sunnudagur, apríl 27, 2003

Drulluveður


Já, í dag er drulluveður. Það er drullukalt og slyddudrulla. Ojjjj. Og ekki mikið meira um það að segja!

Í gærmorgun leigðu Kristín og Pálmi bíl og buðu mér með til Gävle. Niklas, skrifstofufélagi minn er einmitt frá þeim bæ. Aðalmarkmiðið var að skoða járnbrautarsafn Svíþjóðar, Jón Logi hefur nefnilega svo gaman af lestum (og Pálmi líka). Safnið var áhugavert, sérstaklega fyrir Íslending sem sjaldan sér lestir. Svo ókum við niður í miðbæ til að kíkja aðeins á staðinn og fá okkur í gogginn. Á heimleiðinni var farinn smá útsýnisrúntur. Kíktum á sænska baðströnd og risavaxna furu. Það er nefnilega fullt af furu í Svíþjóð, en allar eru þær óttalega mjóslegnar og langar. Þessi var hins vegar gild og fallega vaxinn. Öldungurinn í skóginum.

Í dag er ég að reyna að vinna svolítið. Ætli ég reyni ekki að hanga hér aðeins lengur, enda ekki neitt sérstakt að gera heima í þessu veðri, því ég lauk helgarþrifunum í morgun.

Engin ummæli: