miðvikudagur, maí 21, 2003

Daglegt amstur


Sæl, öll saman. Ég hef ekkert nennt að skrifa síðustu daga þar sem ég hef bara verið á kafi í daglegu amstri og svo sem ekkert merkilegt að segja frá. Áðan dreif ég mig í ræktina og viti menn, mér líður svona líka miklu betur. Ég réri 6km, hljóp í 15mín og reyndi svo að gera einhverjar magaæfingar. Mamma var svo góð (og Páll) að gefa mér fyrir öðru mánaðarkorti hér. Og meðan ég man, mamma á stórafmæli í dag. Til hamingju með daginn!!! Það er leiðinlegt að vera ekki heima, en það verður sko partý þegar ég kem. Er það ekki?

Og pabbi átti afmæli í gær. Nú er ég nokkuð viss um að hann lesi þetta ekki en ég vil nú samt óska honum til hamingju með daginn í gær.

Engin ummæli: