þriðjudagur, janúar 11, 2005

Gleðilegt nýtt ár!!!


Hulló gæs, og gleðilegt nýtt ár. Þakka lesendum og vinum hið liðna.
Hefur e-ð drifið á daga undirritaðrar síðan síðast? Jólin liðu svona eins og vanalega. Fór í leikhús á annan með Big og sá þessa líka ágætu sýningu Eldað með Elvis. Vissulega stórskrýtin og fjölskylda og undarlegt lið en allt fór þó vel að lokum (nema fyrir blessaðan drenginn Stefán:-) Partýstand milli jóla og nýárs og meiri gleði á gamlárskvöld þegar ég datt í viský og spilaði Die Siedler von Catan fram á nótt (og tapaði náttúrulega, en það skiptir nú ekki máli, hmmm). Endurheimti Big frá útlöndum á sunnudaginn var og rúllaði náttúrulega út á flugvöll. Er annars búin að vera með afbrigðum löt til vinnu og búin að fá soldið leið á öllu saman. Held ég sé að taka gleði mína á ný og vil reyna að drífa þetta verkefni áfram og klára. Sem fyrst. A.m.k. vinnuna. Ætti að geta það, mesta vandamálið er að fara að setja e-ð niðrá blað og lesa þennan líka haug af greinum sem eftir er. Úfff. Úfff.
Framundan: Hátíðarfundur Bjórvinafélagsins á föstudaginn næstkomandi. Og átak í að vakna fyrr!!! Upp upp mín sál og allt það...

Engin ummæli: