mánudagur, nóvember 25, 2002

Þetta er byrjunin!!!
Sumir (ég) hafa verið einstaklega lengi að tileinka sér tækninýjungar. (Eintóm leti...)
Í gær fór ég á skemmtilega handverks-sýningu í Laugardalshöllinni. Ef ég væri loðugri um lófana hefði ég keypt fullt af hlutum. Mig langaði m.a. í rennda skál fra islenskum rennismiðum, glermatarstell (diska) frá Ísafirði, ofið veggteppi frá Eistlandi (að mig minnir) og margt fleira. Ég freistaðist til að kaupa ullarhúfu og kjól frá Færeyjum. Það voru þvilikt flott föt þadan. Styrkjum færeyskan iðnað!!!

Engin ummæli: