þriðjudagur, desember 21, 2004

Stysti dagur ársins


Í dag vóru sumarsólstöður kl 12:42. Nú fer dag að lengja aptur, ó hvílík gleði!!! Hér í höfuðborginni er rigningarsuddi og varla hefur birt að ráði í dag. Ég er nær búin með allt jólastúss, búin að póstleggja flest öll jólakort nema þau sem ég afhendi prívat og persónulega og bara eftir að pakka inn tveimur gjöfum og skúra mín gólf. Vona að strákstaulinn á móti mér sjái sóma sinn í því að skúra nú ganginn einu sinni, svona í tilefni jólanna. Annars mun hann fá fá viðurnefnið drulluhalinn, skömmin, ef hann nennir þvi ekki.

Engin ummæli: