fimmtudagur, maí 20, 2004

List


Afmælisbarn dagsins er faþar...

Einhverra hluta vegna hefur listahátíðin alltaf farið fram hjá mér. Nema fyrir tveimur-þremur árum þegar Buena Vista Social Club-félagar komu hingað og spiluðu í höllinni. Nú skal verða breyting á. Ég tryggði mér miða á tvo viðburði.
Í gær fór ég að sjá japanskt dans-leikhús, habiki. Jú, sýningin var áhugaverð, en svolítið hæg fyrir minn smekk. Það var líka mikil þögn, stundum heyrðist ekki neitt annað en drip drip í dropum sem féllu niður í vatnsskál. Í einu slíku atriði byrjuðu garnirnar í mér að gaula. Og ég var nýbúin að lýsa því yfir að þær væru bara hættar að gaula þótt ég væri svöng. Úff, vandræðalegt.
Ég ætla svo að sjá djass á morgun eða laugardag.

Í dag er frídagur. Ég er búin að afreka þrennt af ýmsu sem ég hefi verið að fresta undanfarið og get sagt með stolti að Mói er orðinn hreinn!!! Já. Ég skammaðist mín nefnilega svo í gær þegar þrír ungir menn fengu far með mér að bjóða þeim inn í svo skítugan bíl!
Já, við fórum fjögur í gær héðan af Veðurstofunni að hlusta á meistarafyrirlestur Siggu Sifjar. Hún stóð sig með prýði og þótt ég hafi óskað til hamingju í gær geri ég það bara aftur: Til hamingju með áfangann, Sigga Sif:-)

Ég þrengdi líka toppinn sem ég saumaði síðustu helgi og bjó til rós til að festa í barminn við fínni tækifæri. Nú get ég djassað í rauðum bol og rauðum skóm. Vííí (gott að geta glaðst yfir litlum hlutum:-)

Engin ummæli: