mánudagur, maí 31, 2004

Oheppni


Jamm, hjer er konu piskad ut. Fjekk fyrst ad sofa ut i morgun. A laugardag var raest taeplega sjo til ad na lest til london fyrir atta. Thrommudum um borgina og tokum tube thess a milli. Kiktum i kvoldmat i China town, hofdum sjed thar japanskan stad og langadi badar til ad profa. Ummm, matsedillinn var radgata, ad visu thytt a ensku en samt allt svo framandi. Mjer fanst Jumbo shrimps and vegetables (tempura) hljoma vel og skellti mjer a thad. Mater fjekk bara tempura. Uuuu, fengum vaegt afall thega thjonninn kom med herlegheitin: ALLT djupsteikt!!! Oooo. Hefdi kannski ekki verid svo slaemt ef ongvan hefdum vid fengid fiskinn deginum adur. Hihi, en barasta hlaegilegt samt. Nuna komin med tvofalt oged a djupsteiktu brasi...
I lestinni a leidinni heim vard svolitid uppistand. Skiljum nuna af hverju lestirnar eru oft of seinar i Bretlandi. Nokkrir ungir menn komu upp i a leidinni til Canterbury. Sumir theirra ad sumbla. En engin laeti. Thar til mr.Ticketmaster kom. Einn gauranna var ekkert a thvi ad kaupa mida, eda atti held jeg ekki fyrir honum. Neitadi ad yfirgefa lestina og kvenlestarvordurinn kom til hjalpar. Eitthvad modgadi gaurinn hana thvi tharna upphofst mikid rifrildi: You don't swear at me, yong man... Do you hate women, yes, I bet you do... Do you want to slap me? Is that what you want? Do it, do it, slap me!!! Jeg gat ekki varist brosi. Eftir korters thras og afsakanir til annarra farthega komu e-r og toku greyid med sjer. Jaja, og vid komumst loks heim eftir 14 tima Lundunaferd.
Jeg var vakin snemma daginn eftir i gongu med Ramblers. Vid gengum fra Faversham, sem er naesta Lestarstopp vid Canterbury. Gengum i ruma fimm tima i ljomandi vedri. Er nu fagurraud a bringu, oxlum og baki, thar sem gleymdist ad bera a... Netlublodrur og thistlarispur. En gaman samt. Um kvoldid komu thrjar hressar vinkonur mommu i mat og svo var dansad langt fram a kvold. Thaer stollur voru aestar ad laera Britney-spot og mjadmasveiflur fyrir dansgolfid. Jeg gerdi mitt besta:-)
Aaaa, fjekk svo loks ad sofa ut i morgun. Til niu. Luxus. Letidagur i dag. Rolt um Canterbury, kikjum kannski a gamalt tehus. Ekki Fish'n chips!!!

föstudagur, maí 28, 2004

Fish'n chips


Ferdin gekk snurdulaust i gaer. Jeg var lika svo heppin ad lenda vid hlidina a gomlum danskennurum minum, sem voru a leid a danssyninguna i Blackpool. Tok lestina til Canterbury og var komin hingad um half-thrju-leytid. Gekk heim af lestarstodinni med mater eftir gomlum romverskum borgarvegg frm 3.old og fram hja enn eldri grafhaug. Kikti a pobbinn i gaerkvoldi med kennurum og skolafjelogum mater. Vard fyrir vonbrigdum thegar jeg fekk hvorki Murphy's ne Kilkenny. Tha var ekki um annad ad raeda en ad fa sjer half pint Guinnes, vard barasta hifud, enda buin ad borda e-d litid...

Vid maedgurnar vorum a roltinu i baenum i dag. Akvadum ad fa okkur mjog breskan hadegisbita: Fish'n chips. Ufffff segi jeg nu bara. Once in a lifetime. Allt lodrandi i vibbafitu og okkur vard barasta bumbult og gatum hvorug klarad...
Agaetisvedur...

föstudagur, maí 21, 2004

mater


Og afmælisbarn dagsins er engin önnur en mater. Innilega til hamingju með daginn!!!

Nú fer að styttast í utanför. Ég flýg út til Englands eftir tæpa viku. Ætti að fara að pakka um helgina, það tekur oft lengri tíma ef lítið á að fara með. Við ætlum
að vera á faraldsfæti, verðum fyrstu dagana í Kantaraborg, förum e.t.v. í dagsferðir til Dover, Stonehenge, Lundúna. Svo er ætlunin að taka lest/bússa norður eftir
upp í Lake District og jafnvel enda í Glasgow og kíkja þar á pöbbinn með McMagga. Sniðugast væri svo að taka
flug þaðan suður á Stansted daginn áður en við förum heim. Úúú, ég er farin að hlakka til að komast út í almennilegt sumar og hita.

Og ekki nóg með það, Pixies tónleikar deginum áður (fimm dagar!!!). Það er nóg að gera...

fimmtudagur, maí 20, 2004

List


Afmælisbarn dagsins er faþar...

Einhverra hluta vegna hefur listahátíðin alltaf farið fram hjá mér. Nema fyrir tveimur-þremur árum þegar Buena Vista Social Club-félagar komu hingað og spiluðu í höllinni. Nú skal verða breyting á. Ég tryggði mér miða á tvo viðburði.
Í gær fór ég að sjá japanskt dans-leikhús, habiki. Jú, sýningin var áhugaverð, en svolítið hæg fyrir minn smekk. Það var líka mikil þögn, stundum heyrðist ekki neitt annað en drip drip í dropum sem féllu niður í vatnsskál. Í einu slíku atriði byrjuðu garnirnar í mér að gaula. Og ég var nýbúin að lýsa því yfir að þær væru bara hættar að gaula þótt ég væri svöng. Úff, vandræðalegt.
Ég ætla svo að sjá djass á morgun eða laugardag.

Í dag er frídagur. Ég er búin að afreka þrennt af ýmsu sem ég hefi verið að fresta undanfarið og get sagt með stolti að Mói er orðinn hreinn!!! Já. Ég skammaðist mín nefnilega svo í gær þegar þrír ungir menn fengu far með mér að bjóða þeim inn í svo skítugan bíl!
Já, við fórum fjögur í gær héðan af Veðurstofunni að hlusta á meistarafyrirlestur Siggu Sifjar. Hún stóð sig með prýði og þótt ég hafi óskað til hamingju í gær geri ég það bara aftur: Til hamingju með áfangann, Sigga Sif:-)

Ég þrengdi líka toppinn sem ég saumaði síðustu helgi og bjó til rós til að festa í barminn við fínni tækifæri. Nú get ég djassað í rauðum bol og rauðum skóm. Vííí (gott að geta glaðst yfir litlum hlutum:-)

þriðjudagur, maí 18, 2004

14-21 maí


Stjörnuspá vikunnar (nautið):
Þú átt auðvelt með öll náin tilfinningatengsl þessa dagana. Ef þú hefur haft einhvern í sigtinu skaltu grípa gæsina meðan hún gefst.

Hmmm. Lýgur stjörnuspáin nokkurn tíma? Er ekki um að gera að setja sig í veiðigírinnn og láta vaða?
Uuuu. Finna kannski skotmark fyrst :-)

mánudagur, maí 17, 2004

Músagangur


Afmælisbarn dagsins er Pálmi hennar Stínu. Til hamingju með daginn, Pálmi!

Fyrirlesturinn á föstudaginn gekk bara framar vonum. Annars var ég búin að vera svo rosalega stressuð. Gat varla borðað morgunmat, kexkakan sem ég át stóð hálfpartinní hálsinum á mér og ég var með stöðugan hnút í maganum. Svo var bara eins og kvíðinn rynni af um leið og ég stóð upp og allt fór eins vel og það gat farið. Held ég.
Á Laugardagsmorgni tók ég til, þurrkaði af, ryksugaði, þvoði þvott, ja, gerði bara ýmislegt sem setið hafði á hakanum um tíma. Hmmmm, nema að þrífa bílinn. Aumingja Mói, orðin svo hræðilega skítugur. Tek hann í gegn næsta sólskinsdag!

Var boðið í Júróvísjón-partý með vinnufélaga og vinum hennar. Mjög hress hópur. Fjörugar umræður þegar líða tók á kvöldið, m.a. um hösl í gufunni í Vesturbæjarlauginni og punglýtaaðgerðir!!!
Sunnudagurinn fór í að drasla aftur út heima. Stofan gerð að saumastofu og í þetta skiptið saumaði ég topp úr rauðu velúri úr sniði sem ég keypti fyrir ári í Uppsölum. Toppurinn varð auðvitað of víður, þarf að rekja upp og þrengja aðeins, svo hann verði nú jafn sexý og hann átti að verða...

Ég fór líka og sló garðinn hjá ömmu, lenti þar í hellidembu. Amma hafði fengið gesti sem hún var ekki par ánægð með: Tvær hagamýs. Bökkum með klístri var komið fyrir hér og þar og önnur veiddist við ísskápinn. Æ, hún var pínulítil. Ég vildi sleppa henni, amma á öðru máli, vorkenndi greyinu ekkert og vildi bara láta hana deyja drottni sínum. Það er sosum skiljanlegt. Það er ekki gaman að hafa músagang í eldhúsinu!

Lokapunktur helgarinnar var lóner-bíóferð á Kill Bill 2. Myndin góð og þrátt fyrir allt ógeðið svaf ég eins og steinn til sex í morgun og dreymdi engan viðbjóð.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Fyrirlestur-Upplestur


Miðað við fyrri frammistöðu mína í fyrirlestrahaldi held ég lesi upp á morgun. Er enn að. Búin að útbúa allar myndir, skrifa texta. Þarf nú að stytta um tvær-þrjár mínútur. Klipa af hér og þar. Lesa yfir og lesa yfir og fara svo heim og horfa á sexandthecity og ná aðeins niður stressinu.Ohhh. hvað ég verð fegin um kaffileytið á morgun.

Hei, ætlar e-r að bjóða mér í júróvísjónpartý á laugardag? Mér finnst sorglegt að að þurfa að horfa ein á keppnina. Mesta fjörið við þetta kvöld er yfirleitt félagsskapurinn...

Jæja, ætla að fá mér bláberjaskyr og fara svo að skera niður texta.

Heyrumst síðar.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Arnfríður, bekkjasystir mín í MR, á afmæli í dag. Til hamingju með daginn, Arnfríður!!!

mánudagur, maí 10, 2004

Helgin


Fleiri afmæli: Guðmundur, bróðir pabba, átti afmæli í gær. Ég sendi bara hamingjuóskir út í loftið, þar sem hann les þetta ekki. Og Besti bróðir á afmæli í DAG. Til lykke, Besti!!!

Ég dreif mig á línuskauta eftir vinnu á föstudag. Var tæpan klukkutíma að dóla mér á stígnum. Kíkti svo á bjórfund og eftir einn Murphy's var ég farin að kætast aðeins.
Singles-liðið, sem eftir var, gekk svo niður á Vitabar í hamborgara og meðonum og annan rauðan kláraði ég svo á leiðinni. Tók handahlauð á Klambratúninu og flissaði
það sem eftir lifði kvölds. Jájá, það var bara gaman. Var komin eldsnemma á fætur til að sauma daginn eftir. Buxurnar eru nú nær tilbúnar, á bara eftir að falda.
Fór á bekkjamót um kvöldið. Já. Það var, ágætt, áhugavert. "Og hver ert þú? Heitirðu ekki Laufey?" Neiiii, en eg fór með veggjum.... "Og hvað gerir þú? Ertu gift?" Blabla, nei, segi ekki veðurfréttirnar, nei, ein og hjá mömmu...
Ætti að reyna að bæta stöðu mína fyrir næsta mót. Æi, er annars alveg saman þótt ég hitti hópinn allan ekki fyrr en eftir nokkur ár. Eða bara mörg ár. Það er skemmtilegast þannig. Jamm.
Ég smakkaði ekki dropa af öðru en vatni en var samt með dúndrandi hausverk allan gærdaginn. Eftir að hafa legið hálfsofandi úti á svölum drattaðist ég loks út. Breiddi úr teppi á Klambratúninu og lá í sólinni í
smá stund. Dagurinn endaði þó vel því ég kíkti í heimsókn til Berglindar og fékk þennan
líka fína mat sem Evvi hafði eldað. Ummm. Maðurinn er snillingur í grænmetisréttum. Rúllaði út eftir að hafa fengið súkkulaði köku í eftirrétt og horft á þrjá þætti af Beðmálunum.
Ég held ég þori ekki að bjóða þeim heim í mat í bráð. Síðast slettist úr sósan úr hristiglasinu út um allt eldhús!!!

fimmtudagur, maí 06, 2004

I'm the operator with my pocket calculator


Já, ég skemmti mér stórvel á Kraftwerk-tónleikunum í gærkvöldi. Stemmningin var fín, enginn að troðast, ekkert upphitunaratriði, kapparnir byrjuðu bara að spila á slaginu níu og, mér til mikillar ánægju, byrjuðu þeir á titillagi plötunnar Mensch-Maschine. Eitt olli mér þó vonbrigðum: að fá ekki uppáhaldslög eins og Das Model á þýsku, heldur ensku. Lagið er miklu svalara á þýsku, ég gat heldur ekki sungið með... Æ, en þetta er bara smáatriði. Þeir eru með flotta sýningu, mikið fyrir augað.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Eins, zwei, drei und der Knabe war wieder fort...


Kraftwerk heute abend. Ja, Ja, Ich fraue mich sehr darauf. Enn eru til miðar ef e-rjir vinir vilja slást í för með okkur Pálínu.
Ég náði mér líka í miða á bekkjamót sem verður á laugardaginn næsta. Úff, það verður skrítið að sjá liðið eftir öll þessi (12) ár. Suma hef ég rekist á af og til. Aðra alls ekki. Ætli ég muni nöfnin á öllu þessu fólki? Efast um það. Ætti að taka upp árgangsmyndina og nafnalistann og undirbúa mig svo ég móðgi nú ekki neinn. Málið er bara að ég hef ekki hugmynd um hvar myndin er niðurkomin. Fann hana a.m.k. ekki í vanalegu skúffunni. Það er orðið svolítið þreytandi að búa svona í kössum.

Annars er sama gluggaveðrið í dag.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Tuð um veðrið


Tæplega tveggja stiga hiti. En sólin skín og ég þrjóskast enn við og fer í sumarjakkann á morgnana; set samt á mig húfuna. Mér varð nú samt alveg nóg um þegar ég sá snjófjúk í lofti áðan.
Leiðrétting: 0,8 gráður. Nei, hættu nú alveg!!! ;-(

mánudagur, maí 03, 2004

-halló, er búin að skrifa færsluna tvisvar og alltaf tapast hún. Argghhh
prump blogger.
Reyni í þriðja sinn á eftir...

Afmælismánuður


Já, upp er runninn afmælismánuður fjölskyldunnar. Í dag hefði Hjalti langafi átt afmæli. Minn dagur (og Beckhams!) var í hins vegar í gær. Ég þakka fyrir góðar kveðjur, tölvuskeyti og SMS héðan og þaðan: Reykjavík, Ulvik-Noregi, Berlín, Canterbury, Glasgow, Árósum-Danmörku. Já, vinirnir og ættingjarnir úti um allar trissur.
Ég bakaði tvær kökur á laugardagsköld. Önnur var voða létt (úr að megninu til úr léttjógúrt, kókosmjöli, möndlum og ferskum jarðarberjum), hin aðeins þéttari. Stelpurnar komu í hádegiskaffi og færðu mér hitabrúsa svo ekki þurfi ég neitt að vola af kulda þótt ég sé ein og karlmannslaus á gönguferðum mínum hér eftir, hehe. BroþarogSara og mamma gáfu mér frábæra tónlist: Radiohead-Hail to the Thief, Echo and the Bunnymen-best of, og Talking Heads. Fékk líka tvo höganesdiska, þríhyrnda, í safnið. Nú, var svo boðið í kvöldmat með annarri afmælisprinsessu og fór að lokum í bíó með bror.
Veislan hélt svo áfram í morgun því ég kom við á pósthúsinu og sótti tvö böggla á leiðinni í vinnuna. Fékk þessa líka æðislegu húfu og prinsessukisukort frá Árósum. Ú, varð eitt bros þegar ég tók upp upp pakkann, rauk beinustu leið inn á klósett og mátaði fyrir framan spegil. Bíð nú eftir leiðindakuldakasti svo ég geti spókað mig um með hana. Kærar þakkir. Hinn böggullin var frá Berlín. Sitthvað frá pabba. Býflugnavaxkerti og flauta um hálsinn. Hmm. Flautan kemur sér vel því bílflautan er enn í ólagi. Nú get ég bara skrúfað niður rúnuna og blásið hressilega í flautu á gamla mátann. Ætli mönnum bregði ekki?