mánudagur, mars 31, 2003

Sumartími og snjór


Aðfararnótt sunnudags var skipt yfir í sumartíma. Nú er klukkan því tveimur tímum á undan í stað eins. Það var aðeins erfiðara að vakna í morgun en vanalega. Síðasti fyrirlesturinn var í morgun. Nú tekur við lestur og vinna á fullu (og auðvitað þarf ég að laga forritið sem virkar ekki enn) og svo fæ ég heimsókn á fimmtudag frá Íslandi... Greyið Kalli, kemur hingað í snjóinn. Já, það snjóaði nefnilega í nótt og áfram í morgun en ég held það verði nú ekkert mikið úr þessu. Páskahretið er líklega bara snemma á ferðinni hérna.

Engin ummæli: