fimmtudagur, janúar 05, 2012

Hjalti í morgun: ,,Mamma, mig langar ekki að fara í leikskólann. Ég vil vera lengur heima í fríi. Ég vil vera lengur í jólafríi, áramótafríi, sumarfríi...''

Greyið, litli karlinn minn. Þegar þetta gekk ekki var enn reynt: ,,Það er búið að banna mér að koma aftur í leikskólann'' Nú? ,,Já, ég var svo óþægur í gær og ég meiddi marga krakka, ég má ekki koma þangað aftur!''
Mamman trúði þessu tæpast. Það er allt reynt. Greinilega erfitt að byrja eftir fríið aftur og mega ekki dandalast á náttfötunum langt fram eftir morgni.