mánudagur, maí 10, 2004

Helgin


Fleiri afmæli: Guðmundur, bróðir pabba, átti afmæli í gær. Ég sendi bara hamingjuóskir út í loftið, þar sem hann les þetta ekki. Og Besti bróðir á afmæli í DAG. Til lykke, Besti!!!

Ég dreif mig á línuskauta eftir vinnu á föstudag. Var tæpan klukkutíma að dóla mér á stígnum. Kíkti svo á bjórfund og eftir einn Murphy's var ég farin að kætast aðeins.
Singles-liðið, sem eftir var, gekk svo niður á Vitabar í hamborgara og meðonum og annan rauðan kláraði ég svo á leiðinni. Tók handahlauð á Klambratúninu og flissaði
það sem eftir lifði kvölds. Jájá, það var bara gaman. Var komin eldsnemma á fætur til að sauma daginn eftir. Buxurnar eru nú nær tilbúnar, á bara eftir að falda.
Fór á bekkjamót um kvöldið. Já. Það var, ágætt, áhugavert. "Og hver ert þú? Heitirðu ekki Laufey?" Neiiii, en eg fór með veggjum.... "Og hvað gerir þú? Ertu gift?" Blabla, nei, segi ekki veðurfréttirnar, nei, ein og hjá mömmu...
Ætti að reyna að bæta stöðu mína fyrir næsta mót. Æi, er annars alveg saman þótt ég hitti hópinn allan ekki fyrr en eftir nokkur ár. Eða bara mörg ár. Það er skemmtilegast þannig. Jamm.
Ég smakkaði ekki dropa af öðru en vatni en var samt með dúndrandi hausverk allan gærdaginn. Eftir að hafa legið hálfsofandi úti á svölum drattaðist ég loks út. Breiddi úr teppi á Klambratúninu og lá í sólinni í
smá stund. Dagurinn endaði þó vel því ég kíkti í heimsókn til Berglindar og fékk þennan
líka fína mat sem Evvi hafði eldað. Ummm. Maðurinn er snillingur í grænmetisréttum. Rúllaði út eftir að hafa fengið súkkulaði köku í eftirrétt og horft á þrjá þætti af Beðmálunum.
Ég held ég þori ekki að bjóða þeim heim í mat í bráð. Síðast slettist úr sósan úr hristiglasinu út um allt eldhús!!!

Engin ummæli: