miðvikudagur, apríl 02, 2003

Klaufi, klaufi, klaufi


Vvííííí. Nú er ég ofsakát. Ástæðan? Jú, eftir að hafa setið og setið og setið yfir helv.... forritinu og starað og starað og starað sá ég loksins hvað var að. Ein pínulítil innsláttarvilla, cos(theta)=r/z í stað z/r eins og það átti að vera, augljóslega (r langhliðin). Mér datt auðvitað aldrei að kíkja á það sem var einfalt og augljóst (fyrr en núna rétt áðan). Núna get ég því farið að skila síðasta verkefninu og farið að hafa áhyggjur af prófinu. Gaman gaman!!!

1.apríl var í gær. Ég vil því nota tækifærið og óska frænku minni, Önnu Betu, til hamingju með afmælið í gær. Ég efast þó um að hún lesi þetta, en aldrei að vita.

Í gær fór ég og kíkti á herbergið, sem ég ætla að flytja í á næstunni. Það eru 12 manns á ganginum, en ekki sex eins og ég hélt, sem deila eldhúsinu og pínulitlu setustofunni á ganginum. Þar er sjónvarp, ég vona að ég geti talið fólk á að horfa á réttar stöðvar á mánudags og þriðjudagskvöldum! Annars er herbergið á 6.hæð, en það er auðvitað lyfta. Ég varð svolítið skelkuð þegar ég opnaði gluggann og kíkti niður, það var ansi langt niður, eins gott að vera ekkert að teygja sig of langt út um gluggann...

Engin ummæli: