laugardagur, desember 28, 2002

Esjudagur


Í dag fór ég með Kalla og Þorsteini í fjallgöngu. Við, systkinin, höfum lengi ætlað að fara saman upp á Esju. Í kjetveislunni í gærkveldi var ákveðið að drífa í því í dag. Við fórum upp venjulegu leiðina, þ.e.a.s. upp á Þverfellshorn. Við útsýnisskífuna var boðið upp á maltöl og jólasmákökur og svo var haldið áfram aðeins lengra upp til að fá betra útsýni til norðurs. Veðrið var prýðilegt og ágætis skyggni. Þegar ég kom heim lagðist ég svo í heitt bað með Lavender-olíu (til að ná aftur í mig hita) og sofnaði næstum því eftir allt "erfiðið". Þetta er því búinn að vera ágætis frídagur og ég get setið fyrir framan sjónvarpið í allt kvöld með góðri samvisku.

Engin ummæli: