miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Rokk


Ég ætla að skella mér á rokktónleika á föstudag á Nasa. Sub Dub Micromachine og Brain Police. Er búin að vera að velta þessu fyrir mér fram og til baka í viku og loksins búin að taka ákvörðun. Og fer bara ein. Langar einhvern/einhverja með mér? Endilega látið mig vita. Það væri skemmtilegra.
Stóð í eldhúsinu fram yfir miðnætti í gær. Mér tekst e-n veginn alltaf að vera óskaplega lengi að öllu (þess vegna elda ég sjaldan). Ég ákvað sum sé að það væri sniðugt að undirbúa kvölmat dagsins í dag í gær og lagaði fullt af hnetubuffum í ísskápinn. Ég pillaði meira að segja skurnina af pistasíuhnetum til að saxa niður í rasp (þ.e. auðvitað hneturnar, skurnin fór í ruslið). Svo þurfti auðvitað að vaska upp allt draslið og að lokum tók ég matreiðslubækurnar inn i rúm til að finna hentuga sósu. Þar sem klukkan var orðin ansi margt (rúmlega eitt) taldi ég það næsta víst að það yrði fjandi erfitt að vakna klukkan sjö svo ég ákvað að setja vekjaraklukkuna inn í stofu. Þá þyrfti ég að fara lengra til að slökkva á henni. Þetta system brást aðeins í morgun. Ég stóð upp, stillti hana á átta og fór svo aftur í rúmið til að rifja aðeins betur upp furðulegan draum sem mig var að dreyma.
Ákvað að ganga í vinnuna, það var svolítið vesen að hjóla í gær. Og svo fannst mér tilvalið að prófa nýju, fínu, hvítu og feykilega hlýju loðhúfuna mína sem ég keypti mér í síðasta mánuði. Hún fer sko með til Svíþjóðar eftir rúmar tvær vikur!!!

föstudagur, nóvember 21, 2003

Sjónvarpsgláp


Ég er komin í prýðilegt hjólastuð. Hef ekki snert við bílnum síðan síðasta sunnudag þegar ég átti erindi í Hafnarfjörðinn. Hef hjólað í vinnu, dans vestur í bæ og hingað og þangað og reyni ekki að finna afsökun til að nota bílinn. Þangað til í dag. Ráðstefna JFÍ eftir hádegi og svo kvöldmatur á A Hanssen í Hafnarfirði og pöbbarölt um Fjörðinn með Bjórfélaginu.

Í gærkvöldi, eftir dansinn, hékk ég hins vegar heima yfir sjónvarpinu frá tíu fram yfir miðnætti. Maraþon-gláp á Bachelor og Beðmál í borginni. Ég varð nú ekkert smá hissa þegar hann lét Kirsten róa, var alveg viss um það fyrir nokkrum þáttum síðan að Kirsten yrði fyrir valinu, fannst hann hafa verið hrifinn af henni lengi. Eeeeen, mín stelpa vann, jibbí fyrir henni! Ég tók upp Beðmálin og horfði á þau eftir baslara-þáttinn. Má ekki missa af neinu sko. Og meðan ég hreinsaði tennurnar fyrir svefninn gat ég horft á byrjunina á gamla þættinum. Almáttugur. Þetta er nú svolitið "sick". Hmmm, en skiptir það sosum nokkru þótt maður láti svona einu sinni í viku? Nei, a.m.k. ekki meðan ég ræð ein yfir sjónvarpinu...

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Viðbjóður!!!


Ég ákvað í morgun að kíkja á pósthólfið mitt í HÍ. Man aðeins eftir því endrum og sinnum og missi þ.a.l. af ýmsu skemmtilegu eins og samkomum Stiguls og hinum og þessum fyrirlestrum. Og .forward skráin skilaði ekki tilætluðum árangri. Kannski bara eins gott því nú biðu mín tæplega 70 skeyti og flest með e-u viðbjóðslegu rusli, nokkur dæmi:


More Sperm pills. Come more and harder!
Fill her mouth with curn with these pills!
Don't be shy ever again! E.NLARGE YOUR P.ENIS
Finally a Safe natural way to E.nlarge your man.hood!
Re: sorry we can't go out again, size does matter to me!
Sa.tisfy your lover today!!
Free Pics Of Teen Lesbians


Hvernig kemst allt þetta djöf...... rusl inn fyrir á póstþjónunum. Er engin síun í gangi? Þarf ég kanski að redda því sjálf? Annað. Netfangið er nýtt. Hef hvergi gefið það upp. Liggja asnarnir yfir símaskrám á netinu? Hefði þá betur haft vit á því að láta fjarlægja netfang mitt þaðan.


Annars er ekki mikið að frétta af mér. Bíð eftir snjónum í fjöllum svo ég geti farið að þramma um á gönguskíðunum. Hvenær ætli það verði?

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Pönk


Dró fram gaddabeltið frá Stokkhólmi í morgun, er að íhuga að lita hárið á mér bleikt og fá mér annað tattú og hring í nefið. Ætli ég sé undir e-m áhrif frá skrifstofufélaga mínum?
(Tek fram að aðeins tvennt af ofantöldu er satt).

Brjálæði?


Í gærkvöldi druslaðist ég í SAUMA-klúbb til frænku minnar í Hafnarfirði. Ég ætlaði ekki að nenna af stað og auk þess gekk mér ill að finna pokann með rétta efninu. (Það borgar sig greinilega ekki að taka til, hjá mér er alltaf reiða í óreiðunni). Ég er að reyna að klára bútateppi sem ég byrjaði á fyrir næstum tveimur árum, eftir fyrsta námskeiðið mitt. Ég tek það fram að ég er búin að klára hitt og þetta í millitíðinni. Flöskuhálsinn á saumaskapnum var annars sá að ég þurfti að handsauma niður fjöldann allan af smáberjum og laufblöðum og á tímabili fékk ég mig fullsadda og lagði stykkinu. Þessu er nú loks lokið og nú þarf ég bara að sauma saman framhlið, filt og bakstykki og ganga frá. En í gær fór ég að telja smábútana sem ég er búin að sauma saman eða ofan á:


Miðstykki: 660


innri og ytir kantur: 8 stykki


smástykki saumuð ofan á ytri kant (minnst um 1 cm2): 170


Filt og bakstykki: 5 (ég saumaði saman filtafganga sem ég átti til að spara...)


Kantur til að loka: 5


Sumsé, í allt tæplega 850 bútar. Jaðrar þetta ekki við brjálæði?Og í aðra sálma: Langar e-n með mér á útgáfutónleika Dr. Gunna á Grandrokk í kvöld? 200.000 naglbítar spila líka. (Gerða, geturðu ekki skutlast ti RVK í kvöld?)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Sprungin blaðra


Mér líður eins og blöðru sem stungið hefur verið á (já eða þannig), allt loft úr mér. Stress síðustu viku yfirstaðið og barasta spennufall. Vann hér til að verða 11 í gærkvöld við að klára vaktstörf. Mér verður ekkert úr verki í dag. Nema helst að geyspa. ;-0


Af eingverri einskærri heppni þagnaði viðvörunarkerfið seinni part laugardags og ég fékk ekki eina einustu upphringingu eða símapíp aaaaalla nóttina. Ja, bara ekki fyrr en 11 á sunnudagsmorgni. Ég hefði nú getað notað þessa nótt til að vinna upp svefn. En það fór nú ekki alveg svo því ég var búin að skipuleggja innflutningspartý. Sem endaði með stuði og dansi á 22 til hálf-sex! Þið getið ímyndað ykkur hvað sumir voru hressir næsta dag.


Ég er búin að fá nýjan skrifstofufélaga til nokkurra daga. Hann Martin frá Hamborg. Hann er með tvígatað nef og hring í vör, grænan hanakamb og alles. Annars bara rólegasti stúdent að sækja gögn fyrir Master-verkefnið sitt. Lífgar upp á mannlífsflóruna hér.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þriggja stjörnu vika


Þriggja stjörnu vika. Nýjasta stjarnan á kortinu kom rétt fyrir níu í morgun. Skjálfti upp á þrjá um 26km NNA af Sigló. Hrinan enn í gangi. Og við Öskju lika. Hlustaði einhver ykkar á hádegisfréttirnar á RUV? Held að flesta fréttastofur séu búnar að hringja. Sjónvarpsmenn á Stöð 2 komu í hádeginu og vildu viðtal. Sigurlaug litla að deyja úr stressi. Held það versta sé gengið yfir núna. Þótt það hætti ekki að skjálfa.

Allt á fullu


úff, púff. Sit hér sveitt við pikkið. Tvær skjálftahrinur í gangi, önnur 26 km NNA af Siglufirði og hin, sem hófst á mánudag, er milli Öskju og Herðubreiðartagla. Skjálftarnir þar virðast raða sér á snyrtilega sprungu og virðast fara stækkandi. Væri bara ekkert hissa ef við færum að sjá gosóróa... Hmmm. Spennandi að sjá hvað gerist. Vona það verði bara ekki um helgina. Þá ætlaði ég að dansa tryllt með saumó. Það væri ekki gaman ef síminn færi að pípa á mig þá, eins og síðustu þrjár nætur.

Síðasta föstudag var dansað til fjögur á októberfest Ví.. brjálað stuð... úps nú á að fara að færa til diska, verða að hætta...