fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Tímaskortur


Ég var e-ð ægilega lúin þegar ég kom heim í gær. Rétt náði að setja í vél áður en ég datt í sófan og nærri sofnaði yfir veðurfréttunum. Ég var rétt að festa blund þegar Ella Sigga kom í heimsókn. Settum upp netdagbók fyrir hana svo nú getum við hinar fylgst með ævintýrum hennar í Ítalíu, hún fer út á föstudag.
Ég var e-ð upprifin þegar ég fór loks í rúmið um niðnætti. Var rétt búin að leggja höfuðið á koddann þegar ég fór að fá hugmyndir að hinu og þessu, aðallega e-r saumaverkefni. Hvenær á ég eiginlega að hafa tíma fyrir þetta allt? Ég fæ reyndar svona tímabundna dellu af og til. Sökkvi mér niður í e-ð í nokkrar vikur, missi svo áhuga á því aftur einn daginn og stend upp frá hálfkláruðu verki. Sem betur fer eiga mínar dellur "comeback". Saumadellan á sum sé comeback núna. Og prjónadellan. Skrautskriftardellan hefur því miður legið niðri allt of lengi, verð að fara að gera e-ð í því. Langar líka að hitta vini mína oftar. læra að spila á gítar, ganga meira á fjöll og og og... Hjálp, mig vantar tvo aukadaga í vikuna. Gjarna frídaga!

Engin ummæli: