fimmtudagur, desember 05, 2002

Ofsaveður


Ég held það sé að skella á ofsaveður. Íslandspóstur er hér á neðri hæðinni, í sama húsi og Orkustofnun. Mikið vorkenni ég póstberunum í dag, það er ömurlega leiðinlegt að þurfa að bera út í svona veðri...


Í gær var kaffihúsakvöld. Það er óralangt síðan ég hef farið á kaffihús, það gerist æ sjaldnar. Ég plataði Magga, vin minn og skólafélaga til að hitta mig, með því skilyrði að ég byði honum upp á bjór. Virkar það ekki alltaf á stráka? Það var gaman að hitta Magga, rosalega langt síðan við sáumst síðast. Einhvern veginn vill það nú oft verða svo að maður missir af stráka-vinum sínum, bara af því að þeir eru strákar. Er þetta svona hjá fleirum eða bara mér?

Engin ummæli: