sunnudagur, janúar 23, 2005

Ostabakkar í massavís


Mottó síðustu viku: Hold on tightly, and let go lightly!!!
Og næstu viku: Upp, upp mín sál og allt mitt geð...

Það er kominn svolítill vorhugur í mig. Það er kannski asnalegt að segja svona í janúar en mér finnst það nú samt. Það er svolítil þýða núna. Og í gær, er ég gekk hér að Veðurstofunni, fann ég lyktina upp úr sverðinum og af nýsöguðum trjánum og það minnti mig svo á vorið. Og hjartað tók smá kipp. Það er líka kominn mikill framkvæmdahugur í mína. Ég fór í gær í flísabúð fyrir vinnu og var svo heppin að ná í síðasta dag útsölunnar. Fékk þar flísarnar sem ég var búin að velja mér á smá afslætti. Keypti líka bindigrunn, lím og fúgur svo nú er ég til í allt. Þarf bara að byrja á að mála lopt og veggi, pússa upp innréttingu, mála hana. Svo get ég farið í flísalagninguna. Íííí, hvor jeg glæder mig til:-) Eldhúsið mun taka stakkaskiptum næstu mánuði...

Er nú á leið í bíltúr upp í Borgarnes að sækja forláta ostabakka sem var brotinn er ég tók utan af honum um jólin. Sendi hann í viðgerð. Á nú eina þrjá (nei, fjóra!!!) ostabakka og ætti að geta haldið verulega fínt ostapartý ef sá gállinn væri á mér. Hahaha...

Engin ummæli: