miðvikudagur, október 08, 2003

kvart kvart og fuglalíf


Ég for að sækja bílinn í gær. tikka-tikk hljóðið reyndist vera ventlabank. Mói hefur því fengið ný ventillok (eða ventla ?), ný kerti og vatn á rafgeyminn. Já, vatnsstaðan á geyminum var alls ekki góð. Vatnið virðist hafa gufað upp af honum. Vona bara að hann sé ekki ónýtur. Hitt var nógu dýrt. 20 þúsund kall fyrir bílaviðgerð. Úff, það er dýrt að reka bíl. Fegin að hafa sloppið við það hingað til... Nú á Mói bara eftir að fá smurningu fyrir veturinn og vetrardekk þegar það fer að snjóa e-ð að ráði.

Í sumar var mikið fuglalíf hér á túninu við Veðurstofuna. Þar höfðust við hópar af lóum. Ég sá reyndar nokkrar á vappi hér fyrir utan gluggann í fyrradag. Það voru ungir fuglar, hálfstálpaðir. Ég var að velta því fyrir mér hvort þeir hafi misst að hópnum sem fór suður. Ætli allar lóur séu ekki þegar farnar? Ætli þessi litlu grey lifi veturinn af hérna? (Hef að þessu þungar áhyggjur...) Sé núna grágæsir á beit hér fyrir utan gluggann. Ætli þeim finnist túnið hér ekki ákjósanlegur vetrarstaður. A.m.k. meðan þær geta e-ð kroppað í grasið.

Engin ummæli: