þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Þvílíkt vesen !!!

Það er nú meira vesenið að koma sér í skóla úti. Sérstaklega ef menn ætla að finna allar upplýsingar á hemasíðum...
Stundum reynast upplýsingarnar svolitid misvísandi. Ég held ég skrái mig bara hérna heima og reyni að fá skiptinema styrk. Annars er ekki um neina styrki að ræða.
Gærkveldið fór í sjónvarpsgláp. Ég er farin að horfa reglulega á ALIAS þar sem framleiðendur þáttanna eru svo sniðugir að enda hvern þátt í miðju spennuatriði. Og auðvitað verð ég að sjá framhaldið. En tíminn er samt ekki alveg ónýtur, ég prjóna nefnilega á meðan ég horfi. Oftast.

Engin ummæli: