mánudagur, ágúst 25, 2003

Hitasvækja


Maður, maður, úff, það er heitt úti! Mælirinn úti í reit sýndi 16,6°C þegar ég mætti í vinnuna áðan, hjólandi. Ég hefði betur farið í stuttbuxur og tekið e-ð annað en svarta peysu og klút um hálsinn til að vera í/með í dag. Ég mætti líka í vinnuna í gærkvöld. Þegar ég gekk heim rúmlega níu var svo hlýtt að það var vel hægt að vera á ermalausum bol. Mér leið svolítið eins og ég væri í borg í útlöndum. Það kemur svo sterk lykt í loftið að gróðrinum (og ýmsu öðru reyndar) í svona ,,hita''.

Nú er mikið stress í gangi hjá mér. Það virðist ganga alveg ægilega hægt að klára allt sem á að fara á veggspjaldið. Í gærkvöldi varð mér svo loksins e-ð ágengt, fann villu í kortateikniskránni eftir margra daga leit. Þrátt fyrir stress í vikunni leyfði ég mér nú samt að taka þátt í smá gleðskap hér við Veðurstofuna á föstudagskvöld, enda veðrið þá með eindæmum gott. Bjórvinir VÍ héldu sinn árlega garð- og grillfund. Menn átu grillað góðgæti, sötruðu bjór, sumir fóru í snú snú og enn aðrir heilluðu liðið með breikdansi. Og nú skal í bara drífa í að setja inn myndir á morgun. Líka úr gönguferðinni. Ég var búin að fá nóg klukkan tíu (enda byrjaði gleðskapurinn snemma) og hjólaði þá heim. Þeir hörðustu þrömmuðu á Kringlukránna og dönsuðu víst fram á rauða nótt.

Engin ummæli: