föstudagur, janúar 21, 2005

Matur og mere


Abstraktinn er ég búin að senda, er auðvitað bjartsýn og geri ráð fyrir að hann verði samþykktur. Líka búin að fá vilyrði fyrir ferðinni svo það eru allar líkur á því að ég fari á EGU-ráðstefnuna í Vínar í lok apríl. Óvei. E-ð til að hlakka til; og kvíða fyrir...

Ætla að nota vinkonur mínar sem tilraunadýr í kvöld. Mun prófa nýja uppskrift með skötusel, karrímauki/mangómauki/kóríander. Fékk þá hugmynd að hafa jarðarber með mascarpóne osti/dökku súkkulaði/ristuðum kókosflögum í eftirrétt. Ummm. Hlakka til að sjá hvernig til tekst. Ef allt fer í hass eru pizzurnar frá Eldsmiðjunni alltaf góðar!!!

Engin ummæli: