sunnudagur, janúar 23, 2005

Ostabakkar í massavís


Mottó síðustu viku: Hold on tightly, and let go lightly!!!
Og næstu viku: Upp, upp mín sál og allt mitt geð...

Það er kominn svolítill vorhugur í mig. Það er kannski asnalegt að segja svona í janúar en mér finnst það nú samt. Það er svolítil þýða núna. Og í gær, er ég gekk hér að Veðurstofunni, fann ég lyktina upp úr sverðinum og af nýsöguðum trjánum og það minnti mig svo á vorið. Og hjartað tók smá kipp. Það er líka kominn mikill framkvæmdahugur í mína. Ég fór í gær í flísabúð fyrir vinnu og var svo heppin að ná í síðasta dag útsölunnar. Fékk þar flísarnar sem ég var búin að velja mér á smá afslætti. Keypti líka bindigrunn, lím og fúgur svo nú er ég til í allt. Þarf bara að byrja á að mála lopt og veggi, pússa upp innréttingu, mála hana. Svo get ég farið í flísalagninguna. Íííí, hvor jeg glæder mig til:-) Eldhúsið mun taka stakkaskiptum næstu mánuði...

Er nú á leið í bíltúr upp í Borgarnes að sækja forláta ostabakka sem var brotinn er ég tók utan af honum um jólin. Sendi hann í viðgerð. Á nú eina þrjá (nei, fjóra!!!) ostabakka og ætti að geta haldið verulega fínt ostapartý ef sá gállinn væri á mér. Hahaha...

föstudagur, janúar 21, 2005

Matur og mere


Abstraktinn er ég búin að senda, er auðvitað bjartsýn og geri ráð fyrir að hann verði samþykktur. Líka búin að fá vilyrði fyrir ferðinni svo það eru allar líkur á því að ég fari á EGU-ráðstefnuna í Vínar í lok apríl. Óvei. E-ð til að hlakka til; og kvíða fyrir...

Ætla að nota vinkonur mínar sem tilraunadýr í kvöld. Mun prófa nýja uppskrift með skötusel, karrímauki/mangómauki/kóríander. Fékk þá hugmynd að hafa jarðarber með mascarpóne osti/dökku súkkulaði/ristuðum kókosflögum í eftirrétt. Ummm. Hlakka til að sjá hvernig til tekst. Ef allt fer í hass eru pizzurnar frá Eldsmiðjunni alltaf góðar!!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Bigmouth strikes again


Horfði á þau þar sem þau sátu í við eitt borðið og hún dró upp tappa með stjörnum, tyllti fyrir augun og sagði brosandi: "Sjáðu, ég er með stjörnur í augum!" Og hann horfði á hana og sagði: "Tókstu þetta meððér til gera þetta, ó guð, þetta er svo leeeeeeiiiiiim" með svo mikilli fyrirlitningu í röddinni að hún rétt gat kreist aftur tárin þegar hann rauk upp og fékk sér annan á barnum. Og ég hugsaði bara: Almáttugur.


Abstraktinn skal tilbúinn fyrir ellefu. Hamast... Skjálftavirknin aptur að taka við sér fyrir norðan. E-r kippir af og til. Og svo er ég frekar montin yfir því að vera komin hingað kortér FYRIR átta í morgun, jesss.

mánudagur, janúar 17, 2005

Uhhh. Já ansi var ég annars góð að vita það einn tveir og tíu hvað ég átti að fá í jólagjöf. Tíhihí. Fékk það staðfest um helgina. Sendingin reyndar ekki komin en hlakka til að sjá þetta:-)

The end is nigh (and revenge is sweet)


Já. Sá þessa líka brjáluðu mynd um daginn, Old Boy. Afskaplega svört og ömurleg og ljót á köflum en góð. Hefndarþorstinn heldur tórunni í manninum fjötraða. Ræninginn þó enn meiri fangi eigin tilfinningafjötra. Sá þó meira léttmeti um helgina. Vildi fá Big með á Alfie (jáhhh, sumir hefðu haft gott af því) en The Incredibles varð fyrir valinu. Myndin kom ótrúlega á óvart, mjög skemmtileg.
Annars var hátíðarfundur MOBS á föstudaginn. Jaaaaá, soldið skrautlegt kvöld. Sei nó mor.

Og: In my life, why do I smile at people who I'd much rather kick in the eye... (Smiths eiga alltaf réttu orðin;-)

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Gleðilegt nýtt ár!!!


Hulló gæs, og gleðilegt nýtt ár. Þakka lesendum og vinum hið liðna.
Hefur e-ð drifið á daga undirritaðrar síðan síðast? Jólin liðu svona eins og vanalega. Fór í leikhús á annan með Big og sá þessa líka ágætu sýningu Eldað með Elvis. Vissulega stórskrýtin og fjölskylda og undarlegt lið en allt fór þó vel að lokum (nema fyrir blessaðan drenginn Stefán:-) Partýstand milli jóla og nýárs og meiri gleði á gamlárskvöld þegar ég datt í viský og spilaði Die Siedler von Catan fram á nótt (og tapaði náttúrulega, en það skiptir nú ekki máli, hmmm). Endurheimti Big frá útlöndum á sunnudaginn var og rúllaði náttúrulega út á flugvöll. Er annars búin að vera með afbrigðum löt til vinnu og búin að fá soldið leið á öllu saman. Held ég sé að taka gleði mína á ný og vil reyna að drífa þetta verkefni áfram og klára. Sem fyrst. A.m.k. vinnuna. Ætti að geta það, mesta vandamálið er að fara að setja e-ð niðrá blað og lesa þennan líka haug af greinum sem eftir er. Úfff. Úfff.
Framundan: Hátíðarfundur Bjórvinafélagsins á föstudaginn næstkomandi. Og átak í að vakna fyrr!!! Upp upp mín sál og allt það...