miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Ég fór á æææææðislega tónleika á sunnudagskvöld. Sigur Rós og Amina spiluðu í Laugardagshöllinni. Þau voru nýkomin úr tónleikaferð í Evrópu og greinilega í fínu formi. Sigur Rós heillaði mig upp úr skónum og Amina kom frábærlega á óvart! Ég var einmitt að hugsa í gær að mig langaði eiginlega að sjá tónleikana aftur, og ég er ekkert hissa á að gagnrýnir Moggans hafi gefið tónleikunum 5 stjörnur. Húrra fyrir þeim. Eftir tónleikana fór ég með B og co baksviðs, og svo seint og um síðir í eftirpartý á Kaffibarnum. Þar var allt troðið, ég var ekki í miklu stuði, orðin syfjuð og átti auk þess eftir að baka bollur úr deiginu sem hafði verið að lyfta sér síðan fyrr um kvöldið. Ég fór því fljótt heim. En það var soldið þreytt Sigurlaug sem mætti í vinnuna, heldur seint, á mánudagsmorgni.

Fyrirlesturinn er nú tilbúin. Ég er reyndar alltaf að breyta e-u. Hef gefið mér allt of mikinn tíma í þetta. Æfi mig svo í kvöld og held æfingarfyrirlestur á morgun. Úfff, ég er svooooo stressuð:-( Þrír dagar í brottför.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Ég fór út að dansa í gær. Rölti fyrst yfir á hverfispöbbinn minn, Kaffi Stíg, þar sem B sat með skólafélaga sínum úr landafræðinni. Við Gengum svo niður Laugarveginn þar sem skólafélaginn ákvað að fara heim en ég dró Böðvar á Grand Rokk þar sem við svelgdum í okkur einum stórum Murphy's hvort. Síðan var stefnan tekin á 22 þar sem við hristum skankana fram á rauða nótt. Við komum snemma svo við áttum dansgólfið í dágóðan tíma. Eða svona næstum því, það voru nokkrir aðrir að dansa líka. Það er dásamlega gaman að fylgjst með B dansa, hann er fótafimur með afbrigðum, strákurinn;-)

Ég tók myndir áðan af peysunum tveimur sem ég minntist á í gær. Önnur ermin á brúnu peysunni er nokkuð víðförul, miðað við svona nýja flík, því hún var með í farteskinu í Hornstrandahlaupinu í sumar. Tók svona í nokkrar lykkjur í bátnum á leið inn í Hornvík og á áfangastað í Aðalvík. Ég er ekki alveg nógu ánægð með hana, litavalið er afleitt og ég hefði getað haft svolítið meira fyrir því að finna fallegra mynstur. Ojæja, hún smellpassar þó...







fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Vegir liggja til allra átta: San Fran og Uppsala



Jæja, ég fæ væntanlega farseðilinn til San Fran á næstu dögum. Ég ætla mér að flytja erindi um sprungukortlagninguna á AGU-ráðstefnunni. Hef verið svo heppin að fá þá styrki sem ég sótti um svo ferðin verður að veruleika. Ég er svolítið spennt. Hlakka reyndar lítið til núna, kvíðinn fyrir erindinu er öllu yfirsterkari. Erindið er ekki tilbúið, en ég held ég eigi nóg af efni og myndum til að púsla saman, svo vandamálið verður aðallega að nálgast það á réttan hátt og hafa það ekki nógu langt því menn eru víst voðalega strangir á tíma þarna úti í Ameríku.

Síðari utanförin verður væntanlega á næsta ári í apríl-maí. Þá verður haldið námskeið úti í Uppsölum sem mig langar að taka svo ég geti vonandi útskrifast e-n tíma. Ég þyrfti kannski að fara að blikka e-a góða vini þarna úti og athuga hvort ég geti legið e-s staðar á gólfinu! Ég efast um að ég komist inn á stúdentagarð svona seint á önninni. Sjáum til...

Ég komst aftur í prjónaham í haust og get nú vart stoppað. Ég lauk loks við renndu lopapeysuna sem ég byrjaði á í sumar. Er líka búin að prjóna eitt par af barnasokkum og gefa gamalli vinkonu, sem eignaðist barn í haust. Hitt sokkaparið er langt á veg komið. Svo er ég búið að prjóna peysu í jólagjöf á lilta vinkonu mína. Systir hennar fær eins peysu, í öðrum lit þó, og ég er að sjálfsögðu byrjuð á henni líka. Það er spurning hvort ég eigi ekki bara að fara að monta mig soldið (eins og fleiri bloggarar) og henda inn myndum:-?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Vélin durrar, borinn urrar


Argghhh. Úti undir glugganum mínum stendur durrandi rafstöð. Það er verið að brjóta niður veggi hérna undir mér niðri í kjallara. Hávaði og læti. Og það sorglega við þetta allt saman er að herbergið þarna niðri sem um ræðir hefur einmitt verið aðsetur bjórvina í þau tíu ár sem félagið hefur starfað. MOBS er sum sé á vergangi.

Hendurnar eru í hálfgerðu dái. Reyndi klifur í fyrsta sinn í gærkvöld. Stóð mig einstaklega illa miðað við alla hina í gönguhópnum; samt er ég með harðsperrur frá fingurgómum upp að olnbogum og það er hálfþreytandi að pikka á tölvuna:-) Mig langar samt að fara og reyna aftur og er sum sé ekki alveg á því að gefast upp strax...

Ég dreif mig á árshátíð jöklarannsóknarfélagsins síðasta laugardagskvöld. Þar var miki stuð á liðinu, og ég held ég hafi dansað til hálf-þrjú. Jafnvel þótt e-ð virðist hafa farið illa í magann á mér og gert mig hálfskrítna. Hmmm. Það skyldi þó ekki hafa verið hvítvínsdreitillinn sem ég drakk á undan matnum. Það fer kannski ekki vel í tóman maga?