miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Ég fór á æææææðislega tónleika á sunnudagskvöld. Sigur Rós og Amina spiluðu í Laugardagshöllinni. Þau voru nýkomin úr tónleikaferð í Evrópu og greinilega í fínu formi. Sigur Rós heillaði mig upp úr skónum og Amina kom frábærlega á óvart! Ég var einmitt að hugsa í gær að mig langaði eiginlega að sjá tónleikana aftur, og ég er ekkert hissa á að gagnrýnir Moggans hafi gefið tónleikunum 5 stjörnur. Húrra fyrir þeim. Eftir tónleikana fór ég með B og co baksviðs, og svo seint og um síðir í eftirpartý á Kaffibarnum. Þar var allt troðið, ég var ekki í miklu stuði, orðin syfjuð og átti auk þess eftir að baka bollur úr deiginu sem hafði verið að lyfta sér síðan fyrr um kvöldið. Ég fór því fljótt heim. En það var soldið þreytt Sigurlaug sem mætti í vinnuna, heldur seint, á mánudagsmorgni.

Fyrirlesturinn er nú tilbúin. Ég er reyndar alltaf að breyta e-u. Hef gefið mér allt of mikinn tíma í þetta. Æfi mig svo í kvöld og held æfingarfyrirlestur á morgun. Úfff, ég er svooooo stressuð:-( Þrír dagar í brottför.

Engin ummæli: