mánudagur, desember 08, 2003

Lifði af


Ég lifði fyrirlesturinn af. Enda var ekki fjölmennt, ekki einu sinni öll deildin. En hvað með það, hef nú oft verið stressaðri í meira að segja minni hóp. Var að klára að undirbúa mig fram á síðustu stundu en stressið hvarf á annarrri glæru. Var líka að vinna hér til að verða hálf-fimm í nótt. Tæknin var e-ð að stríða mér. Gat hvorki notað glærugerðarforritið á minni persólulegu tölvu (Power Point krassaði í hvert skipti sem ég opnaði skjal og ætlaði að eiga við það; Open Office á Linux fór í óskaplegan hægagang þegar ég bætti inn mynd nr.2) svo ég endaði inni á næstu skrifstofu í gærkvöld. Held reyndar að mér hafi næstum tekist að svæfa e-a en það skiptir nú minna máli. Er nú í svo góðu skapi að ég er að hugsa um að fara að panta mér tíma í klippingu. Hvernig væri það?
Held meira að segja að ég sé alveg til í að fara að skreyta fyrir jólin núna. Og baka smákökur. Ummm. Og pakka niður í tösku. Fer út eftir aðeins fjóran og hálfan sólarhring. Já, já, nóg að gera.


Á föstudagskvöld komst ég ekki lengra úr vinnunni en niður í kjallara. Þar hékk ég þar til ég var orðin banhungruð og ákvað að fara heim. Hópurinn leysitist upp og við hungruðustu enduðum hálf-tólf í hamborgaraveislu á Vitabarnum. Ég er nú ekki mikið fyrir borgara, finnst helst varið í þá þegar ég er mjög svöng. Samt endaði ég aftur í hamborgara á HardRock í gærkvöldi með tveimur samstarfskonum sem voru líka að þvælast hér í vinnunni á sunnudagskvöldi. Held ég sé þar með búin með hamborgarakvótann fyrir árið sem er að líða.

Engin ummæli: