þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Þvílíkt vesen !!!

Það er nú meira vesenið að koma sér í skóla úti. Sérstaklega ef menn ætla að finna allar upplýsingar á hemasíðum...
Stundum reynast upplýsingarnar svolitid misvísandi. Ég held ég skrái mig bara hérna heima og reyni að fá skiptinema styrk. Annars er ekki um neina styrki að ræða.
Gærkveldið fór í sjónvarpsgláp. Ég er farin að horfa reglulega á ALIAS þar sem framleiðendur þáttanna eru svo sniðugir að enda hvern þátt í miðju spennuatriði. Og auðvitað verð ég að sjá framhaldið. En tíminn er samt ekki alveg ónýtur, ég prjóna nefnilega á meðan ég horfi. Oftast.

mánudagur, nóvember 25, 2002

Nú þyrfti ég eiginlega að koma mér upp athugasemda-kerfi (e. comments) ef þetta
á að virka sem skyldi. En þangað til mega menn senda mér póst (með leiðbeiningum...).
shj@os.is
Er annars nokkur leið til að sleppa við að skrifa íslensku stafina með öllu þessu veseni?
Þetta er byrjunin!!!
Sumir (ég) hafa verið einstaklega lengi að tileinka sér tækninýjungar. (Eintóm leti...)
Í gær fór ég á skemmtilega handverks-sýningu í Laugardalshöllinni. Ef ég væri loðugri um lófana hefði ég keypt fullt af hlutum. Mig langaði m.a. í rennda skál fra islenskum rennismiðum, glermatarstell (diska) frá Ísafirði, ofið veggteppi frá Eistlandi (að mig minnir) og margt fleira. Ég freistaðist til að kaupa ullarhúfu og kjól frá Færeyjum. Það voru þvilikt flott föt þadan. Styrkjum færeyskan iðnað!!!