mánudagur, desember 23, 2002

Þurrkur og þorsti


Gggghhhh!!! Þótt ég sé búin að drekka tvo lítra af vatni í dag (og byrjuð á þeim þriðja) er ég alveg jafn þyrst. Mig grunar að loftið hérna í vinnunni sé mjööööög þurrt. Getur verið að loft í húsum verði mun þurrara af rafmagnskyndingu en hitaveitukyndingu? Ætli megnið af kyndingu hér komi ekki frá tölvunum.

Ég er ekkert búin að gera af viti í allan dag. Bíð eftir því að geta farið heim. Húsið er hálftómt, flestir í fríi í dag. Á heimleiðinni ætla ég að koma við í fiskbúðinni og kaupa heila ýsu til að sjóða fyrir gikki sem ekki borða skötu. Það verður nefnilega skötuveisla í kvöld hjá okkur. Ég hef því ákveðið að fjórða sortin verði ekki bökuð fyrr en í fyrramálið, til að svæla út skötulyktina. Ætli það dugi? Í neyð er hægt að hlaupa út í Nóatún og kaupa rauðkál til að sjóða niður. Það ku virka vel.


Ég ákvað að nota þennan rólegheitadag í vinnunni og skanna nokkrar gamlar jólamyndir af okkur systkinunum. Ætla að setja þær á kortið til Þorsteins bróður. Hér er ein. Svona vorum við fyrir 26 árum!




Engin ummæli: