þriðjudagur, apríl 15, 2003

Reikningar


Í morgun tók ég strætó niður í bæ því ég þurfti að borga húsaleiguna fyrir aprílmánuð. Ég fór inn í næsta hús sem ég sá og á stóð bank. En þar var ekki hægt að borga reikninga, ég held það hafi ekki einu sinni verið banki. Þá fór ég í næsta banka sem ég mundi eftir að hafa séð. Það var dágóð bið en ég tók mér númer. Meðan ég beið sá ég að ég þyrfti að borga 50 kr fyrir að borga gíróseðilinn. Uhh, ég hélt nú ekki að ég færi að borga 500kall fyrir að fá að borga meira. Ég vatt mér því út og ákvað að að reyna að finna "ódýrari stað" til að borga reikninginn á. En fyrst keypti ég afmælisgjöf til að senda heim (allt of seint reyndar) og umslag og kort, arkaði ég enn af stað. Sniðugast væri að senda pakkann og borga gíróinn á sama stað, ekki satt? Á pósthúsinu. Það er hægt heima. En eftir að hafa spurst fyrir komst ég að því að þetta var ekki hægt. Það er nefnilega búið að leggja niður pósthúsin hérna og póstþjónustan er hér og þar í matvörubúðum og sjoppum. Pakkinn komst því sína leið í póstkassa við sjoppu og reikningurinn var borgaður rétt hjá, fyrir 35 kr. Þar með spöruðust 15 kr sem ég eyddi í gos og kanelbulle þegar ég kom, loksins, sársvöng í skólann.

Engin ummæli: