þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Vélin durrar, borinn urrar


Argghhh. Úti undir glugganum mínum stendur durrandi rafstöð. Það er verið að brjóta niður veggi hérna undir mér niðri í kjallara. Hávaði og læti. Og það sorglega við þetta allt saman er að herbergið þarna niðri sem um ræðir hefur einmitt verið aðsetur bjórvina í þau tíu ár sem félagið hefur starfað. MOBS er sum sé á vergangi.

Hendurnar eru í hálfgerðu dái. Reyndi klifur í fyrsta sinn í gærkvöld. Stóð mig einstaklega illa miðað við alla hina í gönguhópnum; samt er ég með harðsperrur frá fingurgómum upp að olnbogum og það er hálfþreytandi að pikka á tölvuna:-) Mig langar samt að fara og reyna aftur og er sum sé ekki alveg á því að gefast upp strax...

Ég dreif mig á árshátíð jöklarannsóknarfélagsins síðasta laugardagskvöld. Þar var miki stuð á liðinu, og ég held ég hafi dansað til hálf-þrjú. Jafnvel þótt e-ð virðist hafa farið illa í magann á mér og gert mig hálfskrítna. Hmmm. Það skyldi þó ekki hafa verið hvítvínsdreitillinn sem ég drakk á undan matnum. Það fer kannski ekki vel í tóman maga?

Engin ummæli: