þriðjudagur, desember 17, 2002

Tízkuþræll!


Í gærkvöldi skrapp ég í enn einn búðaleiðangurinn, í þetta sinn með Berglindi vinkonu og Evva. Við byrjuðum á að rölta einn hring í Ikea, enda var ég búin að sjá þar jólagjöf sem ég átti eftir að kaupa. Síðan fórum við í Smáralindina. Ég fann svolítið flotta skó þar, með langri mjórri tá. Ég vona að e-r vilji gefa mér svona skó í jólagjöf! (Hint, hint.)
Það er ótrúlegt hvað tískan getur spilað með mig. Fyrir um þremur árum síðan (tveimur?), þegar támjóa tískan var farin að ryðja sér til rúms, hét ég því að fá mér ALDREI svona skó. ALDREI. Mér þótti þetta hallærislegt og asnalegt enda fílaði ég vel breiðu skóna með þvertánni sem hafa verið nokkuð lengi, og eru enn. Þeir eru praktískir og hentugri fyrir fæturna, engar kramdar tær. En nú er ég fallin. Skynsemin farin lönd og leið. Og ég slæ botninn í þessa morgunfærslu með orðum Berglindar: "...maður á aldrei að vera praktískur þegar kemur að skóm".

Engin ummæli: