laugardagur, nóvember 26, 2005

Ég fór út að dansa í gær. Rölti fyrst yfir á hverfispöbbinn minn, Kaffi Stíg, þar sem B sat með skólafélaga sínum úr landafræðinni. Við Gengum svo niður Laugarveginn þar sem skólafélaginn ákvað að fara heim en ég dró Böðvar á Grand Rokk þar sem við svelgdum í okkur einum stórum Murphy's hvort. Síðan var stefnan tekin á 22 þar sem við hristum skankana fram á rauða nótt. Við komum snemma svo við áttum dansgólfið í dágóðan tíma. Eða svona næstum því, það voru nokkrir aðrir að dansa líka. Það er dásamlega gaman að fylgjst með B dansa, hann er fótafimur með afbrigðum, strákurinn;-)

Ég tók myndir áðan af peysunum tveimur sem ég minntist á í gær. Önnur ermin á brúnu peysunni er nokkuð víðförul, miðað við svona nýja flík, því hún var með í farteskinu í Hornstrandahlaupinu í sumar. Tók svona í nokkrar lykkjur í bátnum á leið inn í Hornvík og á áfangastað í Aðalvík. Ég er ekki alveg nógu ánægð með hana, litavalið er afleitt og ég hefði getað haft svolítið meira fyrir því að finna fallegra mynstur. Ojæja, hún smellpassar þó...







Engin ummæli: