föstudagur, nóvember 18, 2011

Video killed the radio star...


Og svo kom fésbókin og drap bloggið. Eða því sem næst.
Eftir að hafa rennt yfir dagbókarglefsur nokkurra ára sakna ég bloggsins.
Ég geri nú tilraun til að byrja á ný að skrifa misgáfulegar glefsur úr daglegu lífi,
aðallega mér til skemmtunar.

Ég sat við fornleifauppgröft í dag. Verkskráningar sem setið hafa á hakanum.
Eftir því sem aldurinn færist yfir gengur mér verr og verr að halda skrifborðinu hreinu, snyrtilegu heima, gera í dag það sem gera átti í dag og óreiðan virðist vera farin að ná yfirhendinni.
Á öllum sviðum.
Það er óheyrilega niðurdrepandi.