fimmtudagur, maí 08, 2003

Tónlist


Í dag gerði ég mér ferð niðrí bæ til að kaupa afmælisgjöf og te. Ég freistaðist til að kaupa mér einn disk í leiðinni, Massive Attack-Mezzanine. Síðustu helgi keypti ég mér líka nýjan disk, Dep.Mode-Exciter, sem ég hef haft nánast "non-stop" í spilaranum síðan. Svo bað ég Mattías, tónlistarfélaga minn hér á ganginum, um að sýna mér hvernig hann hleður niður tónlist hér. Við settum upp tvö forrit svo nú get ég byrjað að safna og safna. Ókeypis. Þvílíkt fjör. Ef ég vakna jafn snemma og síðustu tvo morgna (nætur, kl.6 og fjögur í morgun), þá veit ég hvað ég get dundað mér við þangað til ég fer í skólann!!!

Engin ummæli: