat hvorki notað glærugerðarforritið á minni persólulegu tölvu (Power Point krassaði í hvert skipti sem ég opnaði skjal og ætlaði að eiga við það; Open Office á Linux fór í óskaplegan hægagang þegar ég bætti inn mynd nr.2) svo ég endaði inni á næstu skrifstofu í gærkvöld. Held reyndar að mér hafi næstum tekist að svæfa e-a en það skiptir nú minna máli. Er nú í svo góðu skapi að ég er að hugsa um að fara að panta mér tíma í klippingu. Hvernig væri það?
Held meira að segja að ég sé alveg til í að fara að skreyta fyrir jólin núna. Og baka smákökur. Ummm. Og pakka niður í tösku. Fer út eftir aðeins fjóran og hálfan sólarhring. Já, já, nóg að gera.


Á föstudagskvöld komst ég ekki lengra úr vinnunni en niður í kjallara. Þar hékk ég þar til ég var orðin banhungruð og ákvað að fara heim. Hópurinn leysitist upp og við hungruðustu enduðum hálf-tólf í hamborgaraveislu á Vitabarnum. Ég er nú ekki mikið fyrir borgara, finnst helst varið í þá þegar ég er mjög svöng. Samt endaði ég aftur í hamborgara á HardRock í gærkvöldi með tveimur samstarfskonum sem voru líka að þvælast hér í vinnunni á sunnudagskvöldi. Held ég sé þar með búin með hamborgarakvótann fyrir árið sem er að líða.

föstudagur, desember 05, 2003

Hallarbylting


Hér er í gangi hallarbylting. Verið að stokka upp allt skipulag. Áður en ég hætti á Orkustofnun var stokkað upp þar líka. Ég virðist elta uppi skipulagsbreitingar. En ég er ánægð á meðan ég fæ að vinna mína vinnu (á launum) áfram með mínu stórskemmtilega samstarfsfólki. Og laumast niðrí kjallara fimm á föstudögum til að heyra helstu slúðursögurnar sem eru í gangi.

Skammdegið er ansi svart núna í rigningunni. Ég er farin að hlakka til að fara til Uppsala í snjóinn og kuldann, a.m.k. til að hitta stuðfjölskyldu Stínu og Pálma og alla hina skólafélagana. Annars er ég ekkert farin að huga að jólaundirbúningi. Allt slíkt er nú eiginlega bannað þar til ég er búin að undirbúa fyrirlesturinn sem ég á að vera með á mánudag. Ég er kolómögulegur fyrirlesari (eins og Stína og Cedric ættu að vita eftir síðasta fyrirlestur í vor, þegar ég gat ekki staðið upp fyrir stressi og mundi ekki orð). Vona að sem fæstir mæti og að ég eigi ekki eftir að gera mig að algjöru fífli.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Íbúð til leigu


Ég auglýsi hér íbúð til leigu á fínasta stað á höfuðborgarsvæðinu. Þ.e. íbúðina sem ég er í nú. Íbúðin er Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum, rétt við skógræktina. Örstutt á alla hjólastíga ;-). Ef þið fréttið af e-m sem er að leita, endilega látið hann/hana/þau hafa samband við mig (sigurlaugh@hotmail.com).

mánudagur, desember 01, 2003

Myndir


Slembibullbræður fundu myndir á netinu hér.




Af splatter í eldhúsinu, rokki og netprófi


Framhald af baunabuffsögu síðustu viku (spennandi spennandi!!!): þegar gestirnir komu í mat, Berglind og Evvi, var enn allt á fullu í eldhúsinu. Átti m.a. eftir að þykkja sósuna. Þar sem engin undanrenna var til í ísskápnum, og mér datt ekki hug að nota bara vatn, ákvað ég að taka smá lögg af óþynntri sósunni í hristiglasið með hveitinu. Hún var heit. Ég var ekki varla búin að taka eina sveiflu þegar mjög óvænt heyrðist PLÚFFFFF og það varð þvílík sprenging með tilheyrandi slettugangi yfir allt og alveg fram í stofu. Þetta atriði stóðst fyllilega samanburðinn við svæsnustu splattersenurnar í Kill-Bill, sem ég sá í síðasta mánuði, nema hér slettist karrígul kókossósa. (Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að gufuþrýstingurinn yrði svona mikill svona fljótt. )


Á föstudag var ég tekin inn í MOBS (Bjórvinafélag Veðurstofunnar). Ég hlaut þann heiður að vera fimmtugasti félaginn með tilheyrandi glaðningi. Síðan fékk ég að vera samferða Hjörleifi og tveimur vinum hans (allt Hafnfirðingar, nema hvað) á tónleikana, enda hafði ég gert árangurslausar tilraunir til að fá vinkonur mínar með mér. Mér fannst nú Brain Police skemmtilegri en Sub Dub M. og hefði keypt hjá þeim áritaðan disk, hefði ég átt e-n aur. Ég var meira að segja svo sparsöm að ég ákvað að ganga heim enda var veðrið fallegt og stjörnubjart.


Nú er enn einu sinni kominn mánudagur. Rakst á þetta netpróf hjá Siggu Sif. (Heyriði, eruð þið ekki til í að láta þetta berast til réttra aðila?)


You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Rokk


Ég ætla að skella mér á rokktónleika á föstudag á Nasa. Sub Dub Micromachine og Brain Police. Er búin að vera að velta þessu fyrir mér fram og til baka í viku og loksins búin að taka ákvörðun. Og fer bara ein. Langar einhvern/einhverja með mér? Endilega látið mig vita. Það væri skemmtilegra.
Stóð í eldhúsinu fram yfir miðnætti í gær. Mér tekst e-n veginn alltaf að vera óskaplega lengi að öllu (þess vegna elda ég sjaldan). Ég ákvað sum sé að það væri sniðugt að undirbúa kvölmat dagsins í dag í gær og lagaði fullt af hnetubuffum í ísskápinn. Ég pillaði meira að segja skurnina af pistasíuhnetum til að saxa niður í rasp (þ.e. auðvitað hneturnar, skurnin fór í ruslið). Svo þurfti auðvitað að vaska upp allt draslið og að lokum tók ég matreiðslubækurnar inn i rúm til að finna hentuga sósu. Þar sem klukkan var orðin ansi margt (rúmlega eitt) taldi ég það næsta víst að það yrði fjandi erfitt að vakna klukkan sjö svo ég ákvað að setja vekjaraklukkuna inn í stofu. Þá þyrfti ég að fara lengra til að slökkva á henni. Þetta system brást aðeins í morgun. Ég stóð upp, stillti hana á átta og fór svo aftur í rúmið til að rifja aðeins betur upp furðulegan draum sem mig var að dreyma.
Ákvað að ganga í vinnuna, það var svolítið vesen að hjóla í gær. Og svo fannst mér tilvalið að prófa nýju, fínu, hvítu og feykilega hlýju loðhúfuna mína sem ég keypti mér í síðasta mánuði. Hún fer sko með til Svíþjóðar eftir rúmar tvær vikur!!!

föstudagur, nóvember 21, 2003

Sjónvarpsgláp


Ég er komin í prýðilegt hjólastuð. Hef ekki snert við bílnum síðan síðasta sunnudag þegar ég átti erindi í Hafnarfjörðinn. Hef hjólað í vinnu, dans vestur í bæ og hingað og þangað og reyni ekki að finna afsökun til að nota bílinn. Þangað til í dag. Ráðstefna JFÍ eftir hádegi og svo kvöldmatur á A Hanssen í Hafnarfirði og pöbbarölt um Fjörðinn með Bjórfélaginu.

Í gærkvöldi, eftir dansinn, hékk ég hins vegar heima yfir sjónvarpinu frá tíu fram yfir miðnætti. Maraþon-gláp á Bachelor og Beðmál í borginni. Ég varð nú ekkert smá hissa þegar hann lét Kirsten róa, var alveg viss um það fyrir nokkrum þáttum síðan að Kirsten yrði fyrir valinu, fannst hann hafa verið hrifinn af henni lengi. Eeeeen, mín stelpa vann, jibbí fyrir henni! Ég tók upp Beðmálin og horfði á þau eftir baslara-þáttinn. Má ekki missa af neinu sko. Og meðan ég hreinsaði tennurnar fyrir svefninn gat ég horft á byrjunina á gamla þættinum. Almáttugur. Þetta er nú svolitið "sick". Hmmm, en skiptir það sosum nokkru þótt maður láti svona einu sinni í viku? Nei, a.m.k. ekki meðan ég ræð ein yfir sjónvarpinu...

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Viðbjóður!!!


Ég ákvað í morgun að kíkja á pósthólfið mitt í HÍ. Man aðeins eftir því endrum og sinnum og missi þ.a.l. af ýmsu skemmtilegu eins og samkomum Stiguls og hinum og þessum fyrirlestrum. Og .forward skráin skilaði ekki tilætluðum árangri. Kannski bara eins gott því nú biðu mín tæplega 70 skeyti og flest með e-u viðbjóðslegu rusli, nokkur dæmi:


More Sperm pills. Come more and harder!
Fill her mouth with curn with these pills!
Don't be shy ever again! E.NLARGE YOUR P.ENIS
Finally a Safe natural way to E.nlarge your man.hood!
Re: sorry we can't go out again, size does matter to me!
Sa.tisfy your lover today!!
Free Pics Of Teen Lesbians


Hvernig kemst allt þetta djöf...... rusl inn fyrir á póstþjónunum. Er engin síun í gangi? Þarf ég kanski að redda því sjálf? Annað. Netfangið er nýtt. Hef hvergi gefið það upp. Liggja asnarnir yfir símaskrám á netinu? Hefði þá betur haft vit á því að láta fjarlægja netfang mitt þaðan.


Annars er ekki mikið að frétta af mér. Bíð eftir snjónum í fjöllum svo ég geti farið að þramma um á gönguskíðunum. Hvenær ætli það verði?

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Pönk


Dró fram gaddabeltið frá Stokkhólmi í morgun, er að íhuga að lita hárið á mér bleikt og fá mér annað tattú og hring í nefið. Ætli ég sé undir e-m áhrif frá skrifstofufélaga mínum?
(Tek fram að aðeins tvennt af ofantöldu er satt).

Brjálæði?


Í gærkvöldi druslaðist ég í SAUMA-klúbb til frænku minnar í Hafnarfirði. Ég ætlaði ekki að nenna af stað og auk þess gekk mér ill að finna pokann með rétta efninu. (Það borgar sig greinilega ekki að taka til, hjá mér er alltaf reiða í óreiðunni). Ég er að reyna að klára bútateppi sem ég byrjaði á fyrir næstum tveimur árum, eftir fyrsta námskeiðið mitt. Ég tek það fram að ég er búin að klára hitt og þetta í millitíðinni. Flöskuhálsinn á saumaskapnum var annars sá að ég þurfti að handsauma niður fjöldann allan af smáberjum og laufblöðum og á tímabili fékk ég mig fullsadda og lagði stykkinu. Þessu er nú loks lokið og nú þarf ég bara að sauma saman framhlið, filt og bakstykki og ganga frá. En í gær fór ég að telja smábútana sem ég er búin að sauma saman eða ofan á:


Miðstykki: 660


innri og ytir kantur: 8 stykki


smástykki saumuð ofan á ytri kant (minnst um 1 cm2): 170


Filt og bakstykki: 5 (ég saumaði saman filtafganga sem ég átti til að spara...)


Kantur til að loka: 5


Sumsé, í allt tæplega 850 bútar. Jaðrar þetta ekki við brjálæði?



Og í aðra sálma: Langar e-n með mér á útgáfutónleika Dr. Gunna á Grandrokk í kvöld? 200.000 naglbítar spila líka. (Gerða, geturðu ekki skutlast ti RVK í kvöld?)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Sprungin blaðra


Mér líður eins og blöðru sem stungið hefur verið á (já eða þannig), allt loft úr mér. Stress síðustu viku yfirstaðið og barasta spennufall. Vann hér til að verða 11 í gærkvöld við að klára vaktstörf. Mér verður ekkert úr verki í dag. Nema helst að geyspa. ;-0


Af eingverri einskærri heppni þagnaði viðvörunarkerfið seinni part laugardags og ég fékk ekki eina einustu upphringingu eða símapíp aaaaalla nóttina. Ja, bara ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorgni. Ég hefði nú getað notað þessa nótt til að vinna upp svefn. En það fór nú ekki alveg svo því ég var búin að skipuleggja innflutningspartý. Sem endaði með stuði og dansi á 22 til hálf-sex! Þið getið ímyndað ykkur hvað sumir voru hressir næsta dag.


Ég er búin að fá nýjan skrifstofufélaga til nokkurra daga. Hann Martin frá Hamborg. Hann er með tvígatað nef og hring í vör, grænan hanakamb og alles. Annars bara rólegasti stúdent að sækja gögn fyrir Master-verkefnið sitt. Lífgar upp á mannlífsflóruna hér.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þriggja stjörnu vika


Þriggja stjörnu vika. Nýjasta stjarnan á kortinu kom rétt fyrir níu í morgun. Skjálfti upp á þrjá um 26km NNA af Sigló. Hrinan enn í gangi. Og við Öskju lika. Hlustaði einhver ykkar á hádegisfréttirnar á RUV? Held að flesta fréttastofur séu búnar að hringja. Sjónvarpsmenn á Stöð 2 komu í hádeginu og vildu viðtal. Sigurlaug litla að deyja úr stressi. Held það versta sé gengið yfir núna. Þótt það hætti ekki að skjálfa.

Allt á fullu


úff, púff. Sit hér sveitt við pikkið. Tvær skjálftahrinur í gangi, önnur 26 km NNA af Siglufirði og hin, sem hófst á mánudag, er milli Öskju og Herðubreiðartagla. Skjálftarnir þar virðast raða sér á snyrtilega sprungu og virðast fara stækkandi. Væri bara ekkert hissa ef við færum að sjá gosóróa... Hmmm. Spennandi að sjá hvað gerist. Vona það verði bara ekki um helgina. Þá ætlaði ég að dansa tryllt með saumó. Það væri ekki gaman ef síminn færi að pípa á mig þá, eins og síðustu þrjár nætur.

Síðasta föstudag var dansað til fjögur á októberfest Ví.. brjálað stuð... úps nú á að fara að færa til diska, verða að hætta...

þriðjudagur, október 28, 2003

Wilde


"Experience is the name everyone gives to their mistakes."

Eða hvað?


Fyrsta vetrarferðin í langan tíma var farin á hjólinu í morgun, -í vinnuna. Það brakaði í frosnum snjónum. Ég setti á mig lambhúshettuna og setti nýjar rafhlöður í afturljósið. Mér tókst líka að vakna á undan klukkunni í morgun, fyrir sjö, sem er þvílíkt aftrek því mér hefur ekki tekist að vakna svo snemma lengi. Er búin að vera að reyna síðustu vikur, stilli klukkuna, set hana í hinn enda herbergisins, stend upp og slekk á henni þegar hún hringir, leggst svo aftur undir sæng og sannfæri mig um að ég sé alltof þreytt til að fara á fætur. Og sef í klukkutíma. En ekki meir, ónei. Nú er það bara harkan sex. Eða sjö, reyndar.


Var einhver að tala um gúrkutíð?

mánudagur, október 20, 2003

Kötturinn sem hvarf


Ætli e-r ykkar hafi verið að velta fyrir sér hvað varð um kisa? Ég heyrði því miður ekkert í honum næstu nótt, né nokkuð síðan. Ég vildi gjarna vita um afdrif hans, en vona bara að hann hafi komist e-s staðar inn og sé í góðu yfirlæti.

Á föstudaginn hafði ég ákveðið að prófa eldavélina og elda mér súpu úr nýju matreiðslubókinni minni (Grænn kostur Hagkaupa). Ég fór því í innkaupaferð eftir vinnu. Ætlaði að vera sniðug og sparsöm og kaupa sem mest í Bónusi. Ég rogaðist með tvær hjólatöskur og handkörfu um búðina. Út kom ég með troðfullan poka sem ég gat troðið að mestu í tómu töskuna. Hin var hálffull af leikfimisdóti. Þá átti ég eftir að finna sérvörur eins og engiferrót, karrímauk, sellerírót og e-ð fleira sem ekki fékkst í Bónusi. Svo ég rogaðist með töskurnar yfir í hinn enda Kringlunnar í Hagkaup. Ojjj. Þetta er ein leiðinlegasta verslunarferð sem ég hef farið. Ég get svarið það. Að kaupa í matinn ein og billaus á föstudegi er sko miklu leiðinlegra en að vaska upp!!! Fjórði og síðasti skammtur súpunnar bíður inni í ískáp og verður hitaður upp í kvöld.

Og hvað gerði ég svo fleira skemmtilegt um helgina? Hmmm. Bakaði. Og svindlaði mér með í jómfrúrferð bátsins Karlsfars. Róið var yfir Fossvoginn og tilbaka og svo aftur yfir og báturinn tekinn á land þar. Ég fékk aðeins að taka í árarnar. Mér finnst gaman að komast út á sjó, sérstaklega í árabát en því miður er ég einstaklega ólagin við árarnar. Myndir af viðburðum helgarinnar og síðasta mánaðar eru væntanlegar .... daddaraddada.... kannski bara á morgun?

þriðjudagur, október 14, 2003

Kattavæl og meira svefnleysi


Þetta er ekki góð byrjun. Ég á greinilega ekki að geta unað mér í Birkigrundinni. Í gærkvöldi, þegar ég kom heim og ætlaði að fara að tengja sjónvarpið kom í ljós að loftnetssnúran passaði ekki, tengið í veggnum er eins og á sjónvarpinu og allar loftnetssnúrur sem seldar eru hafa mismunandi tengi í hvorum enda. Ég missti því af Alías. Ég setti þá Eurythmics í tækið og hélt áfram að raða bókum og skipta í flokka. Sorteraði líka geisladiskana eftir stafrófsröð og stússaði e-ð í hinu og þessu. Held að klukkan hafi verið orðin eitt þegar ég ætlaði loksins í rúmið. Haldiði ekki að kisi hafi þá farið að væla. Sami kisi og hélt vöku fyrir mér þarsíðustu nótt. Það var orðið ansi hvasst í gærkvöldi og ég vorkenndi greyinu svo ég æddi út á stétt á náttkjólnum og berfætt og kallaði kis kis og mjá mjá já já en ekki vildi kisi koma og tala við mig. Ég sá hann heldur ekki svo ég gafst upp. Mér tókst að sofna. Um fjögur-leytið vaknaði ég við stöðugt væl. ,,Hvað eru kattaeigendur að hugsa að hleypa dýrunum sínum ekki inn tvær nætur í röð í vonskuveðri?'' hugsaði ég. Ég gat ómögulega sofnað og dreif mig í buxur og úlpu og út. Kisi vældi og vældi. Loksins sá ég hann skjótast undan bílnum, sem stóð i innkeyrslunni við húsið á móti. Hann var bara pinkuponsu lítill og svartur. Ekki margra mánaða gamall. Hann skaust inn í þéttan runna og ég gat ómögulega náð honum. Ég gafst því upp. Ég gat ómögulega sofnað, hugsandi um lítinn, vanræktan kettling í garðinum á móti. Vindurinn gnauðaði. Úhhh, honum hlýtur að vera kalt. E-ð hlýt ég þó að hafa dormað, því enn vaknaði ég upp við væl hálf-sjö. Og aftur fór ég út til að reyna að handsama kisa. Í þetta skiptið kom hljóðið undan bílnum. Ég skreið og kíkti undir bilinn. Ekkert. Eftir mikið mjá mjá og kis kis kis fékk ég loksins svar aftur. Þá sat litli uppi á dekkinu, undir breittinu. Ég rétt sá glitta í svarta loppu í myrkrinu. Reyndi að tæla hann út með strái. Var að hugsa um að fara að grípa til hans þegar honum tókst að stökkva burt og bak við húsið. Þar missti ég af honum. Vildi ekki fæla hann í burtu og ekki heldur að vera að ráfa um bakgarð nágranna minna svona snemma morguns.

Og þannig fór nú það. Ég náði að blunda svolítið seinna um morguninn. Dreif mig svo loksins af stað. Kom við í raftækjabúð og fékk millistykki á loftnetssnúruna. Nú ætti ég að geta tengt í kvöld. Er annars e-r sem býður sig fram í að gista og hjálpa mér að handsama kattargrey í nótt? Hafið þið e-r góð ráð?

mánudagur, október 13, 2003

Flutningar og stúss


Jæja, þá er ég mætt aftur eftir enn eitt helgarfríið. Get nú varla talað um frí því ég er búin að vera að bera kassa og húsgögn, pakka, bera meira, pakka upp, færa til o.s.frv. Og fæstir hlutir hafa fundið sinn samastað eftir þetta umrót. Og varla ég heldur. Svaf illa í nótt á nýja staðnum og átti enga súrmjólk í morgun. Þegar ég ætlaði í vinnuna mundi ég eftir því að bíllinn var enn fullur að geymsludrasli (aðallega gömlum skólapappírum og garnafgöngum) sem mig langaði ekkert að fá inn. Ég fór því í það að bera áður en ég gat lagt af stað.

Í hádeginu skutlaðist ég til að kaupa loftnetssnúru. Eftir heimsókn til pabba í kvöld, ætla ég að tengja sjónvarpið og mynbandstækið, til að geta horft á Launráð í kvöld. Draslið má eiga sig til morguns.
Vinir eru velkomnir í heimsókn til mín. -Ef þeir þola smá óreiðu. Annars var Berglind fyrsti gesturinn. Hún var svo elskuleg að hjálpa mér að flytja húsgögn og kassa á laugardaginn. Og velja réttu hlutina í IKEA :-). Fyrir hjálpina þáði hún þurrt brauð og vatn. (Ég tek það reyndar fram að ég bauð henni flatbrauð með kæfu og sméri og kókómjólk, það var pent afþakkað.) Ég reyni að bjóða upp á e-ð betra næst., BH, og þið hin.

fimmtudagur, október 09, 2003

Lítil frænka


Í gærkvöldi fór ég á stórskemmtilega danssýningu í Borgarleikhúsinu. Íslenski dansflokkurinn var með lokaæfingu og fengu tveir fulltrúar frá hinum ýmsu fyrirtækjum að fara. Ég var sú eina sem gaf sig fram hér á Ví svo ég fékk báða. Sýndir voru þrír dansar:

1) Symbiosis- "Fáránleiki hversdagslegra ástarsambanda"
2) Party
3) Match
Dansarnir voru fjörugir og skemmtilegir. Inn í Party var blandað smá leik og Match var fullur af húmor. Í raun var hann skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Þar er líka gert létt grín að kunnuglegum hreifingum og töktum sem sjást í fótboltaleikjum. Við hlógum öll mikið. Ef e-r ykkar hefur minnsta áhuga á dansi, mæli ég eindregið með þessari sýningu. Og ég ætla mér að fara oftar á sýningar flokksins.


Eftir sýninguna þreif ég saumavélina út í bíl heima og brunaði í saumaklúbb í Hafnarfjörðinn. Þar náði ég að strauja slatta af bútum sem saumaðir voru saman þegar við hittumst síðast, frænkurnar. Anna Beta var orðin kasólétt og gengin viku fram yfir. Hrefna Sif var að sauma eldhúsgardínur og Harpa að sauma út. Við fórum ekki heim fyrr en rúmlega hálf-tólf.
Rétt áðan hringdi Harpa í mig og sagði mér að Anna Beta hefði ekki fengið svefnfrið nema til fjögur í nótt, þá fór allt af stað. Hún var komin inn á fæðingadeild hálftíma síðar og allt yfirstaðið sjö í morgun. Ég er búin að eignast nýja, litla frænku, stóra og pattaralega. Ég óska Önnu Betu og Gunnari innilega til hamingju! :-)

miðvikudagur, október 08, 2003

kvart kvart og fuglalíf


Ég for að sækja bílinn í gær. tikka-tikk hljóðið reyndist vera ventlabank. Mói hefur því fengið ný ventillok (eða ventla ?), ný kerti og vatn á rafgeyminn. Já, vatnsstaðan á geyminum var alls ekki góð. Vatnið virðist hafa gufað upp af honum. Vona bara að hann sé ekki ónýtur. Hitt var nógu dýrt. 20 þúsund kall fyrir bílaviðgerð. Úff, það er dýrt að reka bíl. Fegin að hafa sloppið við það hingað til... Nú á Mói bara eftir að fá smurningu fyrir veturinn og vetrardekk þegar það fer að snjóa e-ð að ráði.

Í sumar var mikið fuglalíf hér á túninu við Veðurstofuna. Þar höfðust við hópar af lóum. Ég sá reyndar nokkrar á vappi hér fyrir utan gluggann í fyrradag. Það voru ungir fuglar, hálfstálpaðir. Ég var að velta því fyrir mér hvort þeir hafi misst að hópnum sem fór suður. Ætli allar lóur séu ekki þegar farnar? Ætli þessi litlu grey lifi veturinn af hérna? (Hef að þessu þungar áhyggjur...) Sé núna grágæsir á beit hér fyrir utan gluggann. Ætli þeim finnist túnið hér ekki ákjósanlegur vetrarstaður. A.m.k. meðan þær geta e-ð kroppað í grasið.

þriðjudagur, október 07, 2003

Í strætó


Í morgun tók ég strætó. Ég þurfti nefnilega að fara með Móa litla (bílinn) á verkstæði. Það er búið að vera e-ð tikk tikk auka-ganghljóð undanfarið og svo kom ég aftur að bílnum rafmagnslausum hér við Veðurstofuna á sunnudaginn, þegar við komum heim úr helgarferðinni. Ég er reyndar farin að halda að bíllinn kunni ekki við að láta skilja sig eftir annars staðar en heima því ég kom líka að honum rafmagnslausum hjá farfuglaheimilinu þegar ég kom að austan (úr sumarskólanum) fyrir mánuði. Þetta hefur hins vegar aldrei gerst þegar hann stendur úti í Furugrundinni.

Jæja, ég tók sum sé strætó úr Hafnarfirðinum í vinnunna. Á biðstöðinni hitti ég gamla skólasystur úr Öldutúni svo ferðin varð miklu skemmtilegri fyrir vikið. Við höfðum báðar verið að ræða það við vinkonur okkar, að tími væri komin á "reunion" og ætlum að reyna að gera e-ð í því bráðlega. Hún fékk netfangið mitt. Vona bara að e-ð verði úr þessu...

Þórsmerkurferðin var stórskemmtileg. Við komum inn í Goðaland um hálf-ellefu. Þá var komið frost og orðið heldur kalt, en samt lygnt. Ég ákvað því að tjalda, eins og þrír aðrir. Svaf í úlpunni minni en vaknaði samt öðru hverju út af kulda. Ég er nokkuð víst um að dýnan mín sé aðal-sökudólgurinn. Hún er alltof þunn og varla fyrir meira en sumarferðir. Snemma morguns vaknaði ég við dynki. Það var eins og einhver væri að hamast í stögunum á tjaldinu mínu eða e-ð að detta á það. Ég sofnaði þó aftur, enda dimmt. Seinna, um hálf-átta, vaknaði ég aftur við dynkina. Í þetta skiptið var orðið bjart og ég sá því hvað olli. Þetta voru laufblöð úr birkitrénu fyrir ofan mig. Hmmm. Ansi eru þau þung, hugsaði ég. Ákvað að kíkja út. Og viti menn. Alhvítt. Það hafði snjóað um nóttina. Og farið niður í -6 gráður þegar kaldast var. Laufið féll niður af greinunum á tjaldið með snjó. En dagurinn var fallegur og við fórum í göngu inn á Morinsheiði. Um kvöldið var grill, varðeldur, glens og gaman. Og það byrjaði að rigna, ansi mikið , svo ég nennti ekki með svefnpokann minn út í tjald og svaf inni þá nótt. Morguninn eftir fór hluti hópsins upp á Réttarfell og niður glæfralegt einstigi að Álfakirkju. Ég mæli með þessum hring. Útsýnið er stórkostlegt og stígurinn ævintýralegur, þó ekki fyrir mjög lofthrædda! Auðvitað var svo stoppað í Stakkholtsgjá.

Ég tók nokkrar myndir í ferðinni en hef auðvitað ekki enn drifið þær inn. Er hins vegar búin að gera myndirnar úr gönguferðinni vestur á Fjörðum aðgengilegar, ef e-r skyldi hafa áhuga að kíkja.

föstudagur, október 03, 2003

Þórsmörk


Ég kom mér frekar seint í vinnuna í morgun. Átti eftir að pakka niður fyrir Þórsmerkurferðina um helgina. Nú er allt klárt og ég meira að segja búin að setja nýjar rafhlöður í vasaljósið. Tek tjaldið með ef þarf. Hlakka mikið til að komast upp á fjöll í labb. Vera úti heila helgi.

Hef lítið afrekað í vikunni. Mér tókst þó að læsa bíllyklana einu sinni inni í bílnum. En það var ekkert alvarlegt því það var nú bara að kvöldlagi hér við Veðurstofuna svo ég gat gengið heim úr vinnunni og til baka morguninn eftir með aukalykilinn. Það er nú gott að búa í göngufjarlæð!
Er líka búin að finna íbúð. Hún er máluð í lítum svo ég býst við að þurfa að mála allt. Sé nú samt til hvort ég nenni því strax. Öll herbergin eru annars í mismunandi litum: mintugrænt, rautt, gult....

miðvikudagur, september 17, 2003

Slúður


Í fyrrakvöld hitti ég nokkrar æskuvinkonur mínar. Við reynum að hittast af 2-3 á ári til að halda sambandi og "updeita" slúðursögurnar. Ég missti af síðasta fundi, þar eð ég var úti. Núna hafði heldur betur mikið gerst. Ein var búin að gifta sig og önnur á von á öðru barninu. Sú þriðja var búin að kaupa íbúð með kærastanum sínum á Suðurgötunni í Hafnarfirðinum. Ég hafði engin sérstök afrek að segja frá.


Og þó. Ég afrekaði að fara í þriðja danstímann. Og er búin að ákveða að halda áfram. Jájá, vonandi fer mér e-ð fram þegar líður á námskeiðið. Þakka góðu vinkonum mínum hvatninguna og að peppa mig upp. Stundum þarf maður bara á því að halda. (Hmm og sumir oftar en aðrir).
Gerði mér dagamun áðan og fór í klippingu. Sat þar í 2 og hálfan tíma og er nú komin með nýjan lit og topp. Borgaði offjár fyrir en fór samt skælbrosandi út. Arkaði svo nið'rí Stork og keypti mér garn i vesti. Það verður því fjör hjá mér í kvöld: Braithwaits-fjölskyldan og prjónarnir... Víhí. ;-)

mánudagur, september 15, 2003

Sauðárkrókur


Eftir vinnu á föstudag sótti mamma mig og við brunuðum norður á Sauðárkrók. Það var mikið fjör í bílnum og við sungum og dönsuðum (ja svona eins mikið og hægt er sitjandi í bíl og við stýrið) með Fat Boy Slim, Depeche Mode, Coldplay og Ham alla leiðina. Já, það er sko munur að eiga svona hressa mömmu sem fílar þetta allt! Á laugardeginum fékk ég (eftir svolítið japl og jamm) mömmu og Þorstein með mér upp á Tindastól. Fjallið er eiginlega Esja þeirra Sauðkrækinga, 995m hátt og yfir 20 km á lengdina. Við fórum bara upp á fyrstu bunguna, ferðin tók okkur 5 tíma (rólega farið) og við hefðum líklega þurft 2-3 í viðbót til að komast upp á efsta tind, inni á ca. miðju fjallinu. Þegar við komum niður og heim fengum við gómsætt lambalæri sem Sara hafði eldað. Í gær var komið hálf-hryssingslegt veður og við fórum í bíltúr að Hólum í Hjaltadal og út á Hofsós. Þar kíktum við á gömlu húsin niðri við höfnina og Vesturfarasafnið. Skoðunarferðinni lauk svo í bakaríinu á Króknum þar sem við settumst niður með kaffi og dúndurkökusneiðar.

Seinni partinn var lagt af stað heim aftur. Og áfram var spilað og sungið á leiðinni: "Ég bý í sveit, á sauðfé á beit og sællegar kýr út'á túni..." Ég hlakka bara til að fara aftur norður í heimsókn í vetur með skíðin...



Fyrir þá sem e-n áhuga höfðu á að kíkja á veggspjaldið og geta ekki lesið PostScript skjal, þá er hér, loksins pdf-skjal.

fimmtudagur, september 11, 2003

fönkídjönk


Ókei, það má alltaf tala mig til. Gef dansinum kannski einn séns í viðbót. Má ekki líka bara setja þetta i Vísa, fresta peningaáhyggjum fram yfir næstu mánaðarmót... Ætli það verði svo ekki einhver séns á að fá aukavinnu út á þetta, dansa í myndböndum og á tónleikum. Vá, kannski Júróvísjón? (Ekki taka mig alvarlega).


Önnur vandamál. Hvort á ég að fara í innflutningspartý hjá Arnþrúði eða dvelja í sveitarsælunni í Skagafirði (Króknum) um helgina. Helst vildi ég af hvorugu missa...

Af dansæfingum, vettvangsferðum og öðru ómerkilegu


Þá er ég komin aftur heim frá Geysi. Kom á mánudaginn var. Ég er búin að vera ægilega tuskuleg síðan, enda var hangið á barnum á næstum hverju kvöldi og alltaf vaknað snemma til að hlusta á fyrirlestra eða til að fara í vettvangsferðir. Á leiðinni austur var auðvitað stoppað við Nesjavelli og á Þingvöllum. Einnig var stoppað við Kálfstinda (móbergshrygg) til að skoða mannvistahelli og fallegt bólstraberg. Við komum að Geysi um hádegi, fengum hádegismat, komum okkur fyrir og svo var hlustað á tvo fyrirlestra, kaffipása og svo kíkt á hverasvæðið. Næsta dag voru fyrirlestrar fyrir hádegi og eftir hádegi kynnti fyrsti hópurinn af fjórum veggspjöldin sín. Þar á meðal var Kristín Jóns. Á miðvikudegi var farið í langa vettvangsferð um eystra gosbeltið. Við ókum inn í Þjórsárdal, áfram norður fyrir Búrfell og fórum þar yfir Þjórsá. Síðan var ekið inn að Heklu og svo Dómadalsleið inn í Torfajökulsöskjuna. Stoppuðum hér og þar á leiðinni og gengum lítinn hring í Landmannalaugum (inn í Grænagil, að Brennisteinsöldu og meðfram Laugahrauni að skálanum) því sólin var svo vinsamleg að láta sjá sig þar. Annars rigndi eldi og brennisteini (eða svona næstum því!). Ég kom í Eldgjá og upp að Ófærufossi í fyrsta skipti. Því næst var ekið suður í Vík og þar borðuðum við fínasta kvöldmat og skoðuðum sögusafn. þetta var langur dagur, við komum ekki heim fyrr en hálf-tólf. Næsta dag kynnti ég pósterinn minn. A4-stærð á PostScript formi má nálgast hér. Nú nú, á föstudegi skoðuðum við sprungur á Suðurlandi undir leiðsögn Páls Einarssonar. Mér fannst sérlega gaman að sjá sprunguna við Seltún (nærri Heklu) en hún myndaðist í stóra skjálftanum 1912, mig minnir að hann hafi verið um 7 að stærð. Það er sjaldgæft að svona stórir skjálftar verði þetta austarlega. Skoðuðum líka fleiri sprungur vestar. Það gekk á með þungum skúrum. Mjög þungum! Næstu tvo daga tóku við fyrirlestrar og kynningar á veggspjöldum, át og meira át. Já, það væsti ekki um okkur á Hótel Geysi. Fengum heitar máltíðir tvisvar á dag, kaffi og meðlæti, gátum farið í sund og heita potta, og á barinn. Ég var farin að hafa svo miklar áhyggjur af öllu þessu áti og hreyfingarleysi að ég brá mér í fjallgöngu næstsíðasta daginn. Þá var sólin loksins farin að skína. Ég fór upp á Bjarnarfell og fékk þetta líka fína útsýni yfir allt, Langjökul, Jarlshettur, Bláfell, Kerlingarfjöll, Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og Þríhyrning, svo það helsta sé nefnt. Daginn eftir (á mánudaginn var) yfirgáfum við svæðið og ókum út á Reykjanesskaga og skoðuðum þar misgengi og ganga undir leiðsögn Amy Clifton. Um kvöldið var svo kveðjukvöldverður á Iðnó.

Nú er öllu lúxuslífi lokið í bili og grámygla hversdagsleikans tekin við. Það er svolítið erfitt að koma sér aftur inn í gömlu rútínuna.

Á þriðjudagsköld var fyrsti danstíminn í fönk- eða götudansinum sem við stöllurnar úr saumaklúbbnum (Berglind, Kata, Arnþrúður og Ella) vorum búnar að skrá okkur á. Mér brá svolítið þegar ég sá fræga söngkonu smeigja sér í gegnum búningsklefann og inn í salinn sem námskeiðið mitt var í. Þegar ég kom þar inn var þar önnur sönkona stödd, ásamt hinum sem áttu að vera með mér á námskeiðinu. Ég gat engan veginn fylgt með í tímanum, kennarinn fór alltof hratt yfir fyrir minn smekk. Var alveg eins og idjót. Úff. Þetta var svona svipað og þegar við Stína fórum í "advanseraða", sænska pallatímann úti í Uppsölum. Þótt mig hafi dreymt um að vera með stelpunum á námskeiðinu síðasta vor og hlakkað mikið til, hef ég ákveðið að ég láti hér staðar numið á þessum dansferli mínum og láti ekki sjá mig þarna aftur.

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Veggspjaldið


Hæ, hó. Er enn í vinnunni. Hvar annars staðar? Er að reyna að klára veggspjaldið. Er nú orðin reynslunni ríkari við notkun xfig. Verð kannski aðeins fljótari næst...
Annars tekur það ansi langan tíma hjá mér að berja saman e-n texta. Mér þykir æði erftitt að finna réttu orðin (eða bara e-r orð), orðaröð, hvað ég á að segja. Hvaða stafastærð... bla bla... Ætla núna að rembast við að fylla út i síðasta textaboxið.
Er orðin ægilega svöng. Fékk mér tebolla. Á bréfinu utan af pokanum stóð: Great things are made of little things. Bara nákvælega það sem ég er að gera núna. Sniðugt.

Meðan ég man. Fyrir þá sem lesa þetta, hafa unnið á Veðurstofunni og langar til að sjá myndir af fyrrverandi samstarfsmönnum sínum:
Myndir af bjórfundi...

mánudagur, ágúst 25, 2003

Hitasvækja


Maður, maður, úff, það er heitt úti! Mælirinn úti í reit sýndi 16,6°C þegar ég mætti í vinnuna áðan, hjólandi. Ég hefði betur farið í stuttbuxur og tekið e-ð annað en svarta peysu og klút um hálsinn til að vera í/með í dag. Ég mætti líka í vinnuna í gærkvöld. Þegar ég gekk heim rúmlega níu var svo hlýtt að það var vel hægt að vera á ermalausum bol. Mér leið svolítið eins og ég væri í borg í útlöndum. Það kemur svo sterk lykt í loftið að gróðrinum (og ýmsu öðru reyndar) í svona ,,hita''.

Nú er mikið stress í gangi hjá mér. Það virðist ganga alveg ægilega hægt að klára allt sem á að fara á veggspjaldið. Í gærkvöldi varð mér svo loksins e-ð ágengt, fann villu í kortateikniskránni eftir margra daga leit. Þrátt fyrir stress í vikunni leyfði ég mér nú samt að taka þátt í smá gleðskap hér við Veðurstofuna á föstudagskvöld, enda veðrið þá með eindæmum gott. Bjórvinir VÍ héldu sinn árlega garð- og grillfund. Menn átu grillað góðgæti, sötruðu bjór, sumir fóru í snú snú og enn aðrir heilluðu liðið með breikdansi. Og nú skal í bara drífa í að setja inn myndir á morgun. Líka úr gönguferðinni. Ég var búin að fá nóg klukkan tíu (enda byrjaði gleðskapurinn snemma) og hjólaði þá heim. Þeir hörðustu þrömmuðu á Kringlukránna og dönsuðu víst fram á rauða nótt.

laugardagur, ágúst 23, 2003

Jarðskjálftar við Krísuvík og Kleifarvatn


Í morgun vaknaði ég seint og um síðir (þ.e. um níu leytið) og þrammaði með Týru út í bakarí. Síðan var ryksugunni sigað á teppið. Þegar ég var nærri búin hringdi mamma og sagði mér að hún hefði vaknað upp í nótt við jarðskjálfta. Sjálf svaf ég á mitt græna. Hafði verið í grillpartýi hér við Veðurstofuna í góða veðrinu til klukkan 10 í gærkvöldi (garðfundur Bjórvinafélagsins). Er komin í vinnuna. Það er nóg að gera. Kortið er ansi fjörugt. Kíkið á sjálfvirku staðsetningarnar. Stærsti skjálftinn var rúmlega fimm, 7 mínútum síðar kom annar tæplega 4, kl 02:14 2,8, 02:22 annnar 2,8 o.s.frv. Meira síðar, ætti að fara að koma mér að verki.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Enginn svefnfriður


Hæ, hó, fréttir af skjálftavaktinni...

Lítill svefnfriður þessa helgina. Var ræst út klukkan rúmlega fimm í gærmorgun. Og svo aftur að verða eitt í nótt, einmitt þegar ég var nýkomin upp í rúm og búin að koma mér þægilega fyrir með Harry Potter. Bara gagnavesen. Kom í nótt og reddaði málunum. Nú virðist ég ekki eiga að komast heim eða út í sólina vegna enn meira vesens. Ohhh. Tölvudruslur. Af hverju getur þetta ekki bara gengið eins og smurt?

Kíkti á menninguna í gær. Dansaði og söng með Stuðmönnum á útitónleikum Rásar 2. Frábær flugeldasýning í lokin. Komst svo að lokum í gegnum þvöguna að hjólinu mínu og brunaði heim og varð á undan þeim sem voru á bíl. Bara svona rétt að hita upp fyrir fyrirtækja keppnina í þessari viku. Allir á hjóli í vinnuna!!!!! Víiíí.

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Nammismjatt!


Já, nammismjatt (eins og Sigga Sif segir). Var að fá skúffuköku með rjóma í kaffinu.

Annars er það af mér að frétta að ég sit hér vaktina þessa vikuna. Ég get því ekki stungið af austur í góða veðrið um helgina. Er heldur ekkert ofsalega kát. Kannski er það sem amar að mér bara stress. Er svo sem nokkur að ætlast til þess að menn séu í góðu skapi alla daga?

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Blíða og meiri blíða


Sæl, öllsömul.

Vissuð þið að það er stórgott veður úti? Ég vissi það ekki, fyrr en ég stalst út í fimm mínútur áðan... Nú væri ég alveg til í að vera í fríi, uppi á fjöllum, eða bara liggja í leti part úr degi niðrí í Nauthólsvík. (Mælirinn úti í reit sýnir 15,2°C og 4,2m/s úr VNV).

Er á vakt þessa vikuna. Ferðasagan og myndirnar að vestan verða að bíða betri tíma.

föstudagur, júlí 25, 2003

Af barferð, túristadegi og fjallaferð...


Ég þykist lítinn tíma hafa til að skrifa nú orðið. Ástæðan eiginlega sú að ég er heima og nær öllum vinum núna. En þó ekki öllum. Svo ég ætla að reyna að halda þessu gangandi.

Nú, síðasta föstudag (þ.e. fyrir viku) var ég á leið heim úr vinnunni. Veðrið var ljómandi gott og ég ætlaði mér að fara niður á strönd eftir að hafa skift um föt. Þá hringdi Cedric. Ég var búin að lofa að lóðsa hann e-ð um áður en hann færi heim. Hann vildi fara í Bláa lónið svo þangað fórum við um kvöldmatarleytið. Þar var allt pakkað af túristum, enda með betri dögum. Við fórum ekki upp úr fyrri en að verða níu. Ókum þá niður í Grindavík þar sem ég tók bensín. Svo sýndi ég honum gömlu kirkjuna (sem nú er leikskóli) og höfnina (vissi ekki hvað annað væri hægt að sýna honum þar). Svo var brunað í bæinn. Ráfuðum um í miðbænum í leit að ódýrum en góðum veitingastað. Enduðum loks á að fá okkur mexíkanskan mat í Lækjargötunni, ljómandi góðan og vel úti látinn. Klukkan var rétt að verða tólf þegar við loks kláruðum að borða. Cedric var e-ð þreyttur eftir ferðalagið svo ég skilaði honum heim. Mælti mér svo mót við Gerðu niðrí bæ og dreif mig í að skipta um föt. Við byrjuðum á Thorvaldsens-bar niðri við Austurvöll. Þar voru Maggi Kj. og félagar hans að koma úr skírnarveislu. Þeir áttu hvorki peru-cider né Kilkenny (uss) svo við fengum okkur eina flösku hvor að glæru sulli með lime-bragði. Staðurinn var troðinn svo við héldum af stað. Ráfuðum um lengi og enduðum loks á Dubliners-kránni þar sem ég bauð Gerðu upp á einn Kilkenny. Auðvitað gat ég ekki keyrt bílinn eftir þetta en ég hafði skilið hjólið mitt eftir í vinnunni. Fannst hins vegar of langt að ganga þangað á bleiku skónum svo ég tók leigubíl þangað. Bílstjórinn varð nú svolítið hissa þegar ég sagði "á Veðurstofuna" klukkan hálffjögur um nótt. Hjólaði svo heim og var ekki komin í rúmið fyrr en um fjögur. Og ég hafði lofað Cedric að koma klukkan 10 morguninn eftir að sækja hann. Vaknaði klukkan tíu, bíllinn niðrí bæ.... En þetta reddaðist allt saman, kom kanski aðeins of seint. Fórum rakleiðis niður á Laugarveg, og svo á Þingvelli, Gullfoss og Geysi í frábæru veðri og hita.

Daginn eftir fór Cedric heim en ég dreif mig ein í fjallgöngu. Gekk upp úr Botnsdal á Botnssúlur (Vestur-Súlu), áfram niður að Hvalvatni og áfram kringum það. Áfram niður með Botnsá og niður með gljúfri Glyms. Ég komst loks í bílinn hálf-tíu um kvöldið. Á leiðinni tókst mér að týna myndavélinni. Eða öllu heldur gleyma henni þar sem ég stoppaði til að bregða mér afsíðis á kindagötu við Hvalvatn. Já. ég uppgötvaði það líklega þremur korterum seinna, þegar ég var kominn góðan spotta niður með ánni sem rennur úr vatninu (Botnsá). Úff, ég fékk sjokk. Hugsaði með mér að ég yrði að drífa mig strax til baka og leita. Eg byrjaði á því að göslast yfir ána á skónum því ég taldi mig fljótari að fylgja vegslóðanum til baka heldur en að klöngrast meðfram fjallshlíðinni. Svo setti ég í fimmta gír og strunsaði og strunsaði. Ég hafði heppnina með mér, því mér tókst að fylgja réttu kindagötunni og líta til hliðar á hárréttu augnabliki. Svo strunsaði ég til baka. Þetta tafði mig um klukkutíma. Ég var vel lúin daginn eftir.

Í vikunni er ég búin að vera að teikna myndir og keyra staðsetningarforritið á ný svæði. Í fyrramálið legg ég svo af stað vestur á Firði til að ganga með OS-hópnum og mömmu. Við munum halda til í Önundarfirði og fara líklega í eins dags göngur, annars er ekki búið að ákveða það nákvæmlega. Kem líklega ekki heim fyrr en eftir Verslunarmannahelgi, en þá líklega með fullt af nýjum mynum og ferðasögu. Veriði blessuð á meðan.

föstudagur, júlí 18, 2003

Það er nú meiri blíðan


Oooooo það er alltof gott veður til að vera inni. Mér finnst það ætti að banna fólki að vinna inni í svona góðu veðri. Sérstaklega fólki á Veðurstofunni.
Af hverju á ég ekki inni þúsund frídaga?

Ég læt mig dreyma um ...að svamla úti í sjó í Nauthólsvíkinni, flatmaga í sólinni og sandinum ...ganga á Heklu, ábyggilega frábært útsýni þar í dag
... og fleira og fleira

Nú hefi ég loksins komið því í verk að setja inn myndir úr miðsumarferðinni. Ég fór með Jóhíris, Cedric, Daníel hollenska og öðrum Hollendingi, Bart, sem er vinur Jóhírisar. Bart kom til Svíþjóðar helgina áður til að taka þátt í maraþoni í Stokkhólmi. Hann var skiptinemi í Uppsölum fyrir nokkrum árum og er núna að skrifa mastersverkefi í sögu um sænsk dagblöð u.þ.b. síðustu fimmtíu árin.

Þegar þau komu að sækja mig var mér tilkynnt að búið væri að panta gistingu inni með morgunverði. Það var eins gott, því það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Ekið var til Leksand og gist þar á heimili utan við bæinn. Daginn eftir voru tínd blóm úti í skógi í miðsumarkransinn sem var svo borinn á miðsumarhátíðinni. Þ.e. þegar blómastöngin var reist og svo dansað í kringum hana (í rigningunni). Um kvöldið buðu hjónin, sem við gistum hjá, okkur að borða með sér og vinafólki þeirra. Ég smakkaði heimsins besta síldarsalat og sitthvað fleira góðgæti. Um miðnætti var svo farið út í göngutúr og allir tíndu sjö tegundir af blómum til að sofa með undir koddanum. Sögur segja að menn eigi þá að dreyma verðandi maka sinn. Tveir vina minna vöknuðu þokkalega sáttir. Hinir sögðust hafa tækifæri næsta sumar.

Loksins stytti upp daginn eftir. Þá ókum við til Rättvíkur, fórum á bak á gráum Dala-hesti, gengum út á bryggju sem liggur langt út á Siljan-vatnið, kíktum í handverksbúð og ókum loks heim gegnum Falun. Svo var ákveðið að halda áfram. Grill og partý. Fámennt en góðmennt. Það var dansað fram á nótt. Alveg þangað til Cedric var alveg að sofna (aðeins of mikill bjór). Ég fylgdi honum heim og tók svo til við að þrífa. Fór sum sé aldrei að sofa þá nóttina. Jóhíris, Cedric og Bart fylgdu mér að lokum út á flugvöll. Ég fékk versta sætið í vélinni. Alveg aftast við ganginn. Eftir matinn var stöðug biðröð á klósettið, fólk var alltaf að rekast utan í mig og ýta á sætið mitt, sem ég var að reyna að halla aftur. Mér kom varla dúr á auga. Já. Var bara frekar úrill þann daginn.

Og þar með lýkur þeirri sögu...

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Nóg að gera...


Jább. Það er nóg að gera og að mörgu að huga þessa dagana.
Þegar ég kom í vinnuna í gær var komin önnur græn stjarna á skjálftakortið. Og fjölmiðlar byrjuðu að hringja... Frétt í vef-mogganum...
Og núna rétt í þessu var Steinunn að tilkynna mér að maður hefði hringt og tilkynnt að skálavörður í Emstruskála fyndi aukna hverafýlu frá Mýrdalsjökli.
Það hafa einmitt verið að aukast viðvaranir það í dag, og síðustu daga. Ætli eitthvað fari að gerast???

Núna rétt áðan voru tveir nýir skjálftar... Og spennan eykst... Kemst ekki heim alveg strax. Þetta þarf nu ekki endilega að vera neitt.

mánudagur, júní 30, 2003

Stessístress
Ég er stressuð. Er mætt á fyrstu vaktina mína og þegar komin ein stjarna á kortið, skjálfti í Mýrdalsjökli. Ég ætla bara að vona að enginn fari að hringja núna, vonandi eru allir fréttamenn sofandi. Og ég vona líka að jörðin haldi í sér þessa vikuna svo ég fari ekki á taugum yfir e-m stóratburðum sem ég ræð ekki við...

föstudagur, júní 27, 2003

Ætli þetta sé að komast í lag núna?

Komin heim


Já, ég er komin heim. Flaug heim á sunnudaginn og mætti til vinnu á mánudaginn. Ég er búin að fá annan samastað og þessa líka rosalega fínu tölvu. Svarta og töffaralega Dell með stóóórum diski. Útsýni eins og áður yfir Bláfjöllin, Undirhlíðarnar, veðurreitinn, Úlfarsfell og Esjuna. Ég á eftir að setja inn ferðasögu helgarinnar, og myndir... því ég keypti mér stafræna vél í fríhöfninni á leið út aftur (tækjaóð). Ég ætla bara að senda þennan póst og sjá hvort þetta virkar rétt því það er nýbúið að uppfæra Bloggerinn...

fimmtudagur, júní 19, 2003

This is the end...


Já, í dag er síðasti dagurinn hérna í skólanum. Ég er búin að fara eina ferð heim í morgun með bækur og ná mér í kassa niðrí í búð. Mikið svakalega get ég safnað að mér miklu drasli. Þótt ég hafi farið heim með fulla tösku um daginn er meira en nóg eftir.


Nú er hann lagstur í rigningar. Íslenskt þjóðhátíðarveður. Ég er nú ekkert sérlega spennt fyrir því að fara í útilegu í þessu veðri. Eiginlega væri ég nú bara til í að fara heim á morgun. Ég held ég sé búin að fá nóg í bili. En við leggjum af stað síðdegis og komum líklega aftur á laugardag. Þá þarf ég að þrífa herbergið hátt og lágt og klára að pakka. Ég segi því bara bless í bili.

miðvikudagur, júní 18, 2003

Brandari...


Brandari gærdagsins var í boði Academic Press/Elsevier. 25.apríl pöntuðum við bókina fyrir Inversion-kúrsinn í gegnum netið. Þar stóð: "Fast and free delivery within Europe". Kúrsinn byrjaði 6.maí svo við töldum bókina koma á skikkanlegum tíma. Hún kom í gær... Prófið var í þarsíðustu viku. Hahhh.

Þess má geta að í militíðinni spurðumst við fyrir. Þá var okkur sagt að upplagið væri búið í Englandi og það þyrfti að senda eintök frá BNA. En samt... Ég vona að ég eigi eftir að nota inversjón mikið í framtíðinni því bókin er rándýr.

Þjófar, aftur á ferð!


Í morgun hafði ég ætlað mér að vakna klukkan sjö. Ég á erindi á skrifstofuna í húsi nr. 10, ég þarf að láta vita af því að ég sé að flytja út o.fl. En einhverra hluta vegna virðist ég bara ekki geta vaknað þessa dagana. Ég vaknaði níu og skrifstofunni er lokað klukkan hálf-tíu. Nú, nú, ég reyndi að vera svolítið rösk. Þegar ég kom svo út og ætlaði að ganga að hjólinu mínu þar sem ég hafði skilið við það í gærkvöldi, var það ekki á sínum stað. Ég skimaði svolítið um en ákvað svo að hlaupa á skrifstofuna. Þau voru búin að loka þar. Ohhh. Ég hljóp til baka. Gekk hring í kringum húsið. Leitaði inni í hjólageymslunni. Aftur úti. Gafst svo upp. Þegar ég svo gekk fram hjá leikvellinum í næsta húsi, sá ég kunnuglegt hjól uppi við girðinguna. Og víiiii, það var hjólið mitt. Þykki lásinn var enn á, þeir hafa kannski gefist upp á að bera það. En helvítið þjófarnir hafa brotið afturljósið af (rautt, sem blikkar). Og þeir þurftu ekki einu sinni að brjóta því það er einfaldlega hægt að smella því af. En samt. Ég var frekar heppin í þetta skiptið. En menn virðast ekki geta átt neitt í friði hérna fyrir þessum bannsettum dónum sem ganga um rænandi og ruplandi. Ég ætti kannski að kaupa annan lás.

Í gær bauð ég Birni og Cedric upp á ís niðri við ána í tilefni þjóðhátíðardagsins. Aðrir voru ekki á staðnum til að bjóða með. Ég fór svo heim og gerði mér omelettu með grænmeti úr frystinum, annan daginn í röð. Nú er nefnilega átakið "klára matinn úr skápunum" í gangi hjá mér. Ég á nefnilega fullt af mat, og ætla að minnsta kosti að klára það mesta. Ég get svo pakkað þurrmatnum í kassa og gefið, ellegar gengið að honum seinna, ef ég kem þá aftur. Ég plataði svo Sigtrygg út í göngu í skóginum. Ég skammast mín fyrir að segja það en ég hef bara einu sinni farið út í göngu þarna og það var þegar Karl var í heimsókn. Og samt er örstutt út í þetta fallega útivistarsvæði. Stundum þarf ég bara spark í rassin til að drífa mig af stað. Við gengum í tvo tíma. Það var nóg af moskítóflugum í skóginum og í morgun fann ég þrjú ný bit. Það verður bara gott að koma heim og losna við þessar leiðinda flugur.

Nei, fjögur bit, var að finna eitt í viðbót!

mánudagur, júní 16, 2003

...Og aftur í Uppsölum


Það er nú meiri þeytingurinn á mér þessa dagana. Kom aftur hingað í gær rétt eftir hádegi og fer svo aftur eftir viku. Í fyrrakvöld, þegar ég var búin að pakka og ætlaði að taka til farmiðann, var hann ekki á sínum stað, þ.e. í töskunni með þeim gamla. Úff, ég varð stressuð og byrjaði að leita. Og fann hann ekki. Klukkan var orðin tólf og ég ætlaði að vakna fimm. Leitaði áfram. Fann hann að lokum, daddadda, inni í fataskáð inni á milli fatanna. Ég er frekar utan við mig um þessar mundir. Og svo þegar við ætluðum að leggja af stað út á flugvöll fann ég ekki lyklana mína. Aftur panik. Fann þá nú samt fljótlega, á ágætum stað, mundi bara ekkert hvar ég hafði sett þá.

Í fríhöfninni hitti ég Pálínu Margréti með mömmu sinni. (Pálína var með mér í bekk í grunnskóla og kórnum líka). Þær mæðgur voru á leið til Þýskalands í frí. Flugið gekk vel, ég dottaði og svaf svolítið líka, á milli þess sem ég las um einhverfu í Lifandi vísindum. Á Arlanda-flugvelli rakst ég svo á Gunnlaug Björnsson stjarneðlisfræðing. Hann kenndi mér 3 kúrsa í HÍ og mundi enn eftir mér. Ég tók svo rútuna í bæinn og rogaðist með ferðatöskuna í strætó. Já, þótt ég ætlaði að koma til baka með tóma tösku, tókst mér að fylla hana með ýmislegu drasli, svefnpoka, e-m fötum og svo íslenskum mat. Ég keypti harðfisk og skyr handa Ara (vinnur hér, hálf-íslenskur) og harðfisk handa mér, parta (soðbrauð), flatkökur, súkkulaðirúsínur og kúlusúkk. Ég ætla að leyfa félögum mínum að bragða á þessum ágætismat við tækifæri.

Í dag er ég syfjuð. Er búin að sitja hérna hálf-sofandi við að afrita gögn af UNIX-tölvunni hér yfir á mína. Það er betra að byrja tímanlega að taka til eftir sig. Skilaði verkefninu í morgun. Á morgun verð ég svo að taka mér tak í vinnunni og klára áætlun fyrir endurstaðsetningarnar. Það er ekki gott að koma heim til vinnu með allt niðrum sig!

þriðjudagur, júní 10, 2003

Heim í Hafnarfjörðinn


Þá er ég kominn heim í Hafnarfjörðinn. Pálmi var svo elskulegur að fá lánaðan bíl og þau Stína skutluðu mér á flugvöllinn. Það er heldur ekkert grín að rogast með tvær heví töskur í strætó og í lestina. Gott að eiga góða vini. :-)

Á leiðinni í vélinni sat ég á milli tvegga eldri kvenna. Ég spjallaði svolítið við aðra þeirra. Hún var sænsk, frá Stokkhólmi en hafði gifst bandarískum manni og búin að búa lengi í BNA. Hin, líka á leið til BNA, var þögulli, og mér sýndist hún dotta. Hún hefur líklega verið álíka syfjuð og þreytt og ég. Ég hefði auðveldlega getað sofnað en ákvað að nota tímann og forrita smá í Matlab. Ég var með tölvuna mína í vélinni. Sessunaut mínum leist rosavel á hana (þeirri fyrrnefndu).

Það var 15 stiga hiti þegar vélin lenti í dag. Munur að koma ekki heim í rigningu og roki. Óskaplega finnst mér langt síðan ég var hérna síðast. Og margt hefur gerst. Fjallahringurinn á Reykjanesskaganum brosti á móti mér í sólinni. En engin tré. Ekki eitt einasta.

Ég ákvað að vera sæt við mömmu og elda kvöldmatinn. Labbaði mér niðrí bæ í 10-11. Ætlaði að kaupa kjúklingabringur og núðlur. Einfalt? Neihhh, eggjanúðlurnar voru ekki til. Kjúklingabringurnar voru hins vegar til, frosnar í poka eins og ég vildi hafa þær. Sá hins vegar enga verðmerkingu. Eeeeen, fékk nett sjokk þegar ég ætlaði að borga. Fyrir bringurnar, 4 íspinna og eitt skitið tímarit þurfti ég að borga rúman 3000 kall!#$$!?! Já. úff. matur er dýr á Íslandi.

Er strax farin að sakna Uppsala. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna og það er lítið mál að breyta miðanum. Jóhíris nefndi það við mig í morgun að eg ég gæti hugsað mér að vera lengur þá væri ég velkomin með þeim á miðsumarhátíð í Dalarna. Mér leist stórvel á það og fer á skrifstofuna á morgun og fæ miða fyrir sunnudaginn í staðinn. 2 dagar í viðbót er betra en ekki neitt.

mánudagur, júní 09, 2003

Elsku skrifsofan!


Jæja, þá er ég aftur mætt á skrifstofuna. Og í þetta skiftið til að millifæra í netbankanum. Ég gleymdi því í dag. Ég er annars á leið heim frá Stínu og Pálma í Gottsunda. Við Stína sniðum tilrauna-topp úr gömlu laki. Sniðið sem hún keypti reyndist ómögulegt svo við breyttum því svolítið, gerðum aðra prufu og útkoman var bara stórfín! Ég verð spennt að sjá lokaútgáfuna úr fína efninu frá Hong Kong. Svo fékk ég þennan líka rosa fína mat hjá þeim og borðaði á mig gat. Ohh, mikið svakalega á ég eftir að sakna þeirra :( Þau verða farin til Íslands þegar ég kem aftur. Ég á líka eftir að sakna allra hinna hérna í Geocentrum...Snökt... og elsku skrifstofunnar. Hér hef ég átt margar góðar stundir yfir lexíunum mínum. En ætli ég gleymi því ekki fljótt þegar ég kem heim. Eða hvað? Ætti ég kannski að reyna að komast fljótt út aftur? Því ekki það!
Leiðbeiningar fyrir fólk vitlausum megin við þrítugt: Það er hægt að skrifa "viðbrögð" eða "comment" við hverja færslu. Smellið bara á comment hér að neðan og fyllið út viðeigandi reiti. Mjög einfalt!!!

Léttir, skemmtan og meiri skemmtan



Netið hefur legið niðri í herberginu mínu á stúdentagörðunum, svo ég hef ekki komist á blogger til að skrifa. Ég er líka búin að taka mér gott frí frá skrifstofunni þessa helgi.
Munnlega prófið var á föstudaginn. Það var ekkert svo slæmt, ég held mér hafi bara gengið ágætlega. Við Stína, og Pálmi, settumst svo á teppi úti í trégarðinum og borðuðum hádegismatinn okkar. Við vorum ekkert í stuði til að fara að vinna svo við röltum niður í bæ. Stína vildi finna snið að topp, sem hún ætlar að sauma sér, og ég var með til ráðgjafar (hmmm). Svo komum við í skóbúð og ég kom út með BLEIKA skó. Já, ég hef alltaf keypt mér svarta spariskó. Því ekki að breyta til?

Ég fór svo snemma heim til að undirbúa kvöldmat. Ég hafði boðið Stínu og Pálma, Mattíasi og Birni í mat. Á boðstólnum var kjúklingabaunarétttur ásamt meðlæti, Stína og Pálmi komu með kampavín og matinn borðuðum við uppi á þaki með þetta líka fína útsýni af 8.hæð. Þetta var skemmtilegasta kvöld.

Daginn eftir dreif ég mig loksins í því að þvo þvott sem safnast hefur upp síðustu daga. Mattías hringdi svo rétt yfir hálf-ellefu og sagði mér að báturinn út í Skokloster færi eftir 40-50 mín. Ég hnringdi í snatri í Gottsundaliðið og Cedric. Öll náðum við í tæka tíð í bátinn. Siglingin út í Skokloster tók tæpa tvo tíma. Þetta er nes úti í vatninu Mälaren og þar stendur höll sem við skoðuðum. Áður en báturinn fór til baka settumst við í grasið og borðuðum af nestinu okkar. Leiðin sem við sigldum er falleg. Siglt er niður Fyrisån ,sem rennur gegnum Uppsali, og áfram út á Mälaren. Á veturna er efnt til skautahlaups milli Uppsala og Stokkhólms á langskautum. Ég held að það sé um 80 km leið, en það er samfellt vatnasvæði héðan og til Stokkhólms. Það er líka hægt að sigla héðan alla leið til Gautaborgar. Langskautana náði ég aldrei að prófa áður en ísinn fór að bráðna. En ég fæ kannski tækifæri seinna :)

Í gærmorgun fórum við svo sex saman í golf. Já, það er í fyrsta skipti sem ég prófa þá íþrótt. Björn var svo almennilegur að fara með okkur á golfvöllinn sinn (eða öllu heldur þar sem hann er félagi) og leifa okkur að prófa. Við byrjuðum á því að æfa höggin, lengri högg og svo upp úr sandgryfju og pútt. Ég verð að viðurkenna að þetta er miklu erfiðara en það sýnist. Ég náði aldrei tökum á lengri höggunum. Var nú eiginlega alveg glötuð. Svo fórum við á minni, níu holu völl til að spila. Á aðalvellinum máttum við auðvitað ekki leika þar sem við erum ekki félagar og höfum ekki tekið próf sem þarf á hann. Sá litli var nú svo sem alveg nógu stór. Við skemmtum okkur konunglega, og ég náði mér aðeins á strik, náði meira að segja að fara eina holu á pari, jessss, hvað það var góð tilfinning. Daginn enduðum við svo á að fara á pizzu-stað hér í bænum, enda voru allir orðnir vel svangir eftir daginn.

Nú fer ég heim á morgun. Ég kláraði að pakka í morgun og er því bara næstum því klár. Það var svo mikil rigning í morgun að ég hafði ekkert annað að gera. Það er langt síðan ég hef verið svona snemma í því að pakka. Venjulega enda ég á því að vaka til 3 aðfararnótt ferðadags. Þið á Íslandi, sjáumst bráðum!

miðvikudagur, júní 04, 2003

Allnighter


Ég vakti í nótt, sá sólina setjast og koma upp aftur. Var að undirbúa fyrirlestur sem ég átti að halda í dag í kúrsinum. Ég kláraði síðust glæruna hálfsjö til sjö í morgun. Dreif mig þá í hressandi sturtu og dreif mig svo í skólann. Ég er enn vakandi. En þó varla. Get ekki hugsað fyrir þreytu og er svona að spá í hvort ég eigi ekki að drífa mig heim núna... Tveif skiptinemar á ganginum hjá mér standa fyrir matarboði í kvöld, kveðjumáltíð. Þetta verður fínt ég kem heim og þarf ekki einu sinni að elda :)

Já og fyrirlesturinn. Huhhhh. Alveg hræðilegur. Sá versti sem ég hef nokkurn tíma haldið. Ég mundi bara ekki rassgat, sat við tölvuna og bara las það sem stóð á powerp glærunum mínum eða var krotað í stílabókina. Og Laust spurði mig hvort þetta væri í fyrsta skipti sem ég væri með fyrirlestur (þegar ég var búin sko).

Ég er búin að vera löt við að skrifa um atburði síðustu daga. En á uppstigningardag bauð Cedric okkur í grillpartý hjá sér. Þar var margt um manninn því íbúðarfélagi hans, Erik, hafði boðið fjöldamörgum vinum sínum. Og þau einu sem mættu héðan vorum við stelpurnar, Kristín og Jóhíris (frá Venesúela). Við hittum bróður hans Cedrics, Davíð. Hann var allt öðruvísi en við höfðum ímyndað okkur... Kannski óþekkari bróðirinn? Annars segir Stína mun skemmtilegar frá þessu (sjá færslu 30.maí). Þar má einnig finna linka á myndir úr síðustu partýum. Já, en svo ég haldi nú samt aðeins áfram... Við enduðum, fimm saman heima hjá Jóhíris og fengum það smá kennslu í salsa og marenge...

Á laugardagskvöld var svo matarboð hjá Daniel Jonker, Hollendingi sem hefur verið með Sigtryggi (Cedric) á sænskunámskeiði. Daniel var að klára doktorsritgerðina sína og bauð okkur af því tilefni.

Annars hef ég hangið hér á deildinni og reynt að læra. Með misgóðum afköstum. Fyrir viku síðan fékk ég sorgarfréttir að heiman. Páll hennar mömmu lést úr krabbameininu sem hann hafði verið að glíma við síðan fyrir jól. Þetta kom mér á óvart. Ég var svo viss um að meðferðin hefði gengið vel... Lífið er ósanngjarnt stundum. Ég fer því heim næsta þriðjudag til að vera við kistulagningu og jarðarför.

mánudagur, maí 26, 2003

Þrumuveður


Í gær var þetta líka frábæra veður. Ég undi mér alls ekki inni við lærdóminn og endaði á því að taka saman dótið mitt og hjóla heim. Þar náði ég mér í teppi og kom mér fyrir úti á grasi og lærði þar. Það gekk líka miklu betur, enda komst ekkert annað að í huganum en góða veðrið úti meðan ég sat inni. Og munur að eiga tölvu sem ég get tekið með mér út.

Á föstudagskvöld hafði verið ákveðið að borða saman úti á Kung Björns Hög, sem er í námunda við blokkina mína. Auðvitað byrjaði að rigna rétt fyrir sjö svo ekkert varð að því að borða úti. Í staðinn eyddum við kvöldinu hjá Cedric (hinum svissneska, eins og lesendur ættu núa að fara að kannast við...). Þar grilluðu þeir sem vildu en ég var búin að gera þetta líka fína (hehe, að mér fannst) kjúklingasalat og svo komu menn með sitthvað fleira á hlaðborðið. Kvöldið var notalegt, ég fór ekki svo seint heim enda annað partý á laugardagskvöld.

Já. Það var Júróvísjón-partý hjá Stínu og Pálma á laugardagskvöldið. Við Stína reyndum að einbeita okkur að lestrinum hér í skólanum á laugardaginn (enda nóg að gera, tvö verkefni eftir, fyrirlestur og svo próf á næstunni). Við fengum svo far á Altfiol vägen með Pálma um kvöldmatarleytið. Pálmi var sendur eftir tveimur pizzum og á meðan fórum við Stína í fínu fötin. Reyndar áttu allir að koma í búningum, en það tóku því ekki allir jafn-alvarlega. Aðalatriðið að vera svolítið glamúrlegur, enda snýst keppnin nú orðið jafnmikið um glamúr og efnislítinn fatnað og sönginn. Allir viðstaddir völdu sér 3-4 lög og skildi sá sem valið hafði sigurlagið halda partý að ári. Við áttum sko alls ekki von á að Tyrkland og Belgía myndu ná svo langt. Ég fékk að síðust Belgíulagið, og litlu munaði að það ynni! Og aumingja Pálmi hafði valið Tyrkland, svo þau Stína verða aftur að halda partý næsta ár.

Um hálf-þrjú fórum við heim. Birni (hinum sænska) tókst að troða fjórum í aftursætið á bílnum sínum, svo ég þurfti ekki að gista. Ég var hins vegar ekkert til í að fara að sofa þegar ég kom heim og ég dólaði mér til að verða fimm. Þá tókst mér loks að sofna. Ég vaknaði svo við úrhellisrigningu um átta-leytið og svo fylgdi mikið þrumuveður og enn meiri rigning. Þegar ég loks drattaðist á fætur var hins vegar komið þetta fína veður, eins og ég minntist á fyrst í þessari færslu.

Í morgun var hlýtt. En þó svolítið mistur. Rétt fyrir hádegi þykknaði skyndilega upp og aftur rigndi eins og hellt væri úr fötu og með fylgdu þrumur og eldingar. Sumarið er greinilega komið. Þetta fer ekki vel með skjálfastöðvarnar hér. Pálmi, greyið, þarf sífellt að vera að þeytast fram og til baka til að gera við eldingaskemmdir.

miðvikudagur, maí 21, 2003

Daglegt amstur


Sæl, öll saman. Ég hef ekkert nennt að skrifa síðustu daga þar sem ég hef bara verið á kafi í daglegu amstri og svo sem ekkert merkilegt að segja frá. Áðan dreif ég mig í ræktina og viti menn, mér líður svona líka miklu betur. Ég réri 6km, hljóp í 15mín og reyndi svo að gera einhverjar magaæfingar. Mamma var svo góð (og Páll) að gefa mér fyrir öðru mánaðarkorti hér. Og meðan ég man, mamma á stórafmæli í dag. Til hamingju með daginn!!! Það er leiðinlegt að vera ekki heima, en það verður sko partý þegar ég kem. Er það ekki?

Og pabbi átti afmæli í gær. Nú er ég nokkuð viss um að hann lesi þetta ekki en ég vil nú samt óska honum til hamingju með daginn í gær.

sunnudagur, maí 18, 2003

Sól og sumar í Stokkhólmi


Í gærmorgun drattaðist ég loks á fætur klukkan átta. Ég dreif mig í að setja í tvær vélar og meðan þær þógu settist ég út á svalir með morgunmatinn, enda frábært veður. Um hádegisbil tók ég svo lestina til Stokkhólms og ráfaði um bæinn. Mér tókst (með hjálp elskulegs afgreiðslumanns) að finna mér fínar gallabuxur. Ég var farin að örvænta í búðinni, öll númerin frammi voru á e-r renglur, 24, 26, 28, .... Ég þurfti sérstaklega að biðja um mitt númer, sem ég ætla nú ekkert að vera að gefa upp hér en þær voru geymdar baka til. Almáttugur, eru allar stelpur í Svíþjóð svona mjóar? Eða þarf ég að fara í massífa megrum? Hehe, a.m.k. ekki strax, því nú á ég buxur sem passa.

Um kvöldmatarleytið hitti ég Stínu, Pálma, Jón Loga og Gerði (systur Stínu) og ráfaði áfram um með þeim.Eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að finna ákveðinn tælenskan veitingastað (sem á að vera svo góður) enduðum við inni á marokkóskum veitingastað þar sem við borðuðum síðbúinn kvöldmat, lambakjöt með sveskjum, kanil og sesamfræjum. Svo var neðanjarðarlestin tekin í átt að bílnum, sem þau Stína voru á. Ég kom ekki heim fyrr en um eitt og var ekki lengi að sofna eftir langan dag.

Í dag er ég búin að vera að slæpast í góða veðrinu, fékk mér göngutúr niðrá lestarstöð að sækja hjólið mitt. Trén eru í blóma, gróðurilmur í loftinu, fólk dólar sér í bænum í sumarfötunum sínum. Lífið er bara ekki semt verst!

föstudagur, maí 16, 2003

Þjófar á ferð


Í gærkvöldi ætlaði ég mér að klára fyrsta heimaverkefnið í Inversion-kúrsinum. Svo ætlaði ég að fara heim og elda mér mat því ég var orðin ansi svöng um 6-leytið. Ég komst hins vegar ekki heim fyrr en um miðnætti, þar sem það tók "aðeins" lengri tíma að klára en ég hafði áætlað. Ég var orðin þreytt og enn svangari. Það var fallegt veður og tunglskin. En haldiði ekki að e-nhver helv.... dóni hafi verið búinn að stela ljósinu af hjólinu mínu. Arrrrrrrg, pirrrrrripirrrrr, meira ARRRRRRG. Ég var kannski asni að taka það ekki af, en ég meina, hver nennir því nú í hvert einasta skipti, ha? Ég fór því og keypti mér annað áðan, mun ódýrara og ómerkilegra því ég ætla ekki að láta taka mig ljóslausa (þeir sekta hérna).

Annars er planið að fara til Stínu og Pálma í kvöld og drekkja þar sorgum mínum. Litla systir Stínu er í heimsókn og Pálmi á afmæli á morgun, þjóðhátíðardagur Norðmanna líka, svo það er næg ástæða til hátiðarhalda. Þangað til verð ég að vera ROSALEGA dugleg að lesa. Það þarf kraftaverk til að ég nái þessum kúrs. A.m.k. mikla elju og dugnað.

þriðjudagur, maí 13, 2003

Hellihellirigning


Úff, það er hellirigning. Og ég gleymdi nýju regnhlífinni minni heima. Ekki mikið gagn í henni þar! Ég vona að það stytti upp í tæka tíð fyrir The Bachelor. Svo ég komist heim þurr.

mánudagur, maí 12, 2003

Kosningar, ósigur og sumarkoman


Já, á laugardagskvöldið hitti ég Stínu og Pálma, Jón Loga og Óla Rögg. (sem var í heimsókn hjá þeim um helgina) niðrí í bæ og tók strætó með þeim á Väktargötuna í grill- og kosningapartý til Sigrúnar og Snævars sem eru í námi hér. Þar voru líka Arna og Karvel, vinir þeirra. (E-r myndir er að finna hjá Stínu...) Snævar náði sjónvarpsútsendingunni í gegnum ferðatölvuna sína svo við gátum fylgst með. Reyndar fór það nú svo að við Stína sofnuðum báðar í sætum okkar um tólf-leytið (gríðarlega hressar, sko) og við gáfumst upp og fórum heim líklega að verða hálf-tvö. Þá vorum við búin að sjá fyrstu tölur. Ég hjólaði svo neðan úr bæ og ákvað að prófa nýja leið. Hmmm, ekki mjög sniðugt í myrkri, klukkan tvö að næturlagi... Ekki það að það hafi verið e-r hætta á ferðinni, nei, mér tókst bara að villast aðeins en það var svo sem allt í lagi því ég var með hjólakort á mér.

Í gær var hlýrra en á laugardaginn. Ég fór því niðrí skóla og settist út í garð með inversjón-bókina og las í þessu líka fína veðri. Um fjögur var svo tími til að horfa á úrslitaleikinn í íshokkí. Úff, leikurinn var þokkalega spennandi. Ég var orðin alveg handviss að Svíar ætluðu að hafa þetta. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2 og leikurinn því framlengdur. Þá tókst Kanadamönnum að skora sigurmark sitt, en það tók dómarana fimm mínútur að ákveða hvort um mark væri að ræða eður ei, þvi það sást eiginlega alls ekki á myndum hvort pökkurinn hefði komist inn fyrir línuna. Grey markvörðurinn var alveg miður sín og ég held bara hann hafi farið að skæla. Jæja, nóg það...

Laust kennir inversjónina á fljúgandi ferð. Við Stína erum orðnar þokkalega stressaðar. En við tókum skurk núna áðan og byrjuðum á fyrsta verkefninu. Þokkalega verð ég að vera dugleg að lesa næstu vikur. Svo kvartar Laust undan dræmum undirtektum í tímum þegar hann spyr spurninga. Ég held hann sé nú ekkert sérlega ánægður með okkur...

laugardagur, maí 10, 2003

Íshokkí


Í gærkvöldi voru undanúrslit í íshokkí. Svíþjóð tókst nefnilega að vinna Finnland síðasta miðvikudag. Leikurinn í gærkvöldi var ekki verri, Svíar unnu heimsmeistarana, Slóvakíu og spila því í úrslitaleik mót Kanada á morgun. Heja Sverige!!!

Ég uppgötvaði það í gær að í dag eru kosningar. Ohh, ég fór til Stokkhólms fyrir viku en hélt ég hefði nógan tíma. Eru kosningarnar ekki frekar snemma þetta árið? Hélt þær yrðu í kringum 20. En þá er Evróvisión, það er líklega það sem ruglaði mig svona. Jæja, ég er of sein og ekkert við því að gera. En í kvöld er grill-kosningapartý hjá íslensku pari, sem ég hef nú ekki hitt hingað til. En Stínu og Pálma var boðið og þau ætla að tékka á því hvort ég fái ekki að fljóta með.

Sólin skín og ég þarf að taka skurk í lestri og gera heimaverkefni. Ætti ég ekki bara að hætta þessu blaðri, setja upp sólgleraugun og setjast út?

fimmtudagur, maí 08, 2003

Tónlist


Í dag gerði ég mér ferð niðrí bæ til að kaupa afmælisgjöf og te. Ég freistaðist til að kaupa mér einn disk í leiðinni, Massive Attack-Mezzanine. Síðustu helgi keypti ég mér líka nýjan disk, Dep.Mode-Exciter, sem ég hef haft nánast "non-stop" í spilaranum síðan. Svo bað ég Mattías, tónlistarfélaga minn hér á ganginum, um að sýna mér hvernig hann hleður niður tónlist hér. Við settum upp tvö forrit svo nú get ég byrjað að safna og safna. Ókeypis. Þvílíkt fjör. Ef ég vakna jafn snemma og síðustu tvo morgna (nætur, kl.6 og fjögur í morgun), þá veit ég hvað ég get dundað mér við þangað til ég fer í skólann!!!

sunnudagur, maí 04, 2003

Afmælis-klemmudagurinn og gærdagurinn


Já, klemmudagurinn var minn! Ég átti hinn skemmtilegasta afmælisdag á föstudaginn. Ég fór með ostaköku í skólann og bauð skólafélögum sem mættir voru til vinnu þennan frídag (klemmudag) auk osta, kex og vínberja. Nágrannar mínir hér á ganginum fengu hina kökuna þegar ég kom heim, og afganginn af ostunum og vínberjunum. Ég held þau hafi verið þokkalega sátt við það. Svo komu Stína, Pálmi og Logi, Cedric hinn (Sviss), Björn (Svíi) og Lijam (Eritrea) um kvöldið að horfa á íshokkíleikinn (Svíþjóð-Rússland). Við pöntuðum flatbökur og spjölluðum fram eftir kvöldi.

Ég fór svo með Kristínu, Pálma Jóni Loga og Cedric til Stokkhólms í gær. Ég byrjaði á því að missa af lestinni, hafði e-ð misreiknað mig, hjólaði á miljón niðrí bæ og var svo heppin að ná í lest sem fór korteri seinna. Við röltum um bæinn og urðum að lokum rennandi blaut. Stína og Pálmi sýndu okkur inni-matvörumarkað með miklu úrvali, t.d. sá ég lambavambir (pressaðar saman), hálsvöðva, ótrúlega margar tegundir af kryddpyslum (spægipylsu) alls konar ólífur, osta, vín o.s.frv. Ég keypti mer annað stykki af Svörtu Söru (osti) og svart spagettí. Kristín sá um prakkarastrik dagsins og lét setja lokk í nefið. Við kíktum á arkitektúrsafn í Skeppsholmskyrkan en gáfumst svo upp enda orðin hundblaut og ákváðum að drífa okkur í lestina. Þegar við komum til Uppsala fórum við á góðan veitingastað, Amazing Thai, og kýldum vömbina.

Í dag er enn skítakuldi. Nú mætti alveg fara að hlýna...

fimmtudagur, maí 01, 2003

Valborgarmessa-vorkoman


Þá er vorið komið til Svíþjóðar. Í gær var Valborgarmessan og mikið húllumhæ. Í byrjaði morguninn snemma og hitti Mattías og Cedric kl. hálfníu. (Mattías Lindmann er frá N-Svíþjóð og talar íslensku, hann var skiptinemi heima, oftar en einu sinni... Cedric Schmelzbach er frá Sviss og tiltölulega nýkominn hingað í doktorsnám.) Við hjóluðum saman niðrí bæ til að fá gott sæti við árbakkann, við Fyrisåen. Svo var beðið til tíu en þá byrjaði "kappsiglingin". Kappsigling er nú kannski ekki besta orðið, stúdentar sem taka þátt gera sína eigin báta, furðubáta, fara í viðeigandi búninga, láta eins og fífl og reyna að komast klakklaust niður ána, en þó aðallega niður flúðir (sem eru í raun manngerður hallandi flötur). Og allir hafa gaman af. Síðan hittum við fleiri skólafélaga í bótaníska garðinum í hádeginu. Venjan er nefnilega að borða úti síld og snafs. Allir lögðu í púkkið og ég smakkaði ljómandi gott síldarsalat! Og sinnepssíld. (Ég borða venjulega ekki síld). Svo var vel við hæfi að smakka hákarlinn sem Pálmi og Kristín komu með og íslenskt brennivín. Við sátum þarna til að verða tvö. Þá tvístraðist hópurinn. Ég þóttist ætla í skólann og vinna (gerði auðvitað ekki neitt af viti) og missti þar með að rektorsræðunni og húfuveifingunni. Já, allir (stúdentarnir) safnast nefnilega saman fyrir framan Carolina Rediviva (aðalbókasafnið), hlusta á rektor flytja stutta ræðu. Svo veifa allir hvítu stúdentahúfunum sínum (sem við Íslendingar setjum upp við stúdentspróf og notum aldrei meir), setja þær upp og svo er "hlaupið" niður brekkuna og inn á nasjónirnar og skálað í kampavíni. Menn verða fljótt ofurölvi enda er byrjað snemma, kampavín og jarðaber í morgunmat meðan setið er við ána. Nasjónirnar eru annars átthagatengd stúdentafélög. Þannig var það a.m.k. í gamla daga en nú geta menn valið sér nasjón. Hér er sum sé ekkert félað stærð-og eðlisfræðinema.

Um kvöldið hjólaði ég út í Gottsunda í grillpartý til Kristínar og Pálma. Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Og ég held að hinir hafi ekki haft minna gaman af. Mikið af góðum mat, mjaðmahnikkir og marenge-dans undir stjórn Davíðs frá Gvatemala, söngur, meiri dans, höfðu-herðar-hné-og-tær...

Ég vaknaði snemma í morgun. Rigningin úti var svo mikil og hávær að ég náði ekki að sofna. A.m.k. gafst ég upp eftir klukkutíma og ákvað að drífa mig í að þvo þvott. Í lyftunni var þvílíkur djammþefur og skítur. Öjjjjk og drasl og meiri djammlykt á göngunum. Drasl úti. Það hefur mikið gengið á í nótt. Samt voru nokkrir árrisulir stúdentar mættir að þvo, eins og ég. Ehhh, ég hélt ég yrði sú eina árrisula. Eftir allt þvottastússið dreif ég mig í regngallan og í skólann að vinna, þótt það sé 1.maí. Vinna vinna. En nú drífi ég mig heim og enda ætla ég að gera ostakökur fyrir morgundaginn. Namminamm. Vill einhver koma í kaffi?





sunnudagur, apríl 27, 2003

Drulluveður


Já, í dag er drulluveður. Það er drullukalt og slyddudrulla. Ojjjj. Og ekki mikið meira um það að segja!

Í gærmorgun leigðu Kristín og Pálmi bíl og buðu mér með til Gävle. Niklas, skrifstofufélagi minn er einmitt frá þeim bæ. Aðalmarkmiðið var að skoða járnbrautarsafn Svíþjóðar, Jón Logi hefur nefnilega svo gaman af lestum (og Pálmi líka). Safnið var áhugavert, sérstaklega fyrir Íslending sem sjaldan sér lestir. Svo ókum við niður í miðbæ til að kíkja aðeins á staðinn og fá okkur í gogginn. Á heimleiðinni var farinn smá útsýnisrúntur. Kíktum á sænska baðströnd og risavaxna furu. Það er nefnilega fullt af furu í Svíþjóð, en allar eru þær óttalega mjóslegnar og langar. Þessi var hins vegar gild og fallega vaxinn. Öldungurinn í skóginum.

Í dag er ég að reyna að vinna svolítið. Ætli ég reyni ekki að hanga hér aðeins lengur, enda ekki neitt sérstakt að gera heima í þessu veðri, því ég lauk helgarþrifunum í morgun.

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gleðilegt sumar


Jæja, þá er sumarið komið heima á Íslandi. En ekki hér. Fyrsti dagur vors er hins vega á Valborgarmessu, 30.apríl. Þá verður mikið húllumhæ.

Prófið ógurlega var á þriðjudaginn var. Ég ætlaði sko að taka þetta með trompi, en það fór nú svolítið öðruvísi. Ég er þó alveg "seif".
Nú er bara rúmur mánuður í næsta próf, sem verður munnlegt. Það er gott. Þá hef ég eitthvað til að hlakka til. Eða þannig!!!

sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska


Ég vaknaði snemma í morgun við dynk. Eftir smá stund áttaði ég mig á því að lampinn hafði dottið á skrifborðið. Ég ákvað að drífa mig á fætur. Í stað þess að fara í morgunmessu, eins og venjan er á páskadagsmorgni, átti ég andaktuga stund með Nick Cave (No more shall we part) og elastískum bylgjujöfnum. Ég átti heldur ekkert páskaegg. Kalla hugkvæmdist ekki að færa mér eitt slíkt þegar hann kom í heimsókn um daginn. Ekkert súkkulaði og enginn málsháttur. En ég get svo sem getið mér til um hvaða málshátt ég hefði fengið:


Margur verður af lestri leiður

eða


Margur verður af lestri lærður.

eða eitthvað í þá áttina. Í kvöld fer ég svo í mat til Kristínar og Pálma. Annars er ansi tómlegt hér á ganginum núna. Allir Svíarnir heima í foreldrahúsum um páskana, og bara við skiptinemarnir eftir.

laugardagur, apríl 19, 2003

Sól úti, próflestur inni. Ég hef nú átt skemmtilegra páskafrí!!!

Helst vildi ég vera í góða veðrinu heima uppi á fjöllum á gönguskíðum eða í heimsókn í Ulvik, Helsinki/Turku eða Árósum (er svo heppin að eiga vini á öllum þessum stöðum). En ferðalög og skemmtan verða að bíða betri tíma.

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Hjól


Í dag var þetta fína veður. Fínasta veður. Hlýtt og gott. Svo gott að mér var vel hlýtt þótt ég gengi/hjólaði um á ermalausum bol. Svíarnir, hins vegar voru enn í úlpum og með húfu/vettlinga. A.m.k. sumir þeirra. Uhh, er ekki allt í lagi með þá?

Ég fór í dag að kíkja á hjól sem ég hafði séð í fyrradag. Og endaði með því að kaupa það. Það er frekar nýlegt, en ekki með neinum gírum. En það er svo sem allt í lagi þessa tvo mánuði sem ég verð hér í viðbót. Það er allt önnur hjólamenningin hérna en heima. Heima léti varla nokkur maður sjá sig á gömlu görmunum sem mikill meirihluti fólks hérna er á. Ég get svarið það, sum þeirra líta út fyrir að vera hálfrar aldar gömul, algerir forngripir, en í ágætisstandi. Og þá auðvitað í góðu lagi að nota þau. Allir heima (langflestir) eiga fjallahjól (enda fæst varla annað nú orðið). Jafnvel þótt menn noti þau ekki nema endrum og sinnum að sumarlagi. Það léti varla nokkur maður sjá sig á gamalli, skröltandi druslu. Andrúmsloftið er afslappaðra hér.

Svipaða sögu hef ég að segja af því þegar ég fór í matvörubúðina einn laugardaginn úti í Gottsunda. Þetta var svona stór bónusbúð. Nema hvað það voru engar kerrur við búðina. Ég held þær hafi verið úti (samt er búðin inni í verslunarmiðstöð) og þar að auki læstar saman. Jæja, hvað með það. Ég tók bara tvær handkörfur og rogaðist um með þær. Þá tók ég eftir því að sumir voru mættir með gamla barnavagna eða kerrur og keyrðu körfunum um í þeim (og líklega matnum alla leið heim). Þetta fannst mér fyndið, en samt nokkuð sniðugt. Ég meina, af hverju að vera að rogast með poka ef til er auðveldari leið. En almáttugur, ekki myndi nokkur maður láta sjá sig með svona í Bónus heima, hvað þá Hagkaupum eða annars staðar. Uhh, alla vega ekki ég! -Og helst ekki á mikið skröltandi hjóli heldur. Mjög pínlegt.

Íslenskt neyslusamfélag er líka orðið meira "ameríkaniserað" heldur en hér. Hér eru stóru gosdrykkjaflöskurnar ekki 2l heldur 1,5l, eins og þær voru heima fyrir möööörgum árum. Auk þess er miklu meira um gömlu glerflöskurnar heldur en 1/2 lítra plastflöskur. Og ég held ég hafi bara ekki séð gosdrykk í 1/2 lítra dós. (Bara áfengu "gos-drykkina".) Það er langt síðan ég hef notað upptakara heima, enda drekk ég ekki bjór.

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Reikningar


Í morgun tók ég strætó niður í bæ því ég þurfti að borga húsaleiguna fyrir aprílmánuð. Ég fór inn í næsta hús sem ég sá og á stóð bank. En þar var ekki hægt að borga reikninga, ég held það hafi ekki einu sinni verið banki. Þá fór ég í næsta banka sem ég mundi eftir að hafa séð. Það var dágóð bið en ég tók mér númer. Meðan ég beið sá ég að ég þyrfti að borga 50 kr fyrir að borga gíróseðilinn. Uhh, ég hélt nú ekki að ég færi að borga 500kall fyrir að fá að borga meira. Ég vatt mér því út og ákvað að að reyna að finna "ódýrari stað" til að borga reikninginn á. En fyrst keypti ég afmælisgjöf til að senda heim (allt of seint reyndar) og umslag og kort, arkaði ég enn af stað. Sniðugast væri að senda pakkann og borga gíróinn á sama stað, ekki satt? Á pósthúsinu. Það er hægt heima. En eftir að hafa spurst fyrir komst ég að því að þetta var ekki hægt. Það er nefnilega búið að leggja niður pósthúsin hérna og póstþjónustan er hér og þar í matvörubúðum og sjoppum. Pakkinn komst því sína leið í póstkassa við sjoppu og reikningurinn var borgaður rétt hjá, fyrir 35 kr. Þar með spöruðust 15 kr sem ég eyddi í gos og kanelbulle þegar ég kom, loksins, sársvöng í skólann.

mánudagur, apríl 14, 2003

Túristadagar


Á meðan Karl var hér í heimsókn reyndum við að skoða okkur aðeins um hér. En því miður of lítið, þar sem veðrið var hryssingslegt og ekki viðraði vel til ferðalaga.

Á þriðjudaginn, fyrir viku, tókum við lestina til Stokkhólms. Við röltum um og kíktum inn á tvö söfn. Eða reyndar bara eitt almennilega. Fyrra safnið var National Museet. Við héldum að það væri þjóðminjasafn Svía. Við byrjuðum á að fá okkur fisk á veitingastaðnum í miðju húsinu. Kíktum svo á safnbúðina og komumst að því að þetta væri þeirra listasafn. Við vorum ekki alveg í stuði til að fara að skoða málverk svo við fórum aftur út í kuldann. Héldum áfram í átt að Vasasafninu, sem er úti á einni eynni. Þar er að finna hið stórmerkilega Vasa-skið sem sökk árið 1628 í jómfrúarferð sinni á leið út frá Stokkhólmi. Síðar gleymdu menn hvar það hafði sokkið en fyrir rúmri hálfri öld síðan tókst skipa-fornleifafræðingnum Anders Franzén að finna það og var það dregið upp, 333 árum eftir að það sökk. Skipið hafði grafist í þétta leðju og auk þess er vatnið þarna alls ekki jafn salt og sjór er annars staðar. Skipið var því óhult gegn orminum sem leikur við annars illa í sjó (sbr. holóttan rekavið) því hann þrífst ekki á þessum slóðum. Mönnum tókst því að ná skipinu upp úr ótrúlega heillegu og er nú búið að smíða sér safnhús utan um það við sjóinn. Ég mæli eindregið með þessu safni, ef þið eruð á ferð á þessum slóðum. Skipið er ótrúlega fallegt og svo hefur þeim tekist að setja upp skemmtilega sýningu í kringum það með vel gerðum líkönum og skemmilegum fróðleik. Þegar farið er inn í safnið (og út aftur) er gengið í gegnum fernar dyr. Inni er dimmt og rakt til að halda kjörskilyrðum fyrir skipið. Þetta var eins og að stíga inn í e-t ævintýri, mér datt strax í hug Svartskeggur sjóræningi, sem ég las oft þegar ég var yngri.

Eftir safnheimsóknina gengum við um Gamla Stan, eða gömlu borgina. Þetta er elsti hluti bæjarins og var helsti byggðarkjarninn á miðöldum. Stokkhólmur byggðist upp á þeim þröskuldi sem varð til á miðöldum milli Eystrasalts og Mälaren við landlyftinguna. Staðurinn varð hernaðarlega mikilvægur, þar var hægt að loka/stjórna skipaferðum inn í landið, inn á Mälaren. Birgir jarl lét reisa tvo virkisturna, annan við Norðurstraum, hinn við Suðurstraum. Á milli turnanna tveggja voru reistir tveir múrar/veggir, og á milli þeirra lá borgin. Húsin í Gamla Stan eru flest frá uppgangstímunum 1600-1700, þegar Svíþjóð var að verða stórveldi.

sunnudagur, apríl 13, 2003

Langt er síðan síðast


Jæja, þá er ég ein aftur. Kalli kominn og farinn aftur. Ég fór út á brautarstöð með honum í morgun. Þegar lestin var farin heltist einmanakenndin yfir mig. Veðrið var nokkuð gott svo ég ákvað að dóla mér aðeins um í bænum, enda stutt í að búðirnar opnuðu (kl.12). Ég keypti mér sænska túristabók á niðursettu verði og sænska tónlist í plötubúðinni við hliðina á á aðeins 99-kall. Fyrir valinu varð The Hives, Your New Favourite Band. Þegar ég kom heim aftur var diskurinn settur í og svo var dansað og sópað og þurrkað af af miklum krafti, enda tónlistinn fjörug. Þar næst ákvað ég að reyna að koma á tengingunni hér heima, það er nefnilega breiðband hér í hverju herbergi. Það tókst eftir dágóðan tíma. Þetta er lúksus, nú get ég verið duglegri að skrifa...


Ég flutti hingað á stúdentagarðana á fimmtudaginn fyrir rúmri viku síðan. Herbergið er ágætt, með stóru og góðu skrifborði og breiðbandi. Fyrst er gengið inn í pínkuponsu forstofu, þar er snagi fyrir yfirhafnir og hattahilla og fataskápur. Þaðan er svo gengið bæði inn í herbergið, og lítið baðherbergi. Glugginn hjá mér veit í vestur, svo sólin er hjá mér seinnipartinn. Ég er búin að fá minn skáp í eldhúsinu, hillu í ískápnum og frystiskápnum. Hins vegar hafði sú, sem var hér á undan mér, rokið burt í flýti, að því er virðist. A.m.k. þurfti ég að byrja á því að þrífa herbergið og skúra, hún hafði heldur ekki hreinsað út úr skápunum sínum í eldhúsinu. Seinna fékk ég svo að vita að hún hefði orðið fyrir bíl á hjólinu sínu og þurft að eyða nokkrum vikum á sjúkrahúsi. Það er kannski þess vegna sem hún fékk svona mikla heimþrá... Ég er búin að kynnast nokkrum hérna á ganginum, af þeim 11 sem eru hér fyrir utan mig. Hér er sjónvarp, með nokkrum aukastöðvum, sem allir leigja saman og borga áskrift af. Eldhúsið er svona svona, soldið skítugt gólfið og mikið ryk hér og þar fyrir minn smekk, en kannski bara eðlilegt þegar 12 manns ganga þar um. Ég ætla að laumast til að þurrka af borðljósinu næst þega enginn sér til, þótt mín umsjónarvika sé ekki fyrr en eftir 5 vikur. Ekki gaman að rykið stráist yfir matinn þegar gluggin er opnaður...

Framhald síðar...

