fimmtudagur, desember 16, 2004

Nýtt met og bráðnauðsynleg stígvél


Er ekki kominn tími til að láta aðeins í sér heyra?
Stranglers tónleikarnir voru ekki af verri endanum. Dró mater með mér. Stóð uppi við sviðið og dillaði mér og hnykkti haus í takt við tónlist Fræbblanna og Stranglers. Mater var líka í sjöunda himni eptir herlegheitin, sá mest eptir að hafa ekki verið niðri við sviðið með mér...

Ég sló nýtt met um helgina. Reyndar er það ekki neitt til að vera stolt af, en met engu að síður. Mér tókst sum sé að sofa fram að/yfir hádegi þrjá daga í röð og minnist ég þessa ekki að þetta hafi nokkru sinni gerst á minni aumu ævi, svo morgunhress sem ég optast er. Hmmmm. Og hvernig fór ég að þessu? Seint að sofa á föstudag. Vaknaði fimm til að skutla kærasta (???) á Umferðarmiðstöðina. Fór auðvitað beint heim í bólið og drattaðist ekki fram úr fyrr en rúmlega eitt. Úff. Átti ljúfan dag á Laugaveginum með mater í jólagjafaleit. Kíktum á kaffihús og ég fékk þetta líka dásamlega græna-mangóte og gúmmulaði, dökka súkkulaðiköku. Við fundum frábær stígvél og föt á mater. Ég kolféll líka fyrir æðislegum svörtum stígvélum (ást við fyrstu mátun!!!) og hafði náttúrulega ekki efni á þeim en keypti samt í jólagjöf frá mér til mín (jú ef kona hugsar ekki um sjálfa sig, hver á þá að gera það?). Kvöldið endaði á árshátíð Sjósundfélagsins, afar rólegu kaffiboði í Grafarvoginum, og hálftíma dansi á Thorvaldsen með Pétri presti og formanni félagsins. Spaugilegt:-) Nú, eftir allt þetta erfiði svaf mín til hádegis og drattaðist aptur í bæinn. Daginn eftir, á mánudegi gat ég með öngvu móti haft mig fram úr, fannst ég óendanlega syfjuð og þreytt og ákvað að ég hlyti að vera veik. Svaf til hádegis. Held að þráláta þriggja vikna kvefið hafi hér haft e-ð að segja, plús kvefið sem ég fékk ofan í það um helgina. Vona að það rjátli af fyrir jólin svo frekari met af þessu tagi verði ekki slegin þetta árið.

Engin ummæli: