þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Blíða og meiri blíða


Sæl, öllsömul.

Vissuð þið að það er stórgott veður úti? Ég vissi það ekki, fyrr en ég stalst út í fimm mínútur áðan... Nú væri ég alveg til í að vera í fríi, uppi á fjöllum, eða bara liggja í leti part úr degi niðrí í Nauthólsvík. (Mælirinn úti í reit sýnir 15,2°C og 4,2m/s úr VNV).

Er á vakt þessa vikuna. Ferðasagan og myndirnar að vestan verða að bíða betri tíma.

Engin ummæli: