föstudagur, mars 12, 2004

He's a jolly good fellow...


Cave-Murder Ballads í spilaranum. Æi, var bara e-a hluta vegna í skapi fyrir Crow Jane í morgun. Ætli það sé ekki veðrið?
Iggi Pop og Peaches poppa svo upp með kick it og mig langar að taka léttan hopp-dans. Reyni að halda aftur af mér, enda í vinnunni!

Ég hafði gaman af að lesa frásögn Magga um öryggistékkið á tilrauninni hans. Haha. Og mér varð hugsað til Kalla og félaga af íslenskri rannsóknastofnun sem fóru síðasta haust að gera bylgjubrotsmælingar fyrir húsgrunn stórverksmiðju sem á að rísa úti á landi. Nú. Amerískt fyrirtæki sér um eftirlit með framkvæmdum og þar með öryggismál. Íslenskir starfsmenn fyrirtækisins (eða undirverktaka) tóku amerísku kröfurnar svo bókstaflega að það var bara hreint orðið mælingamönnum til mikilla trafala. Menn áttu að bera með öryggishjálma alltaf við mælingarnar á vandlega afgirtu framkvæmdasvæðinu. Samt voru allar stórvirkar vinnuvélar víðs fjarri. (Reyndar getur stundum orðið svolítið grjótflug við mælingarnar, en í mesta lagi hefur maður hlaupið í burtu i var fyrir sprengingu og borið hendur fyrir höfuð sér til öryggis.) Svo urðu allir mælingamenn að vera með öryggisgleraugu alltaf, jafnvel við að setja niður geófónana, sem er nú með öllu hættulaust. Þeir gáfust fljótt upp á gleraugunum enda sáu þeir ekki neitt sökum móðu og bleytu sem safnaðist á gleraugun á augabragði í rigningunni. Það er ekki mikið öryggi í því að útbúa sprengju án þess að sjá rassgat fyrir öryggisgleraugum. Þegar eftirlitsmaðurinn kom svo að mönnum gleraugnalausum varð hann trítilóður og skammaðist. Þetta er nú bara enn eitt dæmið um það þegar staðlaðar reglugerðir ganga langt út fyrir allt sem skynsamlegt er, og algerlega þvert á upphaflegan tilgang.

Titill færslunnar? Lag vikunnar. Um helgina reyni ég að ná fyrstu þremur gripunum í bókinni.

Engin ummæli: