fimmtudagur, desember 23, 2004

Já, ég var svona að hugsa um jólin (erfitt að einbeita sér að vinnuni núna) og hefðir eftir að hafa lesið pistil Stellu um ekki-hefðir á sínu heimili. Ég held þær séu ekki margar hefðirnar núna, nema að borða hamborgarahrygg hjá mömmu á aðfangadagskvöld og hangikét hjá ömmu í hádeginu á jóladag. Ég man hvað það var notalegt að vakna snemma á jóladagsmorgun, á undan öllum öðrum, fara upp í stofu með góða jólabók og leggjast í sófann og maula hnetur við lesturinn. Drattast í föt ekki fyrr en langt var liðið að hádegi og rölta út með mömmu upp í kirkjugarð í daufri vetrarbirtunni og fá heitt súkkulaði og smákökur um kaffileytið. Liðin tíð. Úff. Nú fæ ég nostalgíukast...

Big tjáði mér á mánudag að gjöfin sem hann hefði pantað handa mér væri ekki komin. Hmmmm. Ætli ég fái þetta???. Nei, þetta var nú bara það fyrsta sem mér datt í hug;-) Hmmm.

Annars óskar Silla glens lesendum dagbókarinnar nær og fjær gleðilegra jóla.
Hilsen pilsen...


Engin ummæli: