föstudagur, desember 20, 2002

Þriðja sortin


Ummm, nýbakaðar smákökur og mjólk! Rétt í þessu var ég að smakka engiferkökrnar sem ég var að baka. Þær tókust bara stórvel, brenndi ekki eina einustu plötu.
Kökurnar gerði ég með forláta kökusprautu sem ég fékk lánaða hjá mömmu. Hún er bandarísk og henni fylgja alls konar myndaplötur sem settar eru fremst í sprautuna. Um daginn notaði ég trjá-mótið og gerði græn jólatré.

Áðan eftir vinnu var jólahlaðborð á OS. Þar var gnægt matar og drykkja og fullt af fólki. Venjan er nefnilega að bjóða gömlum starfsmönnum. Það var því vel troðið og eftir fyrstu ferð nennti ég ekki að troða mér aftur á milli og fór því, hálfsvöng samt. Ég kíkti niður á Laugaveg með Gerðu. Ætlunin var að kíkja á skyrtu- og kápuefni í Seymu.
Ég fann feykilega fínt kápuefni, "dogtooth" mynstur held ég að það sé kallað, klassískt. Málið var nú reyndar að efnið var nú eiginlega allt of dýrt, 5-6000 kr. metrinn og þá eru komnar um 11-12 þúsund kr án fóðurs og hnappa. Þetta mun nú varla borga sig, ha? Hafa lesendur nokkuð rekist á vefnaðarverslun á netinu? Ef svo er, látið mig endilega vita.

Engin ummæli: