föstudagur, janúar 02, 2015

Síðbúin jóla- og nýárskveðja

Kæru vinir, ættingjar.

Í ár útbjó húsmóðirin á Akurgerði 60 jólakortin, að henni fannst, tímanlega á rafrænt form. Svo tók við mikið stress fyrir ráðstefnuferð, ferðin sjálf, og svo eftirköstin, jólin og allt sem þeim fylgir. Húsbóndinn er ekkert sérlegur áhugamaður um jólakort og jólakortagerð svo ekki gerðist mikið í þeim málum á meðan húsfreyjan dvaldi í Californíu. Svo, aldrei voru kortin prentuð. Húsfreyjan strögglar enn við að aðlagast GMT og setti met í að sofa frameftir þennan nýliðinn mánuðinn. Aldrei áður hefur hún vaknað bara rétt fyrir hádegi á aðfangadag og þykir það nokkuð fréttnæmt.
En, við, hjónin í Akurgerði 60 óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum góðar samverustundir á líðandi ári. Kortið fær að fljóta hér með, svo og mynd sem vinkona okkar Gyða, tók af okkur í lok gönguferðar Vesturdalur-Ásbyrgi í júlí síðasta sumar og hefði mátt enda á jólkortinu. Frábær ferð, í frábærum félagsskap og strákarnir voru svo duglegir að ganga. En unglingarnir voru fjarri góðu gamni.

Og svo ein frá fermingu Ylfu Rósar í maí


Bestu kveðjur,
Sigurlaug og Böðvar.