föstudagur, desember 05, 2003

Hallarbylting


Hér er í gangi hallarbylting. Verið að stokka upp allt skipulag. Áður en ég hætti á Orkustofnun var stokkað upp þar líka. Ég virðist elta uppi skipulagsbreitingar. En ég er ánægð á meðan ég fæ að vinna mína vinnu (á launum) áfram með mínu stórskemmtilega samstarfsfólki. Og laumast niðrí kjallara fimm á föstudögum til að heyra helstu slúðursögurnar sem eru í gangi.

Skammdegið er ansi svart núna í rigningunni. Ég er farin að hlakka til að fara til Uppsala í snjóinn og kuldann, a.m.k. til að hitta stuðfjölskyldu Stínu og Pálma og alla hina skólafélagana. Annars er ég ekkert farin að huga að jólaundirbúningi. Allt slíkt er nú eiginlega bannað þar til ég er búin að undirbúa fyrirlesturinn sem ég á að vera með á mánudag. Ég er kolómögulegur fyrirlesari (eins og Stína og Cedric ættu að vita eftir síðasta fyrirlestur í vor, þegar ég gat ekki staðið upp fyrir stressi og mundi ekki orð). Vona að sem fæstir mæti og að ég eigi ekki eftir að gera mig að algjöru fífli.

Engin ummæli: