föstudagur, desember 13, 2002

Myrkranna á milli...


Já, þessa dagana vinna menn myrkranna á milli. Eiginlega ætti líka að borga næturvinnuálag hálfan daginn þar sem ekki dagar fyrr en um hálf-ellefuleytið og myrkt er orðið um hálffimm. Og þessa dagana kemst varla nokkur dagskíma í gegnum rigningarskýin og varla birtir birtir nokkuð. Af þessum ástæðum ákvað ég fyrr í vikunni að skunda út í Rúmfatalagerinn og kaupa mér litríka ljósaseríu. Hún hangir núna úti í glugga hér í vinnunni og lífgar svolítið upp á annars grátt útsýnið.

Í gær ákvað ég að hjóla við í Kringlunni á leiðinni heim. Ég ætlaði að kaupa ljóst karton til að geta klárað jólakortin. Ég varð fyrir vonbrigðum með úrvalið í Pennanum, þeir áttu ekki það sem mig vantaði. Ég ákvað því að kíkja í Eymundsson. Þar var öngvan pappír að finna. Hins vegar fann ég nokkrar skemmtilegar bækur sem mig langaði í. Ég er mjög veik fyrir bókum, með hálfgerða söfnunaráráttu, einkum hvað varðar alls konar handavinnu og handverksbækur, skrautritun, mynstur og þ.u.l. Þótt ég sé að spara fór ég út með tvær. Ohhh, og ég hef ekki einu sinni pláss fyrir þær sem ég á fyrir!

Engin ummæli: