laugardagur, maí 10, 2003

Íshokkí


Í gærkvöldi voru undanúrslit í íshokkí. Svíþjóð tókst nefnilega að vinna Finnland síðasta miðvikudag. Leikurinn í gærkvöldi var ekki verri, Svíar unnu heimsmeistarana, Slóvakíu og spila því í úrslitaleik mót Kanada á morgun. Heja Sverige!!!

Ég uppgötvaði það í gær að í dag eru kosningar. Ohh, ég fór til Stokkhólms fyrir viku en hélt ég hefði nógan tíma. Eru kosningarnar ekki frekar snemma þetta árið? Hélt þær yrðu í kringum 20. En þá er Evróvisión, það er líklega það sem ruglaði mig svona. Jæja, ég er of sein og ekkert við því að gera. En í kvöld er grill-kosningapartý hjá íslensku pari, sem ég hef nú ekki hitt hingað til. En Stínu og Pálma var boðið og þau ætla að tékka á því hvort ég fái ekki að fljóta með.

Sólin skín og ég þarf að taka skurk í lestri og gera heimaverkefni. Ætti ég ekki bara að hætta þessu blaðri, setja upp sólgleraugun og setjast út?

Engin ummæli: