mánudagur, mars 01, 2004

Uppáhalds


Ég brá mér í Skífuna í síðustu viku. Ég hafði gert stuttan lista yfir það helsta sem mig langaði að kaupa og ætlaði að tékka á útsölunni. Ég endaði með því að kaupa þrjá diska (enginn þeirra á innkaupalistanum):
Jet Black Joe
Police, the classics
Bang Gang (þann nýja)
Ég hafði takmörkuð fjárráð og varð að stoppa þarna. Franz Ferdinand, Jet, Ske, Talking Heads, Echo and the Bunnymen, Air-Talkie Walkie og fleiri verða að bíða betri tíma. Leaving here með FF finnst mér alveg stórgott lag, fæ líka enn fínt "kikk" af því að heyra Jet-are you gonna be my girl. Annars er eitt lag búið að vera í uppáhaldsuppáhaldi síðustu tvær/þrjár vikur. Það er Killing Moon með E.and the B. Frábært lag, svolítið rómantískt og þunglyndislegt um leið (góð blanda o'ní mig). Held líka upp á PJ Harvey-This is love og ohhh annað sem ég get bara ekki munað hvað heitir í augnablikinu (af plötunni Stories from the City, Stories from the Sea). Bæti líka við hér Cult-Wildflower, Fire Woman, Ciao baby o.fl. Fékk þetta allt saman frá broþar um daginn. Er farin að hlakka til að kynnast FF betur, þegar ég eignast diskinn.

Engin ummæli: