mánudagur, desember 18, 2006

Jólastress hvað?

1. Við mamma bökuðum vanilluhringi í síðustu viku. Aðeins ein tegund eftir (þ.e. sem ég var sérstaklega búin að kaupa í).

2. Lauk við jólagjafainnkaupin í gær. Samt ekki búin að pakka inn.

3. Skúraði í gær. Jahhh, svona inn á milli draslins.

4. Lifi stúdentalífi í 1 og 1/2 dag og geri e-ð í púff-ritgerðinni. Sum sé í gærkvöld (og fram á nótt) og í dag. Tók þessu meira að segja svo alvarlega að ég borðaði rosa-slísí hamborgara áðan af ónefndu sjoppugrilli með Böðvari og co. Tók þetta með enn meiri stæl og sullaði tvisvar niður á mig frönskum með tómatsósu. Sest nú við á nýjan leik og pikka inn e-t bull í kafla 2.

Er þetta ekki allt að koma?
Hef svo gaman af svona skipulagi og listum. Gerir kaótískt líf ögn bærilegra...

miðvikudagur, desember 13, 2006

Senn rýf ég 10 kílóa múrinn. Sté á baðvogina í gær. Og ég á meira en tvo mánuði eftir!!! Og enn á eftir að bætast við. Þetta er erfitt upp á að horfa fyrir fyrrum megrunarþráhyggjusjúkling!

Samt fékk ég mér malt og appelsín í gær. Og nammi. Þykist ekki muna hvað vogin sýndi. hahaha...

Jólastressið er að ná tökum á mér eins og öðrum. Og hvað geri ég í því? Nákvæmlega ekki neitt. Jólakortin bíða mín, óáskrifuð. Er heldur ekki enn búin að baka þessa tvær smákökusortir í viðbót. Allt í skít. Gólflistarnir?

Og ritgerðin...

Púff.