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Klaufi, klaufi, klaufi


Vvííííí. Nú er ég ofsakát. Ástæðan? Jú, eftir að hafa setið og setið og setið yfir helv.... forritinu og starað og starað og starað sá ég loksins hvað var að. Ein pínulítil innsláttarvilla, cos(theta)=r/z í stað z/r eins og það átti að vera, augljóslega (r langhliðin). Mér datt auðvitað aldrei að kíkja á það sem var einfalt og augljóst (fyrr en núna rétt áðan). Núna get ég því farið að skila síðasta verkefninu og farið að hafa áhyggjur af prófinu. Gaman gaman!!!

1.apríl var í gær. Ég vil því nota tækifærið og óska frænku minni, Önnu Betu, til hamingju með afmælið í gær. Ég efast þó um að hún lesi þetta, en aldrei að vita.

Í gær fór ég og kíkti á herbergið, sem ég ætla að flytja í á næstunni. Það eru 12 manns á ganginum, en ekki sex eins og ég hélt, sem deila eldhúsinu og pínulitlu setustofunni á ganginum. Þar er sjónvarp, ég vona að ég geti talið fólk á að horfa á réttar stöðvar á mánudags og þriðjudagskvöldum! Annars er herbergið á 6.hæð, en það er auðvitað lyfta. Ég varð svolítið skelkuð þegar ég opnaði gluggann og kíkti niður, það var ansi langt niður, eins gott að vera ekkert að teygja sig of langt út um gluggann...

mánudagur, mars 31, 2003

Já, já, þau geta verið skemmtileg þessi netpróf, sérstaklega þetta!

I am infinity

You may worship me,
but from afar

_

what number are you?

this quiz by orsa

Sumartími og snjór


Aðfararnótt sunnudags var skipt yfir í sumartíma. Nú er klukkan því tveimur tímum á undan í stað eins. Það var aðeins erfiðara að vakna í morgun en vanalega. Síðasti fyrirlesturinn var í morgun. Nú tekur við lestur og vinna á fullu (og auðvitað þarf ég að laga forritið sem virkar ekki enn) og svo fæ ég heimsókn á fimmtudag frá Íslandi... Greyið Kalli, kemur hingað í snjóinn. Já, það snjóaði nefnilega í nótt og áfram í morgun en ég held það verði nú ekkert mikið úr þessu. Páskahretið er líklega bara snemma á ferðinni hérna.

laugardagur, mars 29, 2003

Morgunstund gefur gull í mund


Í morgun var Jón alls ekki í spariskapinu sínu og það var mikð grátið. Ég fór því snemma á fætur. Á hádegi var ég því búin að koma ýmsu í verk: Borða morgunmat, ryksuga, hangsa, fara í sund og synda 1100m, borða rosalega góða pizzu. Þvílíkur dugnaður.

Það er fínasta veður og ég er nú ekki alveg í skapi til að fara strax niðrí skóla. Mér tókst loksins í gær að skrifa forritskóðann sem við áttum að bæta inn í nær tilbúið forrit. Í gær þegar ég fór heim var ég búin að villuhreinsa og nú á ég eftir að tékka á því hvort fallið geri það sem það á að gera (Kirchhoff-mígrera stökkuð gögn) eða búi til tóma vitleysu. Ég er svolítð hrædd um að hið seinna verði uppi á teningnum. Ég er nefnilega ekki alveg besti forritari í heimi!!! :(

föstudagur, mars 28, 2003

Frk viðutan


Það er smá spölur frá strætóstoppistöðinni hingað að skólanum. Ég hef oft gengið í myrkri héðan frá skólanum ef ég hef verið e-ð frameftir að lesa. Ég fer þá út bakdyramegin enda styttra þaðan. Og svo geng ég í kantinum á veginum (hægra megin) sem liggur frá skólanum út á götu, þótt það sé engin umferð, en góð regla samt. En næstum því í hvert einasta skipti hef ég gengið á e-ð sem slútir þarna yfir veginn og alltaf dauðbregður mér. Svo tek ég eftir því að þetta eru bara greinar á birkitré sem stendur við veginn. Mér finnst bara frekar fyndið að ég skuli ganga á þær aftur og aftur.... Ég get verið alveg svakalega utan við mig...

Á mánudaginn fór ég niður á alþjóðaskrifstofuna og spurðist þar fyrir um húsnæði. Ég var nefnilega búin að skrifa þeim oft áður en ég kom og átti að vera komin á biðlista. Það var svo haft samband við mig daginn eftir og það losnar herbergi á gangi (sameiginleg eldunaraðstaða) 1.apríl. Þetta er í stúdentablokkarhverfi úti í Flogsta sem er hérna vestur af skólanum. Það er kannski hálftímagangur þangað, eða minna. Best er þó að hafa hjól því strætó sem fer þaðan stoppar ekkert í nánd við skólann (þ.e. Geocentrum) heldur fer niður í bæ og svo verður maður að taka annan vagn. Ég fékk mér gönguferð þarna út eftir í vikunni og ætlaði að kíkja á herbergið. Það reyndist ekki vera hægt því það býr e-r þar enn...

Það er mjög notalegt að vera hjá Stínu og Pálma en ég get ekki níðst á gestrisni þeirra endalaust. Ég kvíði svolítið fyrir að flytja en þetta á ábyggilega eftir að venjast... Ég hef samt miklar áhyggjur af því að ég geti ekki horft þarna á Sex and the city sem er á mánudagskvöldum og The Bachelor sem er á þriðjudagskvöldum. Ætli það sé sjónvarp þarna?

sunnudagur, mars 23, 2003

Í gær var loksins tími til að slæpast. Ég byrjaði reyndar á því að fara í innkaupaferð út í Gottsundacenter og kaupa 3 poka af mat. Svo kíkti ég niðrí bæ. Þegar ég kom niðrá torg voru þar stríðsmótmæli í gangi. Allt frekar á rólegu nótunum en menn létu í sér heyra. Ég rölti svolítið um og fann sniðuga snaga með sogskálum til að hengja upp inni í snagalausu baðherberginu heima. Engin þörf á að bora. Fékk meira að segja sams konar klósettrúlluhaldara, stórsniðugt. Þegar ég var á leiðinni heim hitti ég Kristínu, Pálma og Jón Loga hjá rennibrautinni og fékk mér nokkrar salíbunur með þeim. Aparólan var líka prófuð. Því næst fór ég inn og byrjaði að elda. Á matseðlinum var ítölsk grænmetis-/pastasúpa, salat og brauð og dásamlgt dúndur í eftirmat, með rjóma. Við smjöttuðum á því yfir mynd kvöldsins, speed2, sem var óttalega vitlaus en ég notaði þó tímann á meðan og byrjaði á sjali sem ég keypti í í gær.

í dag er hálfgerður letidagur líka, enda ekki alveg jafn-tímafrekt heimaverkefni þessa vikuna. Við kíktum samt aðeins hingað niður í skóla í dag. Ég er ekki búin að gera mikið meira en að laga einn rofa í skeljaskriptinni minni og fá út rétta mynd fyrir síðasta verkefni. Ég held að mesta vitið sé í því að fara heim og hlaða batteríin...

fimmtudagur, mars 20, 2003

Ég var aðeins of fljót á mér í gær að lýsa því yfir að vorið væri komið. Í morgun var komið frost og meira að segja snjókoma. En það stytti fljótt upp og sólin fór að skína. En það er ansi kalt


Í morgun skrifuðum við Kristín umsóknir um að taka þátt í sumarskóla í byrjun september á Íslandi. Fresturinn rennur út í dag. Ég vona að við komust að. Það væri líka gott á mig því þá þarf ég að gera póster í fyrsta skipti og kynna það sem ég er að gera. Það er alltaf gott að pína sig svolítið öðru hverju.


Ég gleymdi líka að segja ykkur frá því í gær að nú er ég komin með skrifborð (hálft) og stól og búin að tengja tölvuna mína. Hann Niklas (doktorsnemi hér, er að stúdera grunnvatn með viðnámsaðferðum) bauð mér að sitja inni á sinni skrifstofu, því hér er pláss fyrir tvo. Ég tók því fegins hendi enda gott að eiga athvarf. Þá þarf ég ekki að bera allar bækur fram og til baka á hverjum degi og get unnið hér í ró og næði. Annars er hér líka tölvuver sem ég hefi aðgang að þar sem ég geri öll verkefni og annað sem krefst Unix/Linux stýrikerfis þar sem ég er ekki enn komin með Unix-glugga-forrit á mína tölvu. Kannski fæ ég Pálma til að hjálpa mér með það seinna.
Ég vona að Blogger komi þessu til skila í dag. Færsla gærdagsins komst aldrei sína leið út af e-m breytingum sem þeir hafa gert. Ég vona að vandamálið verði ekki viðvarandi...

miðvikudagur, mars 19, 2003

Vor í lofti


Ég held að vorið sé á leiðinni. A.m.k. er nær allur snjór horfinn, einstaka skítugir skaflar eftir hér og þar eftir snjómokstur, og í síðustu voru allir göngustígar á floti í vatni og drullu. Ég er búin að kaupa mér vorskó, ég gat ómögulega verið áfram í gönguskónum og engir skór voru teknir með utan skvísuskónna og sandalanna minna, sem ég þarf að fara að sauma enn einu sinni saman.


Um helgina slógum við Kristín öllu upp í kæruleysi og nutum þess að vera til á laugardaginn. Það var fallegt veður.Fyrri partinn tók ég reyndar skurk í að ryksuga og skúra en seinni partinn hjóluðum við Kristín í IKEA, um 10km aðra leið. Það var afar hressandi, það er hægt að hjóla á þessum fínu stígum hér nær alla leið, e-ð annað en heima þar sem maður þarf að hjóla úti í kanti víða meðfram stærri vegum, t.d. Reykjanesbrautinni. Ef Reykjanesbrautin væri hér í Uppsölum, væri hjólastígur meðfram henni endilangri... Það er alltaf gaman að koma í IKEA. Ég keypti þar tvö lítil handklæði fyrir mig og matreiðslubók á sænsku. Annars er IKEA hér í Uppsölum svipað og heima, kannski aðeins meira úrval. Um kvöldið kom svo einn héðan af ganginum í mat. Lijam er frá Eritreu (á NA-strönd Eþíópíu) og er doktorsnemi hér. Af því tilefni elduðu Stína og Pálmi Tæ-mat og ég gerði ostaköku með bróm-, hind- og blæjuberjum. Auk þess var boðið upp á íslenskt góðgæti (lakkrís frá Hafnarfirði) og íslenska tónlist.


Annars er ég að ná mér af hálsbólgu og kvefpest, sem verið hefur að hrjá mig síðustu vikuna, og svo þurftum við að klára afar seinlegt heimaverkefni fyrir daginn í dag. Við sátum hér við næstum fram á miðnætti í gærkvöldi við tölvuverkefnið og ég hélt áfram að glíma við Green-falla dæmi til rúmlega 3 í nótt. Ég komst í betra skap seinni partinn í dag, þegar ég gat loksins skilað af mér seinna verkefninu. Ég ætti kannski að fara að hætta í dag fyrst ég var svona iðin í gær? Það er komið að kvöldmat.

miðvikudagur, mars 12, 2003

Leikfimi


I gaer dreif jeg Kristinu med i pallatima i Stallet. Thar tharf madur annad hvort ad panta plass eda fa mida i afgreidslunni thegar madur kemur inn. Ef allt er upppantad er ekki haegt ad komast ad. En vid fengum mida. Thvi midur vorum vid ekki alveg vid dyrnar thegar hleypt var inn og allt plass var upptekid nema allra allra fremst. Uff, thannig atti thad nu ekki alveg ad vera en stelpan sem kenndi kalladi i okkur og sagdi ad thar vaeri nog plass. Og thar vorum vid alveg uppi i speglinum. Thetta var hraedilegur timi. Mjer tokst ad stiga a stelpuna sem var fyrir aftan mig, hun kveinkadi sjer og faerdi pallinn sinn aftar ill a svip. Jeg fer sko i einfaldari tima naest... Svo skellti jeg mjer adeins a rodravjelina og lyfti sma.


I hadeginu adan for jeg med Kristinu og Palma i motuneyti sem er hjer i husi rjett hja. Thar fjekk jeg skritinn mat: reykt svinakjot med hvitri mintusosu (sem mjer syndist nu frekar vera purrulaukssosa) og hvitlauks-tomatssosu, sem jeg myndi nu frekar nota med saltfisk eda pasta. Thett situr eins og steinn i maganum og jeg er ansi hraedd um ad jeg sofni fljott a safninu a eftir.

sunnudagur, mars 09, 2003

Annríki


Vá, thad er buid ad vera mikid ad gera undanfarid og jeg hef varla haft tima til ad skrifa.

A midvikudag keyptum vid okkur leikfimiskort i Stallet, studenta-gymminu hjerna rjett hja. Jeg keypti mjer lika agaetis ithrottasko thar sem jeg tok mina ekki med, enda var plastid i odrum loftpudanum brotid og thorf a nyjum skom. Nu, nu, svo for jeg daginn eftir i nyju skonum, nyja bolnum og nyju buxunum ur H&M og profadi rodravjelina og hlaupabrettid, og lodin lika. Thetta er finn stadur. Haegt ad fara i tima lika. En a midvikudaginn keyptum vid okkur lika mida a tonleika i Stokkholmi sama kvold, The Flaming Lips voru ad spila thar a stad sem heitir München-bryggeriet. Thad var rosa stud a okkur thetta kvold, drukkum nog af sider og bjor en gatum thvi midur ekki verid ut tonleikana thvi vid thurftum ad komast aftur heim til Uppsala. En vid rjett misstum af skottinu a sidustu lestinni sem for fyrir 12. Vid urdum ad bida a brautarstodinni i 40 min eftir rutu. Svolitid svekkjandi. En thetta bjargadist.


Sidan hef jeg verid a kafi i heimaverkefnum sem skila a a morgun. Allur fostudagurinn fram a kvold, laugardagur og sunnudagur og jeg sem aetladi ad gera e-d skemmtilegt i dag. Leyfi mjer thad kannski a morgun eftir timann.

Thad for thvilikur timi hja okkur i morgun (og dag) ad reikna nokkur ofureinfold daemi, Fourier-ummyndanir, en vid vorum oskaplega lengi ad hrokkva i gang og muna nokkurn skapadan hlut sem vid laerdum i greiningu 4. Thvilikt svekkelsi ad vera buin ad gleyma bokstaflega ollu. Mæða, mæða.