miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Úff. Dagurinn í dag er aðeins bjartari en í gær. Það var eins og ég hefði allar byrðar heims á herðum mér. Fór að hugsa og hugsaði víst aðeins of mikið. Smá fjármálaáhyggjur urðu að ofsapaniki og ég veit ekki hvað. Það er víst dýrt að reka eigin heimili og bíl, ein. Ég er ekki á neinum rokna-launum og verð víst að draga saman seglin. Engin óþarfa fata- eða skókaup. Enginn sófi. Enginn óþarfi. Ég keypti mér þó þvottavél fyrir vaxtabæturnar sem ég fékk um daginn. Er orðin þreytt á að þeytast með þvottinn til mömmu í Hafnarfjörð. Það tekur sinn tíma að setja í vél, bíða, setja í þurrkarann, bíða, brjóta allt rakt saman og hengja svo upp heima, minnst fjögurra tíma ,,prósess'' og e-n veginn varð það alltaf þannig að mamma bauðst til að taka þvott fyrir mig þegar við hittumst og hún þvoði. Mér var farið að finnast það óþægilegt. Finnst ég óþarflega gömul fyrir svoleiðis lagað. Þótt ég taki stundum að mér saumaskap fyrir mater í staðinn Svo, næst þegar ég sé ómótstæðilega skó eða alveg möst bol, sem ég á eftir að gráta yfir að fá ekki... rölti ég mér niður í þvottahús og reyni að hugga mig við að klappa nýju, fínu Electrolúx þvottavélinni MINNI. Ohhh.

Ég fór í tvær göngur nýlega. Ég skipulagði tveggja daga helgargöngu að Langavatni og Hítarvatni í júlí. Við B fórum tvö á bíl bróður hans seint á föstudagskvöldi. Ferðin byrjaði ekki betur en svo að pústið hrundi í heilu lagi undan bílnum í einni brekkunni upp að Langavatni. Þá var ekki um annað að ræða en að bakka bílnum niður brekkuna, ég rölti á undan með pústið, og svo var tjaldað. Leiðin lengdist því um a.m.k.um 5 km þann daginn. Næstu tvo daga var svo gengið í steikjandi hita fram að miðnætti. Gengum okkur upp að hnjám, líkleg um 45 km leið, og komumst að raun um að við vorum í alveg jafn góðu formi og við héldum...

Hornstrandaferðin... bíður betri tíma