þriðjudagur, október 28, 2003

Wilde


"Experience is the name everyone gives to their mistakes."

Eða hvað?


Fyrsta vetrarferðin í langan tíma var farin á hjólinu í morgun, -í vinnuna. Það brakaði í frosnum snjónum. Ég setti á mig lambhúshettuna og setti nýjar rafhlöður í afturljósið. Mér tókst líka að vakna á undan klukkunni í morgun, fyrir sjö, sem er þvílíkt aftrek því mér hefur ekki tekist að vakna svo snemma lengi. Er búin að vera að reyna síðustu vikur, stilli klukkuna, set hana í hinn enda herbergisins, stend upp og slekk á henni þegar hún hringir, leggst svo aftur undir sæng og sannfæri mig um að ég sé alltof þreytt til að fara á fætur. Og sef í klukkutíma. En ekki meir, ónei. Nú er það bara harkan sex. Eða sjö, reyndar.


Var einhver að tala um gúrkutíð?

Engin ummæli: