mánudagur, mars 08, 2004

Djöf...... drulluhali!


Ég skrapp út í Kringlu fyrr í kvöld til að kaupa mér e-ð í gogginn. Ætlaði mér að vinna e-ð fram eftir þar sem ég var loks komin í stuð. Ég fékk mér hressandi göngutúr í rokinu, enda búin að fá nóg af mollulegu loftinu á skrifstofunni. Það er varla hægt að opna nokkra glugga fyrir rokinu. Nú nú, þar sem ég geng eftir gangstéttinni kemur e-r djöfulsins drulluhali á ofsaferð, gerir sér lítið fyrir og stefnir beint í vænan poll og eys yfir mig, og það var ekkert smá. Helvítis asninn, verst að hann heyrði ekki fúkyrðin sem ég sendi á eftir honum (#$!!!N&N... ARGHHH).

Neibb, þessi mánudagur var greinilega ekki minn dagur. Annars eru laugardagsmorgnar minn uppáhaldstími. Vaknaði eldsnemma síðasta laugardag, fyrir átta held ég. Dundaði mér við að skoða blöðin og eyddi godum tima i að spila nokkur einföld lög upp úr bókinni sem eg keypti. Er nú komin með óð til gleðinnar á hreint (svona næstum því) en er ansi klaufsk við að ná að plokka rétta strengi eða að lenda með mína klunnalegu putta á réttum stad. En ég hef gaman að þessu, er það ekki fyrir mestu? Verð kannski tilbúin í rafmagns-rythma-gítarinn eftir nokkur ár og almennilegt rokk. Ég myndi skemmta nágrönnum mínum þvílíkt með því. Haha.

Er að hlusta á Cleaning Women. Þetta er stórskemmtileg finnsk grúppa sem kom hingað á menningarnótt (?) fyrir tveimur árum kannski? Er ekki viss. Leiðréttið mig ef þið vitið betur. En þeir hafa sérstaka sviðsframkomu, spila á e-s konar þvottabretti eða -grindur klæddir kvendrögtum. Ég mæli með Ricewestern, Za Bounakh, Delay, Speed-O-Machina og sidast en ekki sist Clean up Your Body af plötunni Pulsator.

Engin ummæli: