sunnudagur, maí 04, 2003

Afmælis-klemmudagurinn og gærdagurinn


Já, klemmudagurinn var minn! Ég átti hinn skemmtilegasta afmælisdag á föstudaginn. Ég fór með ostaköku í skólann og bauð skólafélögum sem mættir voru til vinnu þennan frídag (klemmudag) auk osta, kex og vínberja. Nágrannar mínir hér á ganginum fengu hina kökuna þegar ég kom heim, og afganginn af ostunum og vínberjunum. Ég held þau hafi verið þokkalega sátt við það. Svo komu Stína, Pálmi og Logi, Cedric hinn (Sviss), Björn (Svíi) og Lijam (Eritrea) um kvöldið að horfa á íshokkíleikinn (Svíþjóð-Rússland). Við pöntuðum flatbökur og spjölluðum fram eftir kvöldi.

Ég fór svo með Kristínu, Pálma Jóni Loga og Cedric til Stokkhólms í gær. Ég byrjaði á því að missa af lestinni, hafði e-ð misreiknað mig, hjólaði á miljón niðrí bæ og var svo heppin að ná í lest sem fór korteri seinna. Við röltum um bæinn og urðum að lokum rennandi blaut. Stína og Pálmi sýndu okkur inni-matvörumarkað með miklu úrvali, t.d. sá ég lambavambir (pressaðar saman), hálsvöðva, ótrúlega margar tegundir af kryddpyslum (spægipylsu) alls konar ólífur, osta, vín o.s.frv. Ég keypti mer annað stykki af Svörtu Söru (osti) og svart spagettí. Kristín sá um prakkarastrik dagsins og lét setja lokk í nefið. Við kíktum á arkitektúrsafn í Skeppsholmskyrkan en gáfumst svo upp enda orðin hundblaut og ákváðum að drífa okkur í lestina. Þegar við komum til Uppsala fórum við á góðan veitingastað, Amazing Thai, og kýldum vömbina.

Í dag er enn skítakuldi. Nú mætti alveg fara að hlýna...

Engin ummæli: