mánudagur, október 13, 2003

Flutningar og stúss


Jæja, þá er ég mætt aftur eftir enn eitt helgarfríið. Get nú varla talað um frí því ég er búin að vera að bera kassa og húsgögn, pakka, bera meira, pakka upp, færa til o.s.frv. Og fæstir hlutir hafa fundið sinn samastað eftir þetta umrót. Og varla ég heldur. Svaf illa í nótt á nýja staðnum og átti enga súrmjólk í morgun. Þegar ég ætlaði í vinnuna mundi ég eftir því að bíllinn var enn fullur að geymsludrasli (aðallega gömlum skólapappírum og garnafgöngum) sem mig langaði ekkert að fá inn. Ég fór því í það að bera áður en ég gat lagt af stað.

Í hádeginu skutlaðist ég til að kaupa loftnetssnúru. Eftir heimsókn til pabba í kvöld, ætla ég að tengja sjónvarpið og mynbandstækið, til að geta horft á Launráð í kvöld. Draslið má eiga sig til morguns.
Vinir eru velkomnir í heimsókn til mín. -Ef þeir þola smá óreiðu. Annars var Berglind fyrsti gesturinn. Hún var svo elskuleg að hjálpa mér að flytja húsgögn og kassa á laugardaginn. Og velja réttu hlutina í IKEA :-). Fyrir hjálpina þáði hún þurrt brauð og vatn. (Ég tek það reyndar fram að ég bauð henni flatbrauð með kæfu og sméri og kókómjólk, það var pent afþakkað.) Ég reyni að bjóða upp á e-ð betra næst., BH, og þið hin.

Engin ummæli: