laugardagur, mars 27, 2004

Vaktstörfum dagsins lokið og ég á leið á safnið að lesa. Já, á VRII! (Ætla aldrei að verða laus við þann stað...) En fyrst smá skemmtun. Ætla að kíkja á verð og úrval af GPS-tækjum í bænum. Betra að hafa eitt slíkt til öryggis ef ég fer að þvælast e-ð ein á fjöll í sumar. (Og til að friða fjölskylduna.)

föstudagur, mars 26, 2004

Enn eitt netprófið...


You Should Date An Australian!


You're a down to earth, outdoorsy kind of girl

And you need a guy who can keep up with your adventures

A rugged Austrailian guy is just your style

Better start learning how to surf!Which Foreign Guy Should You Date? Take This Quiz :-)

Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


Ég er nú alveg viss um að það er líka til e-r íslenskur sem uppfyllir þessar kröfur. Það væri líka einfaldara, þá þyrfti ég ekki að læra að sörfa.
Og svo væri nú betra að hann ætti afmæli í maí líka, svona til að fitta inn í fjölskylduna. Góðar ábendingar vel þegnar. (Nehhh, bara að djóka!)

Dagurinn í dag er e-ð frekar súr. Sit vaktina þessa vikuna. Er að reyna að hafa mig í að fara í Mýrdalsjökulskjálfta dagsins. Ekki alveg uppáhalds...

miðvikudagur, mars 24, 2004

Þar sem ég lá í sófanum á föstudagskvöld, alveg við það að gefast upp fyrir syfjunni, byrjaði myndin Donnie Darko. Og hvaða lag haldiði að þeir hafi valið í byrjun myndarinnar? Killing Moon. Mér fannst það alveg nógu góð ástæða til að sækja vökustaurana og horfa á alla myndina. Nú, næsta kvöld sýndu þeir High Fidelity (topp fimm). Og haldiði að þeir hafi ekki talað um lagið þar líka! Skrítið. Ætli ég taki e-ð sérstaklega eftir þessu af því það er í uppáhaldi? Veit ekki.

Ég er að sjálfsögðu búin að næla mér í miða á tvenna tónleika í maí, Kraftwerk og Pixies. Að því tilefni hefur Krafwerk-Computerwelt verið í spilaranum síðustu daga. Sökum leiðinda blankheita verð ég að bíða með að kaupa Tour-de-France diskinn þeirra.

Hjólaði í vinnuna í gærmorgun. Í Garðabænum brá mér heldur betur í brún þegar betri bremsan virkaði ekki. Vírinn í framhjólsbremsunni hafði tæst í sundur og hangir nú saman á bláþræði. Úúúú, ætli e-r sé að reyna að ráða mig af dögum? Þessi ferð var mér dýrkeypt því ég held að mér hafi líka tekist að gera gat á afturdekkið. Þar að auki tókst mér líka að ofteygja nárann og meiða mig í bakinu með rykkjunum og teygjunum í dansinum í gær svo ég var orðin ansi örg í gærkvöldi. Suma daga gengur bara allt á afturfótunum.

PS. Þetta er ömurlega leiðinlegt blogg, æi læt það samt fara...
Þetta er nú meira hel..... kjaftæðið:You're Colombia!

You do a lot of drugs, and these have kind of distorted your view of
reality, to the point that everyone looks like an enemy.  You keep trying to restore
order over your schizophrenic world view, but you don't even know which goal is your own
and which is someone else's.  You're pretty sure someone needs to be punished for all
this, but who that is changes all the time.  Things would be a lot better for you if
you switched to coffee, or even to decaf, but all this money would be hard to give up.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

föstudagur, mars 19, 2004

Bretta upp ermarnar, taka sér tak og setja lífið á "hold"?


Já, ég vaknaði upp í morgun með þennan líka svakalega kvíða-hnút í maganum. Ástæðan var að öllum líkindum sú að mér hafði boðist að koma með í gönguskíðaferð upp á Fimmvörðuháls/Eyjafjallajökul og ég var búin að ákveða í gærkvöldi að fara. Það er bara ekki hægt að missa af svona tækifæri, sérstaklega þar sem lítil von er á skíðaferðum annars staðar en uppi á jökli. Nú. Ég áttaði mig sum sé í morgun. Alger fásinna að vera að hlaupa upp á fjöll, sér í lagi þar sem ákvað fyrr í mánuðinum að sleppa helgarferð til Gerðu í Árósum og tónleikum Einstürzende NeuBauten til að geta tekið mig á í greinalestri. Þetta er spurning um að taka sér tak, ganga í verkefni sem allt of lengi hefir setið á hakanum og njóta lífsins síðar. Bara nákvæmlega það sem stóð í stjörnuspá minni fyrir vikuna. Og hver segir svo að þessar spár séu tómt kjaftæði? Það er bara eins gott að mikið verði lesið um helgina. Yeah, on with the butter!

Það er allt útlit fyrir að ég fari ein á Pixies í maí (og e.t.v. Kraftwerk líka, ef ég verð svo heppin að fá miða). Á ég e-a vini sem ætla og ég fæ að fljóta með? Það væri nú mun skemmtilegra :-(

fimmtudagur, mars 18, 2004

Fleiri tónleikar


... Og Violent F. ætla að spila hér 22.apríl. Eða það las ég a.m.k. í blaðinu í gær. Asssk. Hef ekki efni á því líka. Af hverju þurfa allir þessir tónleikar að vera á nær sama tíma? Af hverju fæ ég ekki stóra vinninginn í HHÍ núna?

þriðjudagur, mars 16, 2004

Rembingur


Sat í gærkvöldi við sjónvarpið og heyrði þá auglýsingu frá Nóatúni þar sem þeir buðu mér að ,,verzla'' íslenzkar vörur á sérlega hagstæðu þjóðarrembings-verði á íslenskum dögum. (Ég fer líklega ekki alveg rétt með hér, man ekki nákvæmlega hvernig þetta var orðað eða hvar þjóðarrembingurinn kom inn í.) Ég get nú bara ekki setið á mér og ætla að vera með smá hreintungu-, málræktarrembing hérna: Mér finnst þessi verzlun ætti að ráða textahöfund fyrir auglýsingar sínar sem getur a.m.k. komið hlutunum rétt út úr sér. Við ,VERZLUM ekki vörur í Nóatúni eða neins annars staðar, við KAUPUM þær. En ég get vel verslað í búðum eða við kaupmennina og þá er ég nú yfirleitt að kaupa e-a vöru. Ég keypti mér t.d. buxur á föstudaginn var, en ég verzlaði þær ekki. Nei, nei.
Þurfti bara að koma þessu til skila, þótt það sé nú reyndar vita gagnslaust að tuða þetta hér.

Yfir bænum liggur svo svört þoka að varla sér milli húsa. Ég vissi að rjómablíðan myndi ekki endast. Vissiða.

mánudagur, mars 15, 2004

Fyrstu vordagarEftir gífurlega leiðinlegt og langvarandi drulluveður er sólin farin að skína á ný og Kári vonandi farinn í langt frí suður í lönd! Í gær var rjómablíða. Ég hafði hugsað mér að drífa skattaskýrsluna af en ákvað að drífa mig fyrst út í góða veðrið, af ótta við að það entist ekki lengi. Fór í langa fjöruferð. Gekk með Ægissíðunni og út fyrir Suðurnes og Seltjarnarnes. Ég skrapp líka út í Gróttu þar sem svo heppilega vildi til að það var að fjara út. Veðrið gat ekki verið betra, allt svo fallegt, flugurnar lifnaðar við í þaranum í fjörunni, tjaldar og lóuþrælar og sendlingar á vappi í fjöruborðinu, fullkomið.

Á laugardag, svo við tökum þetta afturábak, var einsetukonan búin að fá meira en nóg af sjálfri sér. Áttaði sig reyndar ekki alveg á því fyrst. Skildi ekkert í því að hún nennti ekki einu sinni að sauma sér til skemmtunar. Já, það er víst nauðsynlegt að fara öðru hverju út á meðal fólks (ekki bara í vinnunna). En einmitt þegar ég þurfti á e-m að halda var bara engin vinkvenna minna heima. Skrapp þá bara í bæinn. Kom svo við hjá vinkonu að kíkja á mánaðargamla dóttur og færa henni gjöf. Sú litla er alveg ógurlega mikil rúsína. Ég meina, ég er nú alls engin barnagæla en gæti alveg hugsað mér að eiga þessa litlu, eða svona næstum því. Hmm, ætli aldurinn sé farinn að segja til sín? Dreif mig svo aftur inn í Rvk í heimsókn til Berglindar og Evva, þar sem við borðuðum EldsmiðjuPizzu með bestu lyst og horfðum á 28 days later og Monster's Ball. Sú seinni var alveg ægilega hæg miðað við þá fyrri (en góð samt). Maginn var kominn í einn rembingsspennuhnút eftir þá fyrri, en ég mæli með henni. Við horfðum á einn Friends þátt á milli til að trappa okkur niður.

Það er ekki mikið útlit fyrir skíðasnjó um páskana. Fékkk þó aðra hugmynd í gær. Það væri líklega vel hægt að fara á Hvannadalshnjúk eða upp á Fimmvörðuháls og áfram á Eyjafjallajökul. Jafnvel að renna sér e-ð á skíðum þar. Eða að ganga Reykjaveginn einu sinni enn. Eitt er víst. Ég ætla ekki að sitja ein heima á rassinum alla páskana (eins og í fyrra úti yfir skólabókunum). Nó sörí.

föstudagur, mars 12, 2004

He's a jolly good fellow...


Cave-Murder Ballads í spilaranum. Æi, var bara e-a hluta vegna í skapi fyrir Crow Jane í morgun. Ætli það sé ekki veðrið?
Iggi Pop og Peaches poppa svo upp með kick it og mig langar að taka léttan hopp-dans. Reyni að halda aftur af mér, enda í vinnunni!

Ég hafði gaman af að lesa frásögn Magga um öryggistékkið á tilrauninni hans. Haha. Og mér varð hugsað til Kalla og félaga af íslenskri rannsóknastofnun sem fóru síðasta haust að gera bylgjubrotsmælingar fyrir húsgrunn stórverksmiðju sem á að rísa úti á landi. Nú. Amerískt fyrirtæki sér um eftirlit með framkvæmdum og þar með öryggismál. Íslenskir starfsmenn fyrirtækisins (eða undirverktaka) tóku amerísku kröfurnar svo bókstaflega að það var bara hreint orðið mælingamönnum til mikilla trafala. Menn áttu að bera með öryggishjálma alltaf við mælingarnar á vandlega afgirtu framkvæmdasvæðinu. Samt voru allar stórvirkar vinnuvélar víðs fjarri. (Reyndar getur stundum orðið svolítið grjótflug við mælingarnar, en í mesta lagi hefur maður hlaupið í burtu i var fyrir sprengingu og borið hendur fyrir höfuð sér til öryggis.) Svo urðu allir mælingamenn að vera með öryggisgleraugu alltaf, jafnvel við að setja niður geófónana, sem er nú með öllu hættulaust. Þeir gáfust fljótt upp á gleraugunum enda sáu þeir ekki neitt sökum móðu og bleytu sem safnaðist á gleraugun á augabragði í rigningunni. Það er ekki mikið öryggi í því að útbúa sprengju án þess að sjá rassgat fyrir öryggisgleraugum. Þegar eftirlitsmaðurinn kom svo að mönnum gleraugnalausum varð hann trítilóður og skammaðist. Þetta er nú bara enn eitt dæmið um það þegar staðlaðar reglugerðir ganga langt út fyrir allt sem skynsamlegt er, og algerlega þvert á upphaflegan tilgang.

Titill færslunnar? Lag vikunnar. Um helgina reyni ég að ná fyrstu þremur gripunum í bókinni.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Leiðrétting: Skýringin er komin á hinni fullkomnu tröppufallshegðun úrkomumælisins: Hann núllstillist á miðnætti. Auðvitað. Úrkoma alltaf mæld sérstaklega fyrir hvern sólarhring. Ég er nú meiri kjáninn. En þetta lítur vel út á skjánum!!!

Tuð um veðrið


Ég er löngu búin að fá mig fullsadda á þessu veðri. Það jákvæða við það er reyndar að það er tilvalið að sitja inni og vinna/læra. Alltaf gott að sjá ljósu punktana í tilverunni. Það er reyndar heilmikil fegurð í veðrinu. Ég fylgist reglulega með veðurtölunum úr mælireitnum fyrir utan, þar sem ég er svo heppin að hafa skjáinn við skrifstofudyrnar. Þrýstingsferillinn var ótrúlega flottur í gær (og reyndar líka um daginn). Hann hafði nær fullkomna lögun ferils sem mætti kannski lýsa með y=(1+x*x)íveldinu-m (m=1,2,3 hér um bil). Úrkomuferillinn í gær og í dag er svo tröppufall með tröppu á miðnætti. Ferillinn byrjar svo að rísa upp úr þrjú í nótt, okkur á SV-horninu til mikillar ánægju. Ég held þetta hafi litið nær eins út í gær. Það merkilega við þetta allt saman er að loftþrýstingurinn fer varla niður fyrir 1006HaPa þessa dagana. Við erum sum sé alls ekkert í djúpri lægð, eins og halda mætti af veðrinu. Ég ræddi þetta við veðurfræðingana í gær. Við erum hins vegar á milli tveggja lægða, yfir okkur liggur hæðarhryggur með þessum gífurlega vindstreng. Eða eins og e-r hér kallaði það: náttúruleg vindgöng.

mánudagur, mars 08, 2004

Djöf...... drulluhali!


Ég skrapp út í Kringlu fyrr í kvöld til að kaupa mér e-ð í gogginn. Ætlaði mér að vinna e-ð fram eftir þar sem ég var loks komin í stuð. Ég fékk mér hressandi göngutúr í rokinu, enda búin að fá nóg af mollulegu loftinu á skrifstofunni. Það er varla hægt að opna nokkra glugga fyrir rokinu. Nú nú, þar sem ég geng eftir gangstéttinni kemur e-r djöfulsins drulluhali á ofsaferð, gerir sér lítið fyrir og stefnir beint í vænan poll og eys yfir mig, og það var ekkert smá. Helvítis asninn, verst að hann heyrði ekki fúkyrðin sem ég sendi á eftir honum (#$!!!N&N... ARGHHH).

Neibb, þessi mánudagur var greinilega ekki minn dagur. Annars eru laugardagsmorgnar minn uppáhaldstími. Vaknaði eldsnemma síðasta laugardag, fyrir átta held ég. Dundaði mér við að skoða blöðin og eyddi godum tima i að spila nokkur einföld lög upp úr bókinni sem eg keypti. Er nú komin með óð til gleðinnar á hreint (svona næstum því) en er ansi klaufsk við að ná að plokka rétta strengi eða að lenda með mína klunnalegu putta á réttum stad. En ég hef gaman að þessu, er það ekki fyrir mestu? Verð kannski tilbúin í rafmagns-rythma-gítarinn eftir nokkur ár og almennilegt rokk. Ég myndi skemmta nágrönnum mínum þvílíkt með því. Haha.

Er að hlusta á Cleaning Women. Þetta er stórskemmtileg finnsk grúppa sem kom hingað á menningarnótt (?) fyrir tveimur árum kannski? Er ekki viss. Leiðréttið mig ef þið vitið betur. En þeir hafa sérstaka sviðsframkomu, spila á e-s konar þvottabretti eða -grindur klæddir kvendrögtum. Ég mæli með Ricewestern, Za Bounakh, Delay, Speed-O-Machina og sidast en ekki sist Clean up Your Body af plötunni Pulsator.

mánudagur, mars 01, 2004

Uppáhalds


Ég brá mér í Skífuna í síðustu viku. Ég hafði gert stuttan lista yfir það helsta sem mig langaði að kaupa og ætlaði að tékka á útsölunni. Ég endaði með því að kaupa þrjá diska (enginn þeirra á innkaupalistanum):
Jet Black Joe
Police, the classics
Bang Gang (þann nýja)
Ég hafði takmörkuð fjárráð og varð að stoppa þarna. Franz Ferdinand, Jet, Ske, Talking Heads, Echo and the Bunnymen, Air-Talkie Walkie og fleiri verða að bíða betri tíma. Leaving here með FF finnst mér alveg stórgott lag, fæ líka enn fínt "kikk" af því að heyra Jet-are you gonna be my girl. Annars er eitt lag búið að vera í uppáhaldsuppáhaldi síðustu tvær/þrjár vikur. Það er Killing Moon með E.and the B. Frábært lag, svolítið rómantískt og þunglyndislegt um leið (góð blanda o'ní mig). Held líka upp á PJ Harvey-This is love og ohhh annað sem ég get bara ekki munað hvað heitir í augnablikinu (af plötunni Stories from the City, Stories from the Sea). Bæti líka við hér Cult-Wildflower, Fire Woman, Ciao baby o.fl. Fékk þetta allt saman frá broþar um daginn. Er farin að hlakka til að kynnast FF betur, þegar ég eignast diskinn